Tuttugu og sjö ár eru liðin frá skattlausa árinu á Íslandi, 1987. Vegna kerfisbreytinga greiddu launþegar ekki skatta í ríkissjóð það ár. Aðgerðirnar og áhrifin hafa lengi verið kennslubókardæmi í mest seldu hagfræðikennslubók heims.
Hallgrímur Oddsson, blaðamaður og hagfræðingur.
Þótt ekki sé um sömu aðgerðir að ræða, þá má finna mikil líkindi með leiðréttingar-aðgerðum stjórnvalda í dag og skattlausa árinu 1987. Hallgrímur Oddsson, blaðamaður, rifjar upp skattlausa árið í hlaðvarpspistli og niðurstöður merkar hagfræðirannsóknar sem gerð var á „tilrauninni“, og spyr hverju búast megi við í kjölfar leiðréttingarinnar.
Auglýsing