Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi

Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.

Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Auglýsing

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hafa lagt til breyt­ingar á frum­varpi dóms­mála­ráð­herra til breyt­inga á lögum um útlend­inga, sem fela í sér að börnum og fólki með börn, sem sóttu um alþjóð­lega vernd á Íslandi fyrir 1. ágúst 2021, skuli verða veitt dval­ar­leyfi hér­lend­is. Fyrir utan þetta eru engar efn­is­legar breyt­ingar lagðar til við frum­varp dóms­mála­ráð­herra.

Í breyt­inga­til­lögu meiri­hluta alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar, sem lögð var fram á þingi í dag, er nýju bráða­birgða­á­kvæði bætt við laga­frum­varp ráð­herra þess efnis að Útlend­inga­stofnun skuli gefa út dval­ar­leyfi til handa for­sjárað­ila barna sem sóttu um alþjóð­lega vernd hér­lendis fyrir 1. ágúst 2021, að því gefnu að umsókn for­sjárað­ila hafi borist fyrir 1. mars 2023. Hið sama gildir ef barn fædd­ist hér á landi á meðan umsókn for­sjárað­ila þess um alþjóð­lega vernd var í vinnslu, ef umsókn for­eldr­anna barst fyrir 1. ágúst 2021.

Nán­asti aðstand­andi útlend­ings sem fær útgefið dval­ar­leyfi sam­kvæmt þessu ákvæði mun einnig geta fengið dval­ar­leyfi hér­lendis á grund­velli fjöl­skyldu­sam­ein­ing­ar, og það sama mun eiga við um börn við­kom­andi eldri en 18 ára sem ekki hafa gengið í hjú­skap, hafi þau einnig sótt um alþjóð­lega vernd hér­lendis fyrir 1. ágúst 2021 og séu enn á land­inu, ef fjöl­skyldan sam­an­standi af að minnsta kosti einu barni undir 18 ár aldri.

Dval­ar­leyfi sam­kvæmt þessu ákvæði skal veitt til eins árs, og heim­ilt verður að end­ur­nýja það og getur það einnig orðið grund­völlur ótíma­bund­ins dval­ar­leyf­is, sam­kvæmt því sem fram kemur í breyt­inga­til­lögu meiri­hlut­ans.

Ætla má að þessi breyt­inga­til­laga snerti nokkurn hóp fólks í hópi umsækj­enda um alþjóð­lega vernd sem verið hafa hér á landi frá árinu 2021. Í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans segir að veiru­far­ald­ur­inn hafi gert yfir­völdum erfitt um vik að fram­kvæma end­an­legar ákvarð­anir stjórn­valda um brott­vís­anir og frá­vís­anir og í land­inu sé því „nokkur hópur barna og for­sjárað­ila þeirra sem hafa dvalist hér um lengri tíma í ólög­mætri dvöl“.

„Stjórn­völd hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að við­kom­andi fjöl­skyldur upp­fylla ekki skil­yrði lag­anna til að fá alþjóð­lega vernd eða dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða. Með hlið­sjón af þeirri sér­stöku stöðu sem er komin upp þykir þó rétt, í stað þess að fram­kvæmdar verði brott­vís­anir eða frá­vís­anir í þessum mál­um, að opnað sé tíma­bundið á mögu­leika for­sjárað­ila þess­ara barna til að sækja um dval­ar­leyfi hér á landi á grund­velli atvinnu­þátt­töku en þeim dval­ar­leyfum fylgja dval­ar­leyfi fyrir börn þeirra,“ segir í nefnd­ar­á­liti meiri­hlut­ans.

Þar segir einnig að með þessu úrræði fari við­kom­andi ein­stak­lingar úr kerfi stjórn­valda, sem ætlað er umsækj­endum um alþjóð­lega vernd og flótta­fólki, í þá stöðu sem gildi um aðra þriðja ríkis borg­ara sem koma hingað til lands á grund­velli atvinnu­þátt­töku. Það sé því á ábyrgð for­sjárað­ila að útvega sér atvinnu hér á landi, örugga sjúkra­trygg­ingu og eigið hús­næði að ákveðnum tíma liðn­um. Þá beri við­kom­andi, við end­ur­nýjun leyf­is­ins, að upp­fylla almenn skil­yrði laga um útlend­inga líkt og gildir um aðra dval­ar­leyf­is­hafa.

Engar aðrar breyt­ingar af hálfu meiri­hlut­ans

Aðrar efn­is­legar breyt­ingar eru ekki lagðar til við frum­varp dóms­mála­ráð­herra, sem verið hefur til umfjöll­unar í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd frá því undir lok októ­ber­mán­að­ar. Verið er að leggja þing­málið fram, þó í breyttri mynd, í fimmta sinn og ætla má að það verði tekið til 2. umræðu á þingi á næstu dög­um.

Ýmis atriði í frum­varp­inu hafa verið gagn­rýnd, ekki síst sú boð­aða breyt­ing að grunn­þjón­usta til umsækj­enda um alþjóð­lega vernd verði felld niður 30 dögum eftir að end­an­leg ákvörðun á stjórn­sýslu­stigi um umsókn hans til verndar liggur fyr­ir, en Sam­tök íslenskra sveit­ar­fé­laga sögð­ust til dæmis telja að sú breyt­ing hefði í för með sér fjölgun heim­il­is­lausra á Íslandi, aukið álag á félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og auk­inn kostnað fyrir sveit­ar­fé­lög­in.

Auglýsing

„Óhjá­­kvæmi­­legur fylg­i­­fiskur slíkrar neyðar hlýtur ávallt að vera aukin hætta á því að hlut­að­eig­andi ein­stak­l­ingar verði ber­skjald­aðri fyrir hver kyns mis­­­neyt­ingu, man­­sali og ofbeld­i,“ sagði einnig í umsögn sam­bands­ins til alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd­ar. Land­lækn­is­emb­ættið hefur einnig sagt í umsögn til þings­ins að óásætt­an­legt sé að komið geti upp sú staða að fólk verði svipt rétti til heil­brigð­is­þjón­ustu.

Dóms­mála­ráðu­neytið hefur brugð­ist við athuga­semdum sem snerta þetta með því að benda á að ein­ungis barn­lausir og full­orðnir ein­stak­ling­ar, sem væru hér á landi í ólög­mætri dvöl og neiti sam­vinnu við stjórn­völd um að fara af landi brott, geti átt það á hættu að enda á göt­unni án nokk­urs réttar til þjón­ustu.

Í athuga­semd sem dóms­mála­ráðu­neytið gerði var áréttað að ein­stak­lingur sem er í þess­ari stöðu á rétt á „marg­vís­legri aðstoð frá stjór­völdum við að fara af landi brott, s.s. greiðslu far­gjalds og ferða­styrks og eftir atvikum end­urað­lög­un­ar­styrks sem getur numið allt að 450 þús­und krón­um“ og að það verði að „telj­ast eðli­leg krafa að ein­stak­lingur hlíti lög­mætum ákvörð­unum stjórn­valda“.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta alls­herj­ar- og mennta­mála­nefndar segir um þetta atriði að fram hafi komið fyrir nefnd­inni að reglu­gerð um heil­brigð­is­þjón­ustu við þá sem eru ekki sjúkra­tryggðir á Íslandi gerði ráð fyrir neyð­ar­að­stoð fyrir ein­stak­linga sem væru ekki sjúkra­tryggðir hér á landi. Einnig hefði verið fyrir nefnd­inni verið rætt um lög um félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga og reglur um fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga sem úrræði fyrir þessa ein­stak­linga.

„Regl­urnar gera ráð fyrir að erlendum rík­is­borg­urum sem ekki eiga lög­heim­ili í land­inu skuli í sér­stökum til­vikum veitt fjár­hags­að­stoð hér á landi. Meiri hlut­inn und­ir­strikar að þessi úrræði eru neyð­ar­úr­ræði sem upp­fylla þær kröfur sem 76. gr. stjórn­ar­skrár­innar gerir og tryggir að ein­stak­lingar eigi ekki á hættu ómann­úð­lega eða van­virð­andi með­ferð í skiln­ingi 68. gr. stjórn­ar­skrár­inn­ar, sbr. 3. gr. mann­rétt­inda­sátt­mál­ans. Því ættu útlend­ingar ekki að falla utan allrar þjón­ustu eða fram­færslu á vegum hins opin­ber­a,“ segir í nefnd­ar­á­lit­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent