Íslandsbanki segir upp samningum við VISA og Valitor

--slandsbanki-8-715x480.jpg
Auglýsing

Íslands­banki hefur sagt upp samn­ingum sínum við alþjóð­lega greiðslu­korta­fyr­ir­tækið VISA, og íslenska greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tækið Valitor. Íslands­banki hefur und­ir­ritað samn­ing við Borg­un, sem mun fram­vegis sjá um allar korta­færslur við­skipta­vina bank­ans. Þá hyggst bank­inn fram­vegis ein­vörð­ung­u ­gefa út greiðslu­kort undir merkjum Mastercard, og hefur gert við­skipta­vinum sínum við­vart um breyt­ing­una, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans.

Bank­inn hyggst með þessu ein­falda verk­lag og auka skil­virkni varð­andi greiðslu­korta­við­skipti, en fram til þessa hefur Íslands­banki átt í við­skiptum við bæði Borgun og Valitor. Valið á milli þess að beina við­skiptum sínum alfarið ýmist til VISA eða Mastercard réðst eftir útboð bank­ans, þar sem greiðslu­kort­ar­isarnir keppt­ust um hit­una. Íslands­banki á ráð­andi hlut í Borg­un, en valið á milli Borg­unar og Valitor réðst eftir úttekt end­ur­skoð­un­ar­fyr­ir­tæk­is­ins KPMG.

Mikið högg fyrir ValitorSam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans má áætla að Valitor verði af tekjum sem nema hund­ruðum millj­óna króna á ári, eftir upp­sögn Íslands­banka á samn­ingnum við greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­ið. Samn­ingar bank­ans við VISA og Valitor renna úr gildi á næstu mán­uð­um, en þeim verður fram­lengt mánuð í senn þar til yfir­færsl­unni lýk­ur. Valitor vildi ekki veita neinar upp­lýs­ingar um málið þegar eftir því var leit­að.

Við­skipta­vinir Íslands­banka, sem hafa not­ast við VISA greiðslu­kort fá send ný Mastercard debet- og kredit­kort í pósti, sem er nýbreytni hér á landi, sem þeir geta svo virkjað í heima­banka Íslands­banka innan tveggja ­mán­aða. Með nýjum Mastercard greiðslu­kortum Íslands­banka munu við­skipta­vinir bank­ans geta fram­kvæmt snerti­lausar greiðsl­ur, með því að bera greiðslu­kort sín upp að pos­um. Íslands­banki áætlar að það muni taka tvö til þrjú ár að skipta út VISA greiðslu­kort­unum fyrir Mastercard, en ráð­ist verður í yfir­færsl­una í áföng­um.

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru frek­ari breyt­ingar á íslenska korta­mark­aðnum í far­vatn­inu, en þar eru gríð­ar­legar fjár­hæðir und­ir.

 

 

 

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hluti ríkisstjórnar Íslands.
Fylgisaukning ríkisstjórnarinnar að mestu gengin til baka
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast nú sameiginlega með 40,5 prósent fylgi. Það er nánast sama fylgi og Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast sameiginlega með. Mestu munar um lítinn stuðning við Framsóknarflokkinn.
Kjarninn 26. maí 2020
Myrka Ísland
Myrka Ísland
Myrka Ísland – Móðir mín í kví kví
Kjarninn 26. maí 2020
Borghildur Sölvey Sturludóttir
Af ást til skipulagsmála
Kjarninn 26. maí 2020
Hin flókna leið Icelandair að framhaldslífi
Þótt hluthafafundur Icelandair hafi samþykkt að leyfa félaginu að halda hlutafjárútboð eru mörg ljón í veginum að því markmiði að tryggja því rekstrarhæfi til framtíðar. Margt hefur verið gert á skömmum tíma til að gera stöðu Icelandair betri.
Kjarninn 26. maí 2020
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiFréttir
None