Steypibaðið getur kostað Norðmenn þúsundkall

Rafmagnsreikningurinn syðst í Noregi hefur hækkað gríðarlega á skömmum tíma. Orkukrísan sem hrjáir meginland Evrópu hefur haft áhrif en aðrar skýringar er einnig að finna.

Mun lægra er í uppistöðulónum á stórum svæðum í Noregi en yfirleitt er á þessum árstíma.
Mun lægra er í uppistöðulónum á stórum svæðum í Noregi en yfirleitt er á þessum árstíma.
Auglýsing

Nor­eg­ur, þar sem olía er unn­in, vind­ur­inn beisl­aður og árnar sömu­leið­is, stendur frammi fyrir tölu­verðum vanda sem teng­ist hinni umtöl­uðu orku­krísu í Evr­ópu. Verðið á kílóvatt­stund af raf­magni kostar nú 6,4 norskar krón­ur, um 93 íslenskar syðst í land­inu sem þýðir að ein sturta, eitt gott steypi­bað, getur kostað um 1.000 íslenskar krón­ur. Það er álíka mikið og stök sund­ferð kostar í laug­arnar í Reykja­vík.

En af hverju eru Norð­menn, þjóðin sem vinnur meiri orku en flest öll ríki ver­ald­ar, í vanda?

Auglýsing

Í grein sem birt var á vef norska rík­is­út­varps­ins í dag er bent á að á tíma­bil­inu 24. júlí til 24. ágúst kost­aði kílóvatt­stund (kWst) af raf­magni á meg­in­landi Evr­ópu að með­al­tali 50 íslenskar krón­ur. Á sama tíma­bili var með­al­verðið í Nor­egi 25,5 krón­ur. Þannig greiddu Norð­menn að með­al­tali helm­ingi minna fyrir kílóvatt­stund­ina en íbúar innan ESB í sum­ar. Hins vegar er raf­magn syðst í Nor­egi miklu dýr­ara.

Mik­ill munur er á raf­magns­kostn­aði nyrst í Nor­egi og syðst. Í sumar var verðið á kílóvatt­stund­ina t.d. 278 sinnum dýr­ara í Krist­i­ans­and en í Tromsø. Síð­ustu daga hefur hins vegar orku­verðið syðst hækkað gríð­ar­lega og nálg­ast hæstu verð sem greidd eru í Evr­ópu. Ítalía trónir þó enn á toppnum í þessum efn­um.

Í sam­an­tekt NRK er hins vegar bent á að Norð­menn greiði hlut­falls­lega mun minna af tekjum sínum í raf­magn en flestallir Evr­ópu­bú­ar. En af því að raf­magn er ódýrt nota Norð­menn gríð­ar­lega mikið af því, meira en flest­ir. Í fyrra var notk­unin að með­al­tali 23 þús­und kílóvatt­stundir á hvern íbúa. Með­al­talið á meg­in­landi Evr­ópu var á sama tíma um 6.000 kWst.

Ein helsta ástæða þess að orku­krísa hefur skap­ast í Nor­egi er sú að uppi­stöðu­lón vatns­afls­virkj­ana standa enn hálf tóm eftir sum­ar­ið. Langstærstur hluti raf­magns er fram­leiddur í slíkum virkj­un­um. Þurrka­tíð hefur geisað þótt ekki sé enn öll nótt úti í því sam­bandi – vot­viðra­samt haust gæti bjargað miklu.

En þetta er ekki eina skýr­ing­in.

Því er þannig fyrir komið í Nor­egi að syðsti hluti raf­orku­kerf­is­ins er tengdur við meg­in­land Evr­ópu. Það þýðir að fram­leið­endur raf­magns geta selt raf­magnið til hæst­bjóð­anda.

Þurrkar og stríðið í Úkra­ínu hafa gert það að verkum að verð á jarð­gasi, vatns­orku og kjarn­orku – orku­gjöfum sem sam­an­lagt eru not­aðir til að fram­leiða meira en 50 pró­sent af allri raf­orku í Evr­ópu – hafa hækkað í verði. Orku­verð er því í sögu­legum hæðum í álf­unni og Nor­egur verður einnig fyrir áhrifum af fram­an­greindum ástæð­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Skyldur okkar í loftslagsbaráttunni
Kjarninn 10. desember 2022
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur setið að völdum síðan seint á árinu 2017. Hlutfall allra ríkustu landsmanna í heildartekjum þjóðarinnar hefur aukist milli allra ára sem hún hefur setið.
Ríkasta 0,1 prósentið hefur ekki tekið til sín stærri hluta af tekjukökunni síðan 2007
Þær 244 fjölskyldur sem höfðu mestar tekjur á síðasta ári þénuðu alls 36 milljarða króna í fjármagnstekjur á árinu 2021. Það voru 20 prósent af öllum slíkum tekjum sem urðu til á því ári. Hópurinn þénaði 4,2 prósent af öllum tekjum sem urðu til í landinu.
Kjarninn 10. desember 2022
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent