Lánið þitt: Munurinn á jafngreiðslum og jöfnum afborgunum

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Kaup á fast­eign er fyrir okkur flest ein­hver stærsta fjár­hags­lega ákvörðun sem við tökum á lífs­leið­inni. Kaup­unum fylgir lán­taka upp á margar millj­ónir króna, sem við skuld­bindum okkur til að greiða til baka á næstu árum eða ára­tug­um. Þegar svo háar fjár­hæðir eru í spil­unum er best að vita sem mest um hvað málið snýst. Lána­formin sem bjóð­ast eru mis­mun­andi og eitt lána­form hentar ekki öll­um. Það sem hentar einum lán­tak­anda getur verið ómögu­legt fyrir ann­an.

Þessi grein er hluti af grein­ar­flokki um þau atriði sem varða hús­næð­is­lána­töku og önnur lán á Íslandi. Áður hefur birst grein um vaxta­kjörin sem lesa má hér.

Auglýsing

Jafn­greiðslur eða jafnar afborg­anir

Hús­næð­is­lán við­skipta­bank­anna eru ýmist jafn­greiðslu­lán eða lán með jöfnum afborg­un­um. Mun­ur­inn á lána­formunum er sá að af jafn­greiðslu­láni er greidd sama mán­að­ar­lega upp­hæð út láns­tím­ann en af láni með jöfnum afborg­unum er greitt mest í upp­hafi en upp­hæðin fer lækk­andi eftir því sem höf­uð­stóll láns­ins lækk­ar.Þegar talað er um afborgun er átt við hvað greitt er af höf­uð­stól láns­ins, en með greiðslu er átt við heild­ar­greiðslu af lán­inu, það eru bæði afborg­anir og vaxta­greiðsl­ur.

Jafn­greiðslu­lán (annuitet)

Lán­tak­inn greiðir sömu upp­hæð mán­að­ar­lega út láns­tím­ann. Sam­setn­ing greiðsl­unnar á milli vaxta og afborg­ana er aftur á móti mis­mun­andi á láns­tím­an­um. Vaxta­greiðslur vega þungt í upp­hafi og afborg­anir af höf­uð­stól minna. Þetta snýst við þegar líður á láns­tím­ann.Ef jafn­greiðslu­lánið er verð­tryggt hækkar greiðslan með verð­bólgu.

Lán með jöfnum afborg­unum

Mán­að­ar­leg heild­ar­greiðsla af láni með jöfnum afborg­unum er ekki sú sama út láns­tím­ann. Afborgun af höf­uð­stóln­um, það er lán­inu sjálfu, er alltaf sú sama frá einum mán­uði til ann­ars, en vext­irnir eru hærri í upp­hafi og þess vegna eru heild­ar­greiðslur mestar í upp­hafi. Þær fara síðan lækk­andi þegar líður á láns­tím­ann, vegna þess að höf­uð­stóll­inn fer lækk­andi og þar með vaxta­gjöld láns­ins.Óverð­tryggð hús­næð­is­lán með jöfnum afborg­unum hafa notið auk­inna vin­sælda síð­ast­liðin ár. Við­skipta­bank­arnir hafa boðið upp á föst vaxta­kjör til allt að fimm ára. Það þýðir að vext­irnir eru þeir sömu í fimm ár eftir að lánið er tek­ið, en að þeim tíma loknum verða vext­irnir breyti­legir. Þá ákveður bank­inn hverjir óverð­tryggðir vextir eru. Það metur hann út frá verð­bólgu, stýri­vöxtum Seðla­bank­ans auk álags sem kalla má óvissu­á­lag.ferd-til-fjar_bordi

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None