Leiðréttingardæmi: Seldi með hagnaði 2008 en fékk samt niðurfellingu

skuldanidurfelling.jpg
Auglýsing

Hjón sem seldu íbúð sína sum­arið 2008 á þriðj­ungi hærra verði en þau keyptu hana á fá rúm­lega 630 þús­und krónur í skulda­nið­ur­fell­ingu. Nið­ur­fell­ingin fer inn á nýtt hús­næð­is­lán þeirra sem þau tóku vegna kaupa á ein­býl­is­húsi árið 2011. Ein­býl­is­húsið hefði hækkað um þriðj­ung í verði síðan að hjónin keyptu það. Þetta kemur fram í bréfi sem annað hjón­anna sendi Kjarn­an­um.

Kjarn­inn hvetur les­endur til að senda sér fleiri dæmi um nið­ur­stöðu skulda­nið­ur­fell­inga á rit­stjórn­@kjarn­inn.­is.

Bréf les­and­ans:Þetta rugl er eitt­hvað það ófor­skammað­asta sem ég veit til þess að gert hafi verið í póli­tík og það þarf ekk­ert meira til að sýna fram á það, en nýja fréttin um grein­ina hans Boga í MBL er enn einn naglinn í þetta ferli.
Ég skrifa ykkur til að sýna fram á að það liggja alvöru dæmi á bak við töl­urnar í grein­inni.


 


Þannig er að við hjónin keyptum okkar fyrstu íbúð í árs­byrjun 2005 á um tólf millj­ónir króna og seldum hana svo sum­arið 2008, áður en við fluttum tíma­bundið af landi brott, á meira en þriðj­ungi hærra verði en við keyptum á. Við vorum bara mjög sátt, sér­stak­lega þegar komið var fram á haust­ið, eins og gefur að skilja.


 


Nema hvað, að þegar leið­rétt­ingin er svo aug­lýst, þá sækjum við um, aðal­lega fyrir for­vitni sakir enda áttum við ekki von á nein­u. 


 


Svo kemur nið­ur­stað­an. Við fáum útreikn­aða, af íbúð­ar­láni vegna kaupa sem við högn­uð­umst á, inn­borgun upp á 630 þús­und krónur úr rík­is­sjóði á nýja lánið sem við tókum vegna kaupa á ein­býl­is­húsi á suð­vest­ur­horn­inu árið 2011. Og - viti menn - það hús hefur hækkað um ca. þriðj­ung í verði síðan við keyptum það.  


 


Og við, sem erum í ein­hverju með­al­tekju­bili sam­kvæmt skil­grein­ingu, föllum þarna í ein­hvern hóp sem þarf - og á - að "bjarga" og "leið­rétta" þótt við höfum fyr­ir­fram enga kröfu gert um slíkt, og höfum enga knýj­andi þörf fyrir það.


 


Afsakið rant­ið, en mér finnst þetta svo mikil vit­leysa að ég get ekki orða bund­ist." 
Á myndinni sést niðurstaða leiðréttingarumsóknar hjónanna. Á mynd­inni sést nið­ur­staða leið­rétt­ing­ar­um­sóknar hjón­anna.

Auglýsing

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Boris Johnson var í kvöld lagður inn á spítala í London.
Boris Johnson lagður inn á spítala
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands hefur verið lagður inn á spítala í London til skoðunar, en hann hefur verið með „þrálát einkenni“ COVID-19 sýkingar allt frá því að hann greindist með veiruna fyrir tíu dögum síðan.
Kjarninn 5. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
Kjarninn 5. apríl 2020
Söngvaskáld gefur út Skrifstofuplöntu
Söngvaskáldið Sveinn Guðmundsson safnar fyrir útgáfu nýrrar plötu á Karolina Fund.
Kjarninn 5. apríl 2020
Frá Ísafirði. Þar og í Bolungarvík eru hertar sóttvarnaráðstafanir einnig áfram í gildi.
Hertar aðgerðir á Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og í Súðavík
Rétt eins og á Ísafirði og í Bolungarvík hefur nú verið ákveðið að loka leik- og grunnskólum í minni bæjum á norðanverðum Vestfjörðum á meðan smitrakning nýrra smita á svæðinu stendur yfir.
Kjarninn 5. apríl 2020
Einar Helgason
Gömlum frethólki svarað
Kjarninn 5. apríl 2020
Ellefu sjúklingar liggja nú á gjörgæsludeild vegna COVID-19
Fólki í sóttkví fjölgar á ný
Í dag eru 1.054 einstaklingar með virk COVID-19 smit en í gær voru þeir 1.017. Alls er 428 manns batnað.
Kjarninn 5. apríl 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Við þurfum að skuldsetja ríkissjóð verulega“
Fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna kvörtuðu undan samráðsleysi af hálfu ríkisstjórnarinnar í Silfrinu í morgun og sögðust telja að stjórnvöld þyrftu að bæta verulega í hvað varðar efnahagsleg viðbrögð við heimsfaraldrinum.
Kjarninn 5. apríl 2020
Hugfangin af jöklum og kvikunni sem kraumar undir
Hún gekk í geimbúningi á Vatnajökli og er með gasgrímu og öryggishjálm til taks í vinnunni. Hún heldur sig þó heima þessa dagana enda „verður maður að hugsa um landlækni,“ segir eldfjallafræðingurinn Helga Kristín Torfadóttir, dóttir Ölmu Möller.
Kjarninn 5. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None