Leiðréttingin: Þriðjungur skuldaði minna en tíu milljónir

18417150919_8ced912150_k-1.jpg
Auglýsing

Um 18 þúsund heimili, af alls um 57 þúsund heimilum sem fengu skuldalækkun með Leiðréttingunni, skulduðu minna en tíu milljónir króna af verðtryggðu húsnæðisláni. Það er um þriðjungur þeirra sem fengu skuldalækkun. Innan við sjö þúsund heimili skulduðu yfir 35 milljónir króna, liðlega 33 þúsund heimila skulduðu minna en 20 milljónir og tæplega 90 prósent þeirra heimila sem áttu eftirstöðvar skulduðu innan við þrjátíu milljónir króna. Þetta er meðal þess sem lesa má úr skýrslu fjármálaráðherra um lækkun höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána.

Grafið hér að neðan er unnið upp úr skýrslunni, þar sem sambærileg mynd er birt, og sýnir fjölda heimila eftir eftirstöðvum fasteignaskulda. Flestir skulduðu árið 2013, á viðmiðunarárinu, innan við tíu milljónir króna.


Fram kemur í skýrslunni að þau heimili sem skulduðu minna en 30 milljónir króna, það eru tæplega 89% þeirra sem fengu Leiðréttingu, fengu að meðaltali 1.130 þúsund króna lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána. „Á heildina litið sóttu 78% heimila sem skulduðu í íbúð sinni um lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána. Heimili sem skulduðu á bilinu 35 til 50 milljónir króna fengu hæstu lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána, að meðaltali 1.940 þúsund krónur.“

Auglýsing

Alls bárust 69 þúsund umsóknir um lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána vegna áranna 2008 og 2009. Að baki þessara umsókna voru 105 þúsund fullorðnir einstaklingar. Af umsækjendum áttu liðlega 90 þúsund rétt á lækkun höfuðstóls.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None