Lánið þitt: Munurinn á jafngreiðslum og jöfnum afborgunum

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Kaup á fast­eign er fyrir okkur flest ein­hver stærsta fjár­hags­lega ákvörðun sem við tökum á lífs­leið­inni. Kaup­unum fylgir lán­taka upp á margar millj­ónir króna, sem við skuld­bindum okkur til að greiða til baka á næstu árum eða ára­tug­um. Þegar svo háar fjár­hæðir eru í spil­unum er best að vita sem mest um hvað málið snýst. Lána­formin sem bjóð­ast eru mis­mun­andi og eitt lána­form hentar ekki öll­um. Það sem hentar einum lán­tak­anda getur verið ómögu­legt fyrir ann­an.

Þessi grein er hluti af grein­ar­flokki um þau atriði sem varða hús­næð­is­lána­töku og önnur lán á Íslandi. Áður hefur birst grein um vaxta­kjörin sem lesa má hér.

Auglýsing

Jafn­greiðslur eða jafnar afborg­anir

Hús­næð­is­lán við­skipta­bank­anna eru ýmist jafn­greiðslu­lán eða lán með jöfnum afborg­un­um. Mun­ur­inn á lána­formunum er sá að af jafn­greiðslu­láni er greidd sama mán­að­ar­lega upp­hæð út láns­tím­ann en af láni með jöfnum afborg­unum er greitt mest í upp­hafi en upp­hæðin fer lækk­andi eftir því sem höf­uð­stóll láns­ins lækk­ar.Þegar talað er um afborgun er átt við hvað greitt er af höf­uð­stól láns­ins, en með greiðslu er átt við heild­ar­greiðslu af lán­inu, það eru bæði afborg­anir og vaxta­greiðsl­ur.

Jafn­greiðslu­lán (annuitet)

Lán­tak­inn greiðir sömu upp­hæð mán­að­ar­lega út láns­tím­ann. Sam­setn­ing greiðsl­unnar á milli vaxta og afborg­ana er aftur á móti mis­mun­andi á láns­tím­an­um. Vaxta­greiðslur vega þungt í upp­hafi og afborg­anir af höf­uð­stól minna. Þetta snýst við þegar líður á láns­tím­ann.Ef jafn­greiðslu­lánið er verð­tryggt hækkar greiðslan með verð­bólgu.

Lán með jöfnum afborg­unum

Mán­að­ar­leg heild­ar­greiðsla af láni með jöfnum afborg­unum er ekki sú sama út láns­tím­ann. Afborgun af höf­uð­stóln­um, það er lán­inu sjálfu, er alltaf sú sama frá einum mán­uði til ann­ars, en vext­irnir eru hærri í upp­hafi og þess vegna eru heild­ar­greiðslur mestar í upp­hafi. Þær fara síðan lækk­andi þegar líður á láns­tím­ann, vegna þess að höf­uð­stóll­inn fer lækk­andi og þar með vaxta­gjöld láns­ins.Óverð­tryggð hús­næð­is­lán með jöfnum afborg­unum hafa notið auk­inna vin­sælda síð­ast­liðin ár. Við­skipta­bank­arnir hafa boðið upp á föst vaxta­kjör til allt að fimm ára. Það þýðir að vext­irnir eru þeir sömu í fimm ár eftir að lánið er tek­ið, en að þeim tíma loknum verða vext­irnir breyti­legir. Þá ákveður bank­inn hverjir óverð­tryggðir vextir eru. Það metur hann út frá verð­bólgu, stýri­vöxtum Seðla­bank­ans auk álags sem kalla má óvissu­á­lag.ferd-til-fjar_bordi

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None