Eru danskir stjórnmálamenn gungur?

000-APP2000092962889-1.jpg
Auglýsing

Þessa fyr­ir­sögn mátti sjá í einu dönsku dag­blað­anna fyrr í vik­unni. Til­efn­i hennar var sú ákvörðun danska menn­ing­ar­mála­ráð­herr­ans, Mari­anne Jel­ved, að aflýsa fyr­ir­hug­uðum fundi með Ai Weiwei einum þekktasta and­ófs­manni Kína. Danskir frétta­skýrendur segja stjórn­mála­menn æ oftar setja við­skipta­hags­muni ofar mann­rétt­indum í sam­skiptum sínum við stór­þjóðir og þessi ákvörðun ráð­herr­ans sé nýjasta dæm­ið.

Í lok síð­asta mán­aðar hófst í Kína dönsk lista­há­tíð sem stendur fram á mitt næsta ár. Þessi hátíð er sú lang umfangs­mesta sem Danir hafa staðið fyrir utan heima­lands­ins og þar verður í boði margt af því besta sem Danir hafa upp á að bjóða, á sviði tón- og mynd­list­ar, kvik­mynda og sviðs­lista. Margir danskir lista­menn hafa ásamt emb­ætt­is­mönnum menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­is­ins um nokk­urra ára skeið unnið að und­ir­bún­ingi hátíð­ar­innar í sam­vinnu við kín­verska emb­ætt­is­menn. Það er þó ekki bara þessi lista­há­tíð í Kína sem kín­versk og dönsk stjórn­völd hafa tekið saman höndum um. Kín­verska ríkið keypti nefni­lega fyrir skömmu stórt hús á besta stað hér í Kaup­manna­höfn og þar verður innan nokk­urra mán­aða opnað kín­verskt menn­ing­ar­hús.

Marianne Jelved, menningarmálaráðherra Danmerkur, ásamt kínverskum embættismanni, við formlega opnun dönsku listahátíðarinnar í Kína. Mari­anne Jel­ved, menn­ing­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur, ásamt kín­verskum emb­ætt­is­manni, við form­lega opnun dönsku lista­há­tíð­ar­innar í Kína.

Auglýsing

 

Þetta umrædda hús stendur skammt frá Löngu­brú, hýsti áður Musikkonservator­i­et, tón­list­ar­há­skól­ann. Í næsta húsi er Ny Carls­berg Glyp­to­t­ek, eitt þekktasta lista­safn Dan­merk­ur, Tívolí er svo þar við hlið­ina. Þetta nýja kín­verska menn­ing­ar­hús er því eng­inn úthverfa­kofi (eins og einn þing­maður orð­aði það) og þar ætla Kín­verjar sér að reka öfl­uga menn­ing­ar­starf­semi. Dönsk stjórn­völd lögðu blessun sína yfir þessar áætl­anir og lýstu mik­illi ánægju. Ekki munu for­dæmi fyrir slíku kín­versku menn­ing­ar­húsi utan Kína. Kín­verjar og Danir eru semsé í nánu sam­starfi á menn­ing­ar­svið­inu

Kín­areisa Litlu haf­meyj­unnarAug­ljóst tákn þess hve mikla áherslu Danir leggja á sam­vinnu við Kín­verja er þeir lán­uðu sjálfa Litlu haf­meyj­una á heims­sýn­ing­una í Shang­hai árið 2010. Hún hafði setið á steini sínum við Löngu­línu frá því í ágúst 1913, og þrátt fyrir mörg hund­ruð beiðnir um að fá þessa þekkt­ustu mynda­styttu á Norð­ur­löndum „lán­aða“ á sýn­ing­ar, utan lands og innan hafði öllum slíkum beiðnum verið synj­að. Þangað til Kín­verjar föl­uð­ust eftir henni. Eins og vænta mátti vakti styttan mikla athygli á sýn­ing­unni og dönsku ferða­mála­sam­tökin telja að sú athygli og umfjöllun kín­verskra fjöl­miðla eigi stóran þátt í því að kín­verkum ferða­mönnum í Dan­mörku hefur fjölgað mikið á síð­ustu fjórum árum. Séu Kín­verjar spurðir um Dan­mörku nefna þeir fyrst af öllu Litlu haf­meyj­una, svo H.C And­er­sen (sögur hans njóta mik­illa vin­sælda í Kína), í þriðja lagi danska hönnun og hús­gögn, þar á eftir nefna þeir vindmyllur og danska bjór­inn.

Hér má sjá þegar Litla hafmeyjan lagði af stað í langt ferðalag sitt til Kína. Hér má sjá þegar Litla haf­meyjan lagði af stað í langt ferða­lag sitt til Kína.

"Kína er land danskra við­skipta­tæki­færa"    Þessi orð lét danskur ráð­herra falla í blaða­við­tali fyrir skömmu. Hann sagði að sú mikla land­kynn­ing og með­byr sem Dan­mörk hefði fengið í Kína væri járn sem Danir ættu sann­ar­lega að hamra meðan það væri heitt, eins og hann komst að orði. Ráð­herr­ann nefndi sér­stak­lega hús­bún­að, mjólk­ur­vörur (sem Kín­verjar sækj­ast mjög eft­ir) og alls kyns tækni­bún­að. Hann gat í þessu sam­bandi sér­stak­lega um Grund­fos og Dan­foss, tvö heims­þekkt dönsk fyr­ir­tæki sem sam­tals eru með nálægt fimm­tíu þús­und starfs­menn. Fyrir utan svo svína­kjötið og allt ann­að, bætti ráð­herr­ann við.

Allar dyr ekki lengur galopnarBanda­ríska dag­blaðið The New York Times (NYT) fjall­aði fyrir skömmu ítar­lega um kín­versk efna­hags­mál og starf­semi erlendra fyr­ir­tækja í land­inu. Þar kemur fram að eftir að Kín­verjar fengu aðild að Alþjóða við­skipta­stofn­un­inni árið 2001 sótt­ust þeir ákaft eftir að fá erlend fyr­ir­tæki, einkum stór­fyr­ir­tæki til lands­ins. Þetta er að breyt­ast og nú standa ekki allar dyr lengur opn­ar, Kín­verjar gera aðrar og meiri kröfur til erlendra fyr­ir­tækja, farnir að velja vin­ina, eins og NYT orðar það. Þeir sem nú þegar eru góð­vinir Kín­verja standa því mun betur að vígi segir blaða­maður NYT og þótt hann nefni engin nöfn fer ekki á milli mála að Dan­mörk er í góð­vina­hópn­um.

Af hverju hætti ráð­herr­ann við að hitta and­ófs­mann­inn?Þessa spurn­ingu lögðu nokkrir danskir þing­menn fyrir Mari­anne Jel­ved. Var það vegna þess að ekki var pláss í dag­skránni eða var það kannski vegna þess að ráð­herr­ann vildi ekki styggja kín­verska ráða­menn sem eru ekki par hrifnir af Ai Weiwei?

Mari­anne Jel­ved svar­aði því til að þegar hún var komin til Kína og hitti þar ýmsa af æðstu ráða­mönnum lands­ins hefði runnið upp fyrir sér að kannski væri rétt­ast af sér að sleppa því að hitta Ai Weiwei. Hún hefði hins­vegar rætt mann­rétt­inda­mál við kín­verska ráða­menn og hitt ýmsa and­ófs­menn aðra. Þetta er, segja sumir danskir fjöl­miðl­ar, ekk­ert annað en und­ir­lægju­háttur og ótti við kín­versk stjórn­völd.

Síður en svo eina dæmið    Þótt hér hafi aðeins verið fjallað um sam­skipti danskra ráða­manna við Kín­verja væri hægt að nefna mörg hlið­stæð mál. Fyrir nokkru var greint frá því í fjöl­miðlum að Tyrkir hefðu sleppt úr haldi manni sem talið var að hefði, í febr­úar í fyrra, reynt að skjóta danska rit­höf­und­inn Lars Hedegaard. Til­ræði­mað­ur­inn var hand­tek­inn í Ist­an­búl í apríl síð­ast­liðn­um. Þegar það frétt­ist hingað til Dan­merkur að mann­inum hefði verið sleppt varð uppi fótur og fit, sumir þing­menn heimt­uðu að stjórn­mála­sam­bandi við Tyrki yrði slit­ið, farið yrði fram á refsi­að­gerðir af hálfu ESB og fleira var nefnt. Ekk­ert gerð­ist þó og fyrir nokkrum dögum lýsti utan­rík­is­ráð­herr­ann því yfir að góð sam­skipti við Tyrki væru mik­il­væg­ari en svo að þeim yrði stefnt í hættu út af einum manni sem sleppt hefði verið úr fang­elsi.

Lars Hedegaard. Lars Hedegaar­d.

Gungu­háttur eða skyn­semi?Dag­blaðið sem varp­aði fram spurn­ing­unni sem er yfir­skrift þessa pistils bar hana undir nokkra danska stjórn­mála­menn og framá­menn í við­skipta­líf­inu. Eng­inn þeirra vildi taka svo djúpt í árinni að tala um gungu­hátt. Flestir sögðu sem svo að danskir stjórn­mála­menn yrðu að hafa hags­muni þess­arar smá­þjóðar að leið­ar­ljósi og stíga var­lega til jarðar hverju sinni. Það þýddi hins­vegar ekki að menn yrðu að beygja sig í duft­ið.

„Línu­dans er list” sagði einn sem við var rætt og bætti við „ef maður heldur ekki jafn­væg­inu dettur maður af kaðl­in­um.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði.
Ekki æskilegt að einblína á fjölgun starfa í ferðaþjónustu í hálaunalandi eins og Íslandi
Prófessor í hagfræði segir að ferðaþjónusta sé grein sem þrífist best í löndum þar sem vinnuafl er ódýrt. Endurreisn ferðaþjónustu í sömu mynd og áður sé því varla æskileg, enda hafi hún að uppistöðu verið mönnum með innfluttu vinnuafli.
Kjarninn 1. júní 2020
Barnabætur og sérstakur barnabótaauki skilaði 15 milljörðum til barnafjölskyldna
Íslenska barnabótakerfið hefur verið harðlega gagnrýnt undanfarin ár fyrir að vera fyrst og fremst nokkurs konar fátækrahjálp við tekjulágar fjölskyldur. Tekjutengdu bæturnar hækkuðu lítillega í fyrra og sérstakur barnabótaauki var greiddur út á föstudag.
Kjarninn 1. júní 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóra Samherja.
Sjávarútvegsfyrirtæki fengu 175 milljónir króna úr hlutabótaleiðinni
Tvö dótturfyrirtæki Samherja skera sig úr á meðal sjávarútvegsfyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina. Alls voru 245 starfsmenn þeirra settir á leiðina. Samstæðan ætlar að endurgreiða ríkissjóði greiðslurnar sem hún fékk.
Kjarninn 1. júní 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Tölum íslensku við útlendinga
Kjarninn 1. júní 2020
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Fyrirtækin sem ætla að endurgreiða hlutabætur fá reikning í vikunni
Stöndug fyrirtæki sem nýttu sér hlutabótaleiðina, en hafa óskað eftir því að fá að endurgreiða það sem þau fengu úr ríkissjóði í gegnum hana, munu fá send skilaboð í vikunni um hvað þau skulda og hvernig þau eiga að borga.
Kjarninn 1. júní 2020
Landamæri margra landa opna á nýjan leik á næstunni. En ferðamennska sumarsins 2020 verður með öðru sniði en venjulega.
Lokkandi ferðatilboð í skugga hættu á annarri bylgju
Lægri skattar, niðurgreiðslur á ferðum og gistingu, ókeypis gisting og læknisaðstoð ef til veikinda kemur eru meðal þeirra aðferða sem lönd ætla að beita til að lokka ferðamenn til sín. Á sama tíma vara heilbrigðisyfirvöld við hættunni á annarri bylgju.
Kjarninn 1. júní 2020
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Glæpur og refsing: Skipta kyn og kynþáttur máli?
Kjarninn 1. júní 2020
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None