Umbúðir Norður Salts tilnefndar til verðlauna

jonssonlemacks.jpg
Auglýsing

Aug­lýs­inga­­stof­an Jóns­­son & Le’macks hefur hlotið til­nefn­ingu til alþjóð­legu hönn­un­ar­verð­laun­anna Epica vegna umbúða­hönn­unar fyrir íslenska sjáv­ar­saltið Norður Salt. Með til­nefn­ing­unni hafa umbúð­irn­ar nú verið til­nefndar til þriggja eft­ir­sótt­ustu hönn­un­ar­verð­launa heims, segir í til­kynn­ingu frá Jóns­­son & Le’macks.

„Epica verð­launin hafa verið veitt í tæpa þrjá ára­tugi. Þau eru einu alþjóð­legu hönn­un­ar­verð­launin sem veitt eru af fjöl­miðlum og eiga rúm­lega fjöru­tíu tíma­rit, blöð og vef­fjöl­miðlar um heim allan sæti í dóm­nefnd. Norður Salt var í sumar til­nefnt til Cannes Lions hönn­un­ar­verð­laun­anna sem eru þau virt­ustu sem veitt eru fyrir hönnun í heim­in­um. Umbúð­irnar fengu einnig Red Dot verð­laun fyrr á þessu ári sem þykja þau eft­ir­sótt­ustu sem veitt eru á sviði vöru­hönn­un­ar. Með Epica til­nefn­ing­unni hefur Norður Salt því verið til­nefnt til þriggja eft­ir­sótt­ustu hönn­un­ar­verð­launa heims á árinu. Umbúð­irnar hafa auk þess unnið til fjölda verð­launa og við­ur­­­kenn­inga á Íslandi, bæði í FÍT keppn­inni og Lúðr­in­um,“ segir í til­kynn­ing­unni.

Hönn­uðir umbúð­anna eru Al­bert Muñoz, Sig­­urður Odds­­son og Þor­­leif­ur Gunn­ar Gísla­­son hjá Jóns­­son & Le’macks, í sam­­starfi við Jón Helga Hólm­­geir­s­­son vöru­hönnuð og teikn­­ar­ann Mark Sum­­­mers.

Auglýsing

Norð­ur­­salt kom á markað í októ­ber 2013 og hef­ur unnið sér fast­an sess á borðum ís­­lenskra kokka. Utan Íslands er Norð­ur­­salt nú fá­an­­legt í gæða­versl­un­um í Berlín og er frek­­ari sókn haf­in á mark­aði í Þýska­landi, á Norð­ur­­lönd­um, Ítal­­íu, í Jap­an og Banda­­ríkj­un­­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttir
None