Leiðréttingardæmi: Seldi með hagnaði 2008 en fékk samt niðurfellingu

skuldanidurfelling.jpg
Auglýsing

Hjón sem seldu íbúð sína sum­arið 2008 á þriðj­ungi hærra verði en þau keyptu hana á fá rúm­lega 630 þús­und krónur í skulda­nið­ur­fell­ingu. Nið­ur­fell­ingin fer inn á nýtt hús­næð­is­lán þeirra sem þau tóku vegna kaupa á ein­býl­is­húsi árið 2011. Ein­býl­is­húsið hefði hækkað um þriðj­ung í verði síðan að hjónin keyptu það. Þetta kemur fram í bréfi sem annað hjón­anna sendi Kjarn­an­um.

Kjarn­inn hvetur les­endur til að senda sér fleiri dæmi um nið­ur­stöðu skulda­nið­ur­fell­inga á rit­stjórn­@kjarn­inn.­is.

Bréf les­and­ans:Þetta rugl er eitt­hvað það ófor­skammað­asta sem ég veit til þess að gert hafi verið í póli­tík og það þarf ekk­ert meira til að sýna fram á það, en nýja fréttin um grein­ina hans Boga í MBL er enn einn naglinn í þetta ferli.
Ég skrifa ykkur til að sýna fram á að það liggja alvöru dæmi á bak við töl­urnar í grein­inni.


 


Þannig er að við hjónin keyptum okkar fyrstu íbúð í árs­byrjun 2005 á um tólf millj­ónir króna og seldum hana svo sum­arið 2008, áður en við fluttum tíma­bundið af landi brott, á meira en þriðj­ungi hærra verði en við keyptum á. Við vorum bara mjög sátt, sér­stak­lega þegar komið var fram á haust­ið, eins og gefur að skilja.


 


Nema hvað, að þegar leið­rétt­ingin er svo aug­lýst, þá sækjum við um, aðal­lega fyrir for­vitni sakir enda áttum við ekki von á nein­u. 


 


Svo kemur nið­ur­stað­an. Við fáum útreikn­aða, af íbúð­ar­láni vegna kaupa sem við högn­uð­umst á, inn­borgun upp á 630 þús­und krónur úr rík­is­sjóði á nýja lánið sem við tókum vegna kaupa á ein­býl­is­húsi á suð­vest­ur­horn­inu árið 2011. Og - viti menn - það hús hefur hækkað um ca. þriðj­ung í verði síðan við keyptum það.  


 


Og við, sem erum í ein­hverju með­al­tekju­bili sam­kvæmt skil­grein­ingu, föllum þarna í ein­hvern hóp sem þarf - og á - að "bjarga" og "leið­rétta" þótt við höfum fyr­ir­fram enga kröfu gert um slíkt, og höfum enga knýj­andi þörf fyrir það.


 


Afsakið rant­ið, en mér finnst þetta svo mikil vit­leysa að ég get ekki orða bund­ist." 
Á myndinni sést niðurstaða leiðréttingarumsóknar hjónanna. Á mynd­inni sést nið­ur­staða leið­rétt­ing­ar­um­sóknar hjón­anna.

Auglýsing

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None