Leiðréttingin verður frádráttarbær en hindrar ekki frekari greiðslur

skuldanidurfelling.jpg
Auglýsing

Leið­rétt­ing rík­is­stjórn­ar­inn­ar, sem í felst 80 millj­arða króna greiðsla úr rík­is­sjóði til þess hóps sem var með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009, mun drag­ast frá þeirri end­ur­greiðslu­kröfu sem mun skap­ast kom­ist Hæsti­réttur Íslands að það hafi ekki verið heim­ilt að miða við 0 pró­sent verð­bólgu við útreikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostn­að­i.  Við þá nið­ur­stöðu gætu allir lán­veit­endur þurft að borga til baka allan verð­bæt­ur ­vegna bíla­lána, yfir­drátta og ann­arra verð­tryggðra neyt­enda­lána sem tekin hafa verið frá því að til­skipun Evr­ópu­sam­bands­ins var inn­leidd árið 1994. Fast­eigna­lán voru svo felld undir til­skip­un­ina árið 2000 og end­ur­greiðslur vegna þeirra frá þeim tíma myndu bæt­ast við.

EFTA-­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu í morgun að ekki sé heim­ilt að miða við 0 pró­sent verð­bólgu við útreikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostn­aði ef verð­bólgan er hærri eða lægri en sú tala. Dóm­stóll­inn var beð­inn um að gefa ráð­gef­andi álit í máli Sæv­ars Jóns Gunn­ars­sonar gegn Lands­bank­an­um, sem höfðað hafði verið vegna verð­tryggðs neyt­enda­láns sem Sævar tók haustið 2008. Í nið­ur­stöð­unni segir einnig að það sé lands­dóm­stóls að meta hvaða áhrif það hafi að gefa rangar upp­ýs­ingar um heild­ar­lán­töku­kostnað og hvaða úrræðum sé hægt að beita til að bæta fyrir þær upp­lýs­ing­ar. Sá lands­dóm­stóll verður á end­anum Hæsti­réttur Íslands.

EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í morgun að ekki sé heimilt að miða við 0 prósent verðbólgu við útreikning á heildarlántökukostnaði ef verðbólgan er hærri eða lægri en sú tala. EFTA-­dóm­stóll­inn komst að þeirri nið­ur­stöðu í morgun að ekki sé heim­ilt að miða við 0 pró­sent verð­bólgu við útreikn­ing á heild­ar­lán­töku­kostn­aði ef verð­bólgan er hærri eða lægri en sú tala.

Auglýsing

Þiggj­endur Leið­rétt­ingar fyr­ir­gera ekki rétti sínumBráð­lega verður byrjað að greiða út allt að 80 millj­arða króna til afmark­aðs hóps sem fellur innan skil­grein­ingar rík­is­stjórn­ar­innar á því að hafa orðið fyrir for­sendu­bresti vegna hækk­andi verð­bólgu  frá byrjun árs 2008 og fram til loka árs 2009.

Sam­kvæmt þess­ari leið munu þau íslensku heim­ili sem fá skulda­nið­ur­fell­ingu fá allt að fjórar millj­ónir króna hvert inn á höf­uð­stól lána sinna og fá þá upp­hæð greidda á næstu árum.

Ef nið­ur­staða Hæsta­réttar Íslands í verð­trygg­ing­ar­mál­inu verður sú að lán­veit­endur eigi að end­ur­greiða verð­bæt­ur, verð­tryggðra lána til lán­tak­enda þýðir það að hund­ruð­ir, ef ekki þús­und­ir, millj­arða króna munu fara frá ríki, fjár­mála­fyr­ir­tækjum og líf­eyr­is­sjóðum til ein­stak­linga.

Þau heim­ili sem þiggja Leið­rétt­ing­una munu ekki fyr­ir­gera rétti sínum til að fá enn meira við þá niðurstöðu.

Þau heim­ili sem þiggja Leið­rétt­ing­una munu ekki fyr­ir­gera rétti sínum til að fá enn meira við þá nið­ur­stöðu. Því mætti líta svo á að hinar póli­tískt ákveðnu skulda­leið­rétt­ingar handa afmörk­uðum hópi, sem gengur líka undir nafn­inu Leið­rétt­ing­in, verði frá­drátt­ar­bær frá nið­ur­fell­ingu verð­trygg­ing­ar­inn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None