Leiðréttingardæmi: Seldi með hagnaði 2008 en fékk samt niðurfellingu

skuldanidurfelling.jpg
Auglýsing

Hjón sem seldu íbúð sína sum­arið 2008 á þriðj­ungi hærra verði en þau keyptu hana á fá rúm­lega 630 þús­und krónur í skulda­nið­ur­fell­ingu. Nið­ur­fell­ingin fer inn á nýtt hús­næð­is­lán þeirra sem þau tóku vegna kaupa á ein­býl­is­húsi árið 2011. Ein­býl­is­húsið hefði hækkað um þriðj­ung í verði síðan að hjónin keyptu það. Þetta kemur fram í bréfi sem annað hjón­anna sendi Kjarn­an­um.

Kjarn­inn hvetur les­endur til að senda sér fleiri dæmi um nið­ur­stöðu skulda­nið­ur­fell­inga á rit­stjórn­@kjarn­inn.­is.

Bréf les­and­ans:Þetta rugl er eitt­hvað það ófor­skammað­asta sem ég veit til þess að gert hafi verið í póli­tík og það þarf ekk­ert meira til að sýna fram á það, en nýja fréttin um grein­ina hans Boga í MBL er enn einn naglinn í þetta ferli.
Ég skrifa ykkur til að sýna fram á að það liggja alvöru dæmi á bak við töl­urnar í grein­inni.


 


Þannig er að við hjónin keyptum okkar fyrstu íbúð í árs­byrjun 2005 á um tólf millj­ónir króna og seldum hana svo sum­arið 2008, áður en við fluttum tíma­bundið af landi brott, á meira en þriðj­ungi hærra verði en við keyptum á. Við vorum bara mjög sátt, sér­stak­lega þegar komið var fram á haust­ið, eins og gefur að skilja.


 


Nema hvað, að þegar leið­rétt­ingin er svo aug­lýst, þá sækjum við um, aðal­lega fyrir for­vitni sakir enda áttum við ekki von á nein­u. 


 


Svo kemur nið­ur­stað­an. Við fáum útreikn­aða, af íbúð­ar­láni vegna kaupa sem við högn­uð­umst á, inn­borgun upp á 630 þús­und krónur úr rík­is­sjóði á nýja lánið sem við tókum vegna kaupa á ein­býl­is­húsi á suð­vest­ur­horn­inu árið 2011. Og - viti menn - það hús hefur hækkað um ca. þriðj­ung í verði síðan við keyptum það.  


 


Og við, sem erum í ein­hverju með­al­tekju­bili sam­kvæmt skil­grein­ingu, föllum þarna í ein­hvern hóp sem þarf - og á - að "bjarga" og "leið­rétta" þótt við höfum fyr­ir­fram enga kröfu gert um slíkt, og höfum enga knýj­andi þörf fyrir það.


 


Afsakið rant­ið, en mér finnst þetta svo mikil vit­leysa að ég get ekki orða bund­ist." 
Á myndinni sést niðurstaða leiðréttingarumsóknar hjónanna. Á mynd­inni sést nið­ur­staða leið­rétt­ing­ar­um­sóknar hjón­anna.

Auglýsing

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helgi Magnússon eignast allt Fréttablaðið – Jón Þórisson nýr ritstjóri
Fjárfestirinn Helgi Magnússon hefur keypt þann hluta í Torgi, útgáfufélagi Fréttablaðsins, sem hann átti ekki fyrir. Til stendur að sameina Fréttablaðið og Hringbraut.
Kjarninn 18. október 2019
Sívaxandi söfnuður kaþólsku kirkjunnar
Kaþólski söfnuðurinn hefur vaxið gífurlega hratt hér á landi á síðustu árum. Kaþólska kirkjan er í dag annað stærsta trúfélag landsins með yfir 14.400 einstaklinga skráða í söfnuðinn.
Kjarninn 18. október 2019
Ársreikningar stjórnmálaflokka fást ekki afhentir í heild
Ríkisendurskoðun telur sig ekki mega afhenda ársreikninga stjórnmálaflokka vegna síðasta árs í heild. Það var fyrsta árið í rekstri flokkanna eftir að ríkisframlag til þeirra var hækkað um 127 prósent.
Kjarninn 18. október 2019
Innri markaðurinn var hugmynd Breta
Gylfi Zoega hagfræðiprófessor fjallar um Brexit í Vísbendingu sem kemur til áskrifenda á morgun.
Kjarninn 17. október 2019
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None