Lánið þitt: Munurinn á jafngreiðslum og jöfnum afborgunum

10191443684_b9a99b5758_z.jpg
Auglýsing

Kaup á fast­eign er fyrir okkur flest ein­hver stærsta fjár­hags­lega ákvörðun sem við tökum á lífs­leið­inni. Kaup­unum fylgir lán­taka upp á margar millj­ónir króna, sem við skuld­bindum okkur til að greiða til baka á næstu árum eða ára­tug­um. Þegar svo háar fjár­hæðir eru í spil­unum er best að vita sem mest um hvað málið snýst. Lána­formin sem bjóð­ast eru mis­mun­andi og eitt lána­form hentar ekki öll­um. Það sem hentar einum lán­tak­anda getur verið ómögu­legt fyrir ann­an.

Þessi grein er hluti af grein­ar­flokki um þau atriði sem varða hús­næð­is­lána­töku og önnur lán á Íslandi. Áður hefur birst grein um vaxta­kjörin sem lesa má hér.

Auglýsing

Jafn­greiðslur eða jafnar afborg­anir

Hús­næð­is­lán við­skipta­bank­anna eru ýmist jafn­greiðslu­lán eða lán með jöfnum afborg­un­um. Mun­ur­inn á lána­formunum er sá að af jafn­greiðslu­láni er greidd sama mán­að­ar­lega upp­hæð út láns­tím­ann en af láni með jöfnum afborg­unum er greitt mest í upp­hafi en upp­hæðin fer lækk­andi eftir því sem höf­uð­stóll láns­ins lækk­ar.Þegar talað er um afborgun er átt við hvað greitt er af höf­uð­stól láns­ins, en með greiðslu er átt við heild­ar­greiðslu af lán­inu, það eru bæði afborg­anir og vaxta­greiðsl­ur.

Jafn­greiðslu­lán (annuitet)

Lán­tak­inn greiðir sömu upp­hæð mán­að­ar­lega út láns­tím­ann. Sam­setn­ing greiðsl­unnar á milli vaxta og afborg­ana er aftur á móti mis­mun­andi á láns­tím­an­um. Vaxta­greiðslur vega þungt í upp­hafi og afborg­anir af höf­uð­stól minna. Þetta snýst við þegar líður á láns­tím­ann.Ef jafn­greiðslu­lánið er verð­tryggt hækkar greiðslan með verð­bólgu.

Lán með jöfnum afborg­unum

Mán­að­ar­leg heild­ar­greiðsla af láni með jöfnum afborg­unum er ekki sú sama út láns­tím­ann. Afborgun af höf­uð­stóln­um, það er lán­inu sjálfu, er alltaf sú sama frá einum mán­uði til ann­ars, en vext­irnir eru hærri í upp­hafi og þess vegna eru heild­ar­greiðslur mestar í upp­hafi. Þær fara síðan lækk­andi þegar líður á láns­tím­ann, vegna þess að höf­uð­stóll­inn fer lækk­andi og þar með vaxta­gjöld láns­ins.Óverð­tryggð hús­næð­is­lán með jöfnum afborg­unum hafa notið auk­inna vin­sælda síð­ast­liðin ár. Við­skipta­bank­arnir hafa boðið upp á föst vaxta­kjör til allt að fimm ára. Það þýðir að vext­irnir eru þeir sömu í fimm ár eftir að lánið er tek­ið, en að þeim tíma loknum verða vext­irnir breyti­legir. Þá ákveður bank­inn hverjir óverð­tryggðir vextir eru. Það metur hann út frá verð­bólgu, stýri­vöxtum Seðla­bank­ans auk álags sem kalla má óvissu­á­lag.ferd-til-fjar_bordi

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None