Leiðrétting ríkisstjórnarinnar, sem í felst 80 milljarða króna greiðsla úr ríkissjóði til þess hóps sem var með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2008 og 2009, mun dragast frá þeirri endurgreiðslukröfu sem mun skapast komist Hæstiréttur Íslands að það hafi ekki verið heimilt að miða við 0 prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði. Við þá niðurstöðu gætu allir lánveitendur þurft að borga til baka allan verðbætur vegna bílalána, yfirdrátta og annarra verðtryggðra neytendalána sem tekin hafa verið frá því að tilskipun Evrópusambandsins var innleidd árið 1994. Fasteignalán voru svo felld undir tilskipunina árið 2000 og endurgreiðslur vegna þeirra frá þeim tíma myndu bætast við.
EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ekki sé heimilt að miða við 0 prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ef verðbólgan er hærri eða lægri en sú tala. Dómstóllinn var beðinn um að gefa ráðgefandi álit í máli Sævars Jóns Gunnarssonar gegn Landsbankanum, sem höfðað hafði verið vegna verðtryggðs neytendaláns sem Sævar tók haustið 2008. Í niðurstöðunni segir einnig að það sé landsdómstóls að meta hvaða áhrif það hafi að gefa rangar uppýsingar um heildarlántökukostnað og hvaða úrræðum sé hægt að beita til að bæta fyrir þær upplýsingar. Sá landsdómstóll verður á endanum Hæstiréttur Íslands.
EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ekki sé heimilt að miða við 0 prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ef verðbólgan er hærri eða lægri en sú tala.
Þiggjendur Leiðréttingar fyrirgera ekki rétti sínum
Bráðlega verður byrjað að greiða út allt að 80 milljarða króna til afmarkaðs hóps sem fellur innan skilgreiningar ríkisstjórnarinnar á því að hafa orðið fyrir forsendubresti vegna hækkandi verðbólgu frá byrjun árs 2008 og fram til loka árs 2009.
Samkvæmt þessari leið munu þau íslensku heimili sem fá skuldaniðurfellingu fá allt að fjórar milljónir króna hvert inn á höfuðstól lána sinna og fá þá upphæð greidda á næstu árum.
Ef niðurstaða Hæstaréttar Íslands í verðtryggingarmálinu verður sú að lánveitendur eigi að endurgreiða verðbætur, verðtryggðra lána til lántakenda þýðir það að hundruðir, ef ekki þúsundir, milljarða króna munu fara frá ríki, fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum til einstaklinga.
Þau heimili sem þiggja Leiðréttinguna munu ekki fyrirgera rétti sínum til að fá enn meira við þá niðurstöðu.
Þau heimili sem þiggja Leiðréttinguna munu ekki fyrirgera rétti sínum til að fá enn meira við þá niðurstöðu. Því mætti líta svo á að hinar pólitískt ákveðnu skuldaleiðréttingar handa afmörkuðum hópi, sem gengur líka undir nafninu Leiðréttingin, verði frádráttarbær frá niðurfellingu verðtryggingarinnar.