Leiðtogar framtíðarinnar alast upp í sama hverfi í Stokkhólmi

Strandv.gen_33_Djursholm_2013.jpg
Auglýsing

Margir hafa þá mynd af Sví­þjóð að hún sé stétt­laust land. Hér er ekki bara áhersla á jöfnuð heldur hefur jan­telagen, eins og það er kallað í Sví­þjóð, haft mikil áhrif. Grunn­hug­myndin var að allir hefðu sömu tæki­færi en um leið voru þeir litnir horn­auga sem gerðu mikið úr sjálfum sér eða gort­uðu af eigin afrek­um. Engu að síður er mjög áhrifa­mikil yfir­stétt í land­inu sem hefur meiri auð milli hand­anna en flestir geta ímyndað sér.

Þótt rík­ustu Sví­arnir dreif­ist vissu­lega um landið má segja að rjóm­inn af yfir­stétt­inni hafi nán­ast tekið yfir heilt hverfi í útjaðri Stokk­hólms. Á Djurs­holm búa um níu þús­und manns og þar eru teknar ákvarð­anir sem ráða miklu um örlög þjóð­ar­inn­ar.

Rann­sak­aði Djurs­holm í mörg ár



Ný­lega kom út löng og mikil bók sem fjallar um hverfið og íbúa þess. Höf­und­ur­inn er Mik­ael Holmqvist, pró­fessor í við­skipta­fræði og leið­toga­fræðum við Stokk­hólms­há­skóla. Hann nýtir sér ekki bara töl­fræði og opin­berar upp­lýs­ingar um hverfið heldur hefur hann fylgst með því í mörg ár auk þess sem hann tók við­töl við um tvö hund­ruð íbúa þess. Mik­ael segir að þarna búi fólk sem telji sig ein­fald­lega hafa meiri og betri kosti en annað fólk, hvort sem er út frá fag­ur­fræði­legum eða sið­ferð­is­legum for­send­um. En þetta er líka byggð sem þrífst á eins­leitni og nauð­syn þess að allt sé slétt og fellt á yfir­borð­inu.

Á Djurs­holm eru allir glað­ir, sól­brúnir og í góðu formi. Hverf­is­búðin selur minna af gosi og snakki en í öðrum hverfum en neysla á bæði Pensi­líni og Viagra er meiri því hér má eng­inn vera veikur og allir eru til í tusk­ið. Vanda­mál eru aldrei rædd opin­ber­lega heldur fara þau öll í gegnum lög­fræð­inga. Kvart­anir til lög­reglu eru fjöl­margar og kærur fljúga á milli granna um leið og þeir brosa hver til ann­ars yfir grind­verk­ið. Íbú­arnir ganga mjög langt í við­leitni sinni til að vernda eins­leitn­ina og þótti heim­ili fyrir fjóra fatl­aða ein­stak­linga til dæmis vera ógn við hverf­ið.

Auglýsing

Þjón­ustu­fólk á hverju strái



Hluti af lífstíl þeirra sem búa á Djurs­holm felst í því að hafa þjón­ustu­fólk til að sinna flestum störfum heim­il­is­ins. Garð­yrkju­menn og heim­il­is­hjálp sjá til þess að allt sé slétt og fellt á yfir­borð­inu, þótt reyndar sé þjón­ustan nið­ur­greidd af skatt­borg­urum vegna reglna um skatta­frá­drátt. Hug­myndin um þjón­ustu­fólk nær þó mun lengra. Starfs­menn í búð­um, á bóka­söfnum og jafn­vel stjórn­mála­menn eru ekk­ert annað en þjón­ustu­fólk í augum íbú­anna.

Þegar stjórn­mála­maður tekur ákvörðun sem fellur ekki í kramið fær hann sím­töl og bréf frá lög­fræð­ing­um. Oftar en ekki er þá brugðið til þess ráðs að skella skuld­inni á opin­beran starfs­mann sem á erfitt með að verja sig. Að sjálf­sögðu eru svo ráðnar barn­fóstrur inn á heim­ilin og skiptir þá litlu máli þótt móð­irin sé heima­vinn­andi. Hér er það gam­al­dags við­horf sem ræð­ur. Karl­inn vinnur úti og óhugs­andi er að hann sé heima­vinn­andi. Á Djurs­holm er heldur eng­inn opin­ber­lega sam­kyn­hneigður í hverfi þar sem Kristi­legir Demókratar geta treyst á meira fylgi en víð­ast ann­ars stað­ar. Hér gildir að eiga börn og þau eru mis­kunn­ar­laust notuð sem skipti­mynt í valda­tafli.

Hærra hlut­fall les­blindra en víð­ast ann­ars staðar



Þegar barn úr „merki­leg­ustu“ fjöl­skyld­unum hefur skóla­göngu fær skóla­stjór­inn tugi sím­tala og bréfa þar sem for­eldrar krefj­ast þess að sitt barn gangi í sama bekk. Nýjasta dæmið um þetta er Estelle prinsessa, dóttir Vikt­oríu krón­prinsessu, sem nýlega hóf skóla­göngu í hverf­inu. Á Djurs­holm vita menn að vin­skapur við verð­andi drottn­ingu getur skipt höf­uð­máli í fram­tíð­inni. Börnin skulu þess vegna leggja sitt af mörkum til að stækka net­verkið með því að kynn­ast rétta fólk­inu. Til þess að það tak­ist dugir ekk­ert annað en afburða árangur í skóla. Þau börn sem grein­ast með ein­hverja röskun geta átt von á því að reiðir for­eldrar berj­ist fyrir því að þau séu flutt í aðra bekki eða skóla.

Estelle prinsessa ásamt móður sinni, Viktoríu krónprinsessu. Mynd: EPA Estelle prinsessa ásamt móður sinni, Vikt­oríu krón­prinsessu. Mynd: EPA

Eftir grunn­skóla skulu Djurs­holms-­börnin ganga í Viktor Rydbergs mennta­skól­ann. Skól­inn er með hæstu með­al­ein­kunn í land­inu þrátt fyrir að nem­end­urnir mælist rétt um með­al­lag í lands­próf­um. Há með­al­ein­kunn er nefni­lega það eina sem gildir til að kom­ast inn í Við­skipta­há­skól­ann í Stokk­hólmi og þess vegna líta for­eldr­arnir á háar ein­kunnir sem sjálf­sagðan rétt barn­anna. Ef þær lækka eru kenn­ar­arnir kall­aðir á teppið og þeir krafðir svara um það hvers vegna þeir standi sig ekki gagn­vart börn­un­um.

Nem­endur sem ekki ná til­settri ein­kunn eru sumir hverjir sendir í Lunds­berg heima­vist­ar­skól­ann sem var lokað tíma­bundið árið 2013 eftir gróft ein­elti og ofbeldi sem tengd­ist inn­vígslu nýrra nem­enda. Önnur lausn er að fá les­blindu­grein­ingu en hlut­fall les­blindra á Djurs­holm er mark­tækt hærra en ann­ars stað­ar. Kost­ur­inn við slíka grein­ingu er að þá taka nem­end­urnir munn­leg próf. Frá unga aldri eru þau vanin við að halda fyr­ir­lestra og í raun má segja að það skipti þau minna máli að þekkja til­tekið efni nákvæm­lega en að geta skilað því frá sér á réttan hátt. Allt snýst um fram­setn­ingu og leið­toga­hæfni.

Þótt börnin hafi aðgang að öllum hugs­an­legum lífs­gæðum og verði lík­lega leið­togar fram­tíð­ar­innar í Sví­þjóð skortir þau þekk­ingu á líf­inu utan hverf­is­ins. Þess vegna sér skól­inn um að kynna þau fyrir hlutum eins og að fara í strætó eða neð­an­jarð­ar­lest. Mörg barn­anna tala líka um að þau fái litla athygli frá for­eldrum sem séu upp­tekin við vinnu og ferða­lög. Faðm­lög og vænt­um­þykja koma því frekar frá barn­fóstrum og þjón­ustu­fólki.

Fáir frum­kvöðlar í hverf­inu



Þeir sem hafa áhuga á að kom­ast inn í sam­fé­lagið á Djurs­holm þurfa að vera mold­rík­ir. Algengt verð á fast­eign er um hálfur millj­arður íslenskra króna en dýr­ustu húsin kosta rúman millj­arð. Reyndar eru mörg heim­ili skuld­sett upp í topp og því lifir fólk stans­laust á brún­inni. Pressan að standa sig hefur gríð­ar­leg áhrif og mis­tök eru ekki leyfð. Hugs­an­lega er það þess vegna sem fólk á Djurs­holm forð­ast frum­kvöðla­starf eða nýsköp­un.

Í stað þess að veðja á eitt­hvað nýtt gengur fólk inn í rót­gróin fyr­ir­tæki sem oft eru í eigu for­eldra eða fjöl­skyldu. Menn­ing­ar­lífið á alltaf sína full­trúa á Djurs­holm enda þykir það fínt. Ann­ars búa þarna for­stjórar fyr­ir­tækja, fjár­mála­jöfrar og svo auð­vitað full­trúar ríku ætt­anna eins og Wal­len­berg fjöl­skyld­unn­ar.

Lík­urnar á því að þeir sem alast upp á Djurs­holm verði leið­togar eru mikl­ar. Hér er rjóm­inn af elít­unni, valda­sam­fé­lag sem á engan sinn líkan í Sví­þjóð. Hins vegar hljóta að vakna spurn­ingar um það hversu gott það er fyrir sam­fé­lag ef því er stjórnað af litlum hópi sem elst upp í sama hverfi með mjög ákveðið gild­is­mat. Sér­stak­lega þegar hóp­ur­inn telur sig betri en aðra og lítur niður á þá sem ekki búa við sömu lífs­gæði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None