Launavísitala Hagstofu Íslands hefur hækkað um 5,3 prósent á síðastliðnum tólf mánuðum á sama tíma og kaupmáttur launa hefur aukist um 3,6 prósent. Vísitala kaupmáttar hefur þó sjaldan staðið hærra en í maí 2015.
Milli apríl og maí hækkaði vísitala launa um 0,5 prósent, samkvæmt frétt Hagstofunnar, en vísitala kaupmáttar jókst um 0,2 prósent. Vísitala launa miðast við regluleg laun í hverjum mánuði og byggir á gögnum úr launarannsókn Hagstofunnar.
Vísitala kaupmáttar launa stendur í 121,1 stigi og hefur sjaldan verið hærri. Hækkun launavísitölunnar og lág verðbólga í sögulegum samanburði hafa leitt til vaxandi kaupmáttar, mælt með vísitölunni. Hér að neðan má sjá breytingu á kaupmætti launa síðustu tólf mánuði.