Launavísitala Hagstofu Íslands hækkaði um 1,1 prósent milli júní og júlí mánaða og hefur á síðustu tólf mánuðum hækkað um 7,9 prósent. Kaupmáttur launa jókst um eitt prósent milli mánaða og hefur hækkað um 5,9 prósent á síðustu tólf mánuðum, samkvæmt mælingum Hagstofunnar.
Í frétt Hagstofunnar kemur fram í vísitölunni gætir áhrifa nýgerðra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði sem voru undirritaðir í maí og júní síðastliðnum. Þar var kveðið á um sérstaka hækun kauptaxta, breytingar á launatöflum og launaþróunartryggingu, að lágmarki 3,2 prósent. Þá gætir einnig áhrifa af endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaga, sem gerð er í samræmi við bókun í gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og og ASÍ.
Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins bendir á í dag að samkvæmt nýrri spá Seðlabanka Íslands, sem birt var síðasta miðvikudag, muni laun hækka um 10,4 prósent að meðaltali á þessu ári. Það þýði að mánaðarhækkun launa verði þrjú prósent.
Laun hækka um 10,4% að meðaltali á árinu 2015 skv. nýrri spá SÍ, þetta þýðir að mánaðarhækkun launa verði 3% út árið. pic.twitter.com/VVE2YIw5q8
— Efnahagssvið SA (@EfnahagssvidSA) August 21, 2015