Eru danskir stjórnmálamenn gungur?

000-APP2000092962889-1.jpg
Auglýsing

Þessa fyr­ir­sögn mátti sjá í einu dönsku dag­blað­anna fyrr í vik­unni. Til­efn­i hennar var sú ákvörðun danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ans, Mari­anne Jel­ved, að aflýsa fyr­ir­hug­uðum fundi með Ai Weiwei einum þekktasta and­ófs­manni Kína. Danskir frétta­skýrendur segja stjórn­mála­menn æ oftar setja við­skipta­hags­muni ofar mann­rétt­indum í sam­skiptum sínum við stór­þjóðir og þessi ákvörðun ráð­herr­ans sé nýjasta dæm­ið.

Í lok síð­asta mán­aðar hófst í Kína dönsk lista­há­tíð sem stendur fram á mitt næsta ár. Þessi hátíð er sú lang umfangs­mesta sem Danir hafa staðið fyrir utan heima­lands­ins og þar verður í boði margt af því besta sem Danir hafa upp á að bjóða, á sviði tón- og mynd­list­ar, kvik­mynda og sviðs­lista. Margir danskir lista­menn hafa ásamt emb­ætt­is­mönnum menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um nokk­urra ára skeið unnið að und­ir­bún­ingi hátíð­ar­innar í sam­vinnu við kín­verska emb­ætt­is­menn. Það er þó ekki bara þessi lista­há­tíð í Kína sem kín­versk og dönsk stjórn­völd hafa tekið saman höndum um. Kín­verska ríkið keypti nefni­lega fyrir skömmu stórt hús á besta stað hér í Kaup­manna­höfn og þar verður innan nokk­urra mán­aða opnað kín­verskt menn­ing­ar­hús.

Marianne Jelved, menningarmálaráðherra Danmerkur, ásamt kínverskum embættismanni, við formlega opnun dönsku listahátíðarinnar í Kína. Mari­anne Jel­ved, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur, ásamt kín­verskum emb­ætt­is­manni, við form­lega opnun dönsku lista­há­tíð­ar­innar í Kína.

Auglýsing

 

Þetta umrædda hús stendur skammt frá Löngu­brú, hýsti áður Musikkonservator­i­et, tón­list­ar­há­skól­ann. Í næsta húsi er Ny Carls­berg Glyp­to­t­ek, eitt þekktasta lista­safn Dan­merk­ur, Tívolí er svo þar við hlið­ina. Þetta nýja kín­verska menn­ing­ar­hús er því eng­inn úthverfa­kofi (eins og einn þing­maður orð­aði það) og þar ætla Kín­verjar sér að reka öfl­uga menn­ing­ar­starf­semi. Dönsk stjórn­völd lögðu blessun sína yfir þessar áætl­anir og lýstu mik­illi ánægju. Ekki munu for­dæmi fyrir slíku kín­versku menn­ing­ar­húsi utan Kína. Kín­verjar og Danir eru semsé í nánu sam­starfi á menn­ing­ar­svið­inu

Kín­areisa Litlu haf­meyj­unnarAug­ljóst tákn þess hve mikla áherslu Danir leggja á sam­vinnu við Kín­verja er þeir lán­uðu sjálfa Litlu haf­meyj­una á heims­sýn­ing­una í Shang­hai árið 2010. Hún hafði setið á steini sínum við Löngu­línu frá því í ágúst 1913, og þrátt fyrir mörg hund­ruð beiðnir um að fá þessa þekkt­ustu mynda­styttu á Norð­ur­löndum „lán­aða“ á sýn­ing­ar, utan lands og innan hafði öllum slíkum beiðnum verið synj­að. Þangað til Kín­verjar föl­uð­ust eftir henni. Eins og vænta mátti vakti styttan mikla athygli á sýn­ing­unni og dönsku ferða­mála­sam­tökin telja að sú athygli og umfjöllun kín­verskra fjöl­miðla eigi stóran þátt í því að kín­verkum ferða­mönnum í Dan­mörku hefur fjölgað mikið á síð­ustu fjórum árum. Séu Kín­verjar spurðir um Dan­mörku nefna þeir fyrst af öllu Litlu haf­meyj­una, svo H.C And­er­sen (sögur hans njóta mik­illa vin­sælda í Kína), í þriðja lagi danska hönnun og hús­gögn, þar á eftir nefna þeir vindmyllur og danska bjór­inn.

Hér má sjá þegar Litla hafmeyjan lagði af stað í langt ferðalag sitt til Kína. Hér má sjá þegar Litla haf­meyjan lagði af stað í langt ferða­lag sitt til Kína.

"Kína er land danskra við­skipta­tæki­færa"    Þessi orð lét danskur ráð­herra falla í blaða­við­tali fyrir skömmu. Hann sagði að sú mikla land­kynn­ing og með­byr sem Dan­mörk hefði fengið í Kína væri járn sem Danir ættu sann­ar­lega að hamra meðan það væri heitt, eins og hann komst að orði. Ráð­herr­ann nefndi sér­stak­lega hús­bún­að, mjólk­ur­vörur (sem Kín­verjar sækj­ast mjög eft­ir) og alls kyns tækni­bún­að. Hann gat í þessu sam­bandi sér­stak­lega um Grund­fos og Dan­foss, tvö heims­þekkt dönsk fyr­ir­tæki sem sam­tals eru með nálægt fimm­tíu þús­und starfs­menn. Fyrir utan svo svína­kjötið og allt ann­að, bætti ráð­herr­ann við.

Allar dyr ekki lengur galopnarBanda­ríska dag­blaðið The New York Times (NYT) fjall­aði fyrir skömmu ítar­lega um kín­versk efna­hags­mál og starf­semi erlendra fyr­ir­tækja í land­inu. Þar kemur fram að eftir að Kín­verjar fengu aðild að Alþjóða við­skipta­stofn­un­inni árið 2001 sótt­ust þeir ákaft eftir að fá erlend fyr­ir­tæki, einkum stór­fyr­ir­tæki til lands­ins. Þetta er að breyt­ast og nú standa ekki allar dyr lengur opn­ar, Kín­verjar gera aðrar og meiri kröfur til erlendra fyr­ir­tækja, farnir að velja vin­ina, eins og NYT orðar það. Þeir sem nú þegar eru góð­vinir Kín­verja standa því mun betur að vígi segir blaða­maður NYT og þótt hann nefni engin nöfn fer ekki á milli mála að Dan­mörk er í góð­vina­hópn­um.

Af hverju hætti ráð­herr­ann við að hitta and­ófs­mann­inn?Þessa spurn­ingu lögðu nokkrir danskir þing­menn fyrir Mari­anne Jel­ved. Var það vegna þess að ekki var pláss í dag­skránni eða var það kannski vegna þess að ráð­herr­ann vildi ekki styggja kín­verska ráða­menn sem eru ekki par hrifnir af Ai Weiwei?

Mari­anne Jel­ved svar­aði því til að þegar hún var komin til Kína og hitti þar ýmsa af æðstu ráða­mönnum lands­ins hefði runnið upp fyrir sér að kannski væri rétt­ast af sér að sleppa því að hitta Ai Weiwei. Hún hefði hins­vegar rætt mann­rétt­inda­mál við kín­verska ráða­menn og hitt ýmsa and­ófs­menn aðra. Þetta er, segja sumir danskir fjöl­miðl­ar, ekk­ert annað en und­ir­lægju­háttur og ótti við kín­versk stjórn­völd.

Síður en svo eina dæmið    Þótt hér hafi aðeins verið fjallað um sam­skipti danskra ráða­manna við Kín­verja væri hægt að nefna mörg hlið­stæð mál. Fyrir nokkru var greint frá því í fjöl­miðlum að Tyrkir hefðu sleppt úr haldi manni sem talið var að hefði, í febr­úar í fyrra, reynt að skjóta danska rit­höf­und­inn Lars Hedegaard. Til­ræði­mað­ur­inn var hand­tek­inn í Ist­an­búl í apríl síð­ast­liðn­um. Þegar það frétt­ist hingað til Dan­merkur að mann­inum hefði verið sleppt varð uppi fótur og fit, sumir þing­menn heimt­uðu að stjórn­mála­sam­bandi við Tyrki yrði slit­ið, farið yrði fram á refsi­að­gerðir af hálfu ESB og fleira var nefnt. Ekk­ert gerð­ist þó og fyrir nokkrum dögum lýsti utan­rík­is­ráð­herr­ann því yfir að góð sam­skipti við Tyrki væru mik­il­væg­ari en svo að þeim yrði stefnt í hættu út af einum manni sem sleppt hefði verið úr fang­elsi.

Lars Hedegaard. Lars Hedegaar­d.

Gungu­háttur eða skyn­semi?Dag­blaðið sem varp­aði fram spurn­ing­unni sem er yfir­skrift þessa pistils bar hana undir nokkra danska stjórn­mála­menn og framá­menn í við­skipta­líf­inu. Eng­inn þeirra vildi taka svo djúpt í árinni að tala um gungu­hátt. Flestir sögðu sem svo að danskir stjórn­mála­menn yrðu að hafa hags­muni þess­arar smá­þjóðar að leið­ar­ljósi og stíga var­lega til jarðar hverju sinni. Það þýddi hins­vegar ekki að menn yrðu að beygja sig í duft­ið.

„Línu­dans er list” sagði einn sem við var rætt og bætti við „ef maður heldur ekki jafn­væg­inu dettur maður af kaðl­in­um.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None