Íslandsbanki segir upp samningum við VISA og Valitor

--slandsbanki-8-715x480.jpg
Auglýsing

Íslands­banki hefur sagt upp samn­ingum sínum við alþjóð­lega greiðslu­korta­fyr­ir­tækið VISA, og íslenska greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor. Íslands­banki hefur und­ir­ritað samn­ing við Borg­un, sem mun fram­vegis sjá um allar korta­færslur við­skipta­vina bank­ans. Þá hyggst bank­inn fram­vegis ein­vörð­ung­u ­gefa út greiðslu­kort undir merkjum Mastercard, og hefur gert við­skipta­vinum sínum við­vart um breyt­ing­una, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Bank­inn hyggst með þessu ein­falda verk­lag og auka skil­virkni varð­andi greiðslu­korta­við­skipti, en fram til þessa hefur Íslands­banki átt í við­skiptum við bæði Borgun og Valitor. Valið á milli þess að beina við­skiptum sínum alfarið ýmist til VISA eða Mastercard réðst eftir útboð bank­ans, þar sem greiðslu­kort­ar­isarnir keppt­ust um hit­una. Íslands­banki á ráð­andi hlut í Borg­un, en valið á milli Borg­unar og Valitor réðst eftir úttekt end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins KPMG.

Mikið högg fyrir ValitorSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans má áætla að Valitor verði af tekjum sem nema hund­ruðum millj­óna króna á ári, eftir upp­sögn Íslands­banka á samn­ingnum við greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar bank­ans við VISA og Valitor renna úr gildi á næstu mán­uð­um, en þeim verður fram­lengt mánuð í senn þar til yfir­færsl­unni lýk­ur. Valitor vildi ekki veita neinar upp­lýs­ingar um málið þegar eftir því var leit­að.

Við­skipta­vinir Íslands­banka, sem hafa not­ast við VISA greiðslu­kort fá send ný Mastercard debet- og kredit­kort í pósti, sem er nýbreytni hér á landi, sem þeir geta svo virkjað í heima­banka Íslands­banka innan tveggja ­mán­aða. Með nýjum Mastercard greiðslu­kortum Íslands­banka munu við­skipta­vinir bank­ans geta fram­kvæmt snerti­lausar greiðsl­ur, með því að bera greiðslu­kort sín upp að pos­um. Íslands­banki áætlar að það muni taka tvö til þrjú ár að skipta út VISA greiðslu­kort­unum fyrir Mastercard, en ráð­ist verður í yfir­færsl­una í áföng­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru frek­ari breyt­ingar á íslenska korta­mark­aðnum í far­vatn­inu, en þar eru gríð­ar­legar fjár­hæðir und­ir.

 

 

 

 

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiFréttir
None