Leigubílaleyfum fjölgar um 100 – Mesta fjölgun frá því að lög voru sett um starfsemina

Inniviðaráðherra hefur ákveðið að fjölga leigubílaleyfum á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum, þar sem alþjóðaflugvöllurinn er, um 17,2 prósent. Breytingarnar eru gerðar til að koma til móts við óskir í samfélaginu um meiri þjónustu á leigubílamarkaði.

Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer með leigubílamál í ríkisstjórninni.
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fer með leigubílamál í ríkisstjórninni.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra hefur ákveðið að fjölga atvinnu­leyfum fyrir leigu­bíla­akstur um 100 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á Suð­ur­nesj­um. Með breyt­ing­unni fjölgar úthlut­uðum leyfum úr 580 í 680, eða um 17,2 pró­sent. Um er að ræða mestu fjölgun atvinnu­leyfa í einu skrefi frá því að lög um leigu­bif­reiðar voru sett árið 2001, eða í 21 ár. Úthlutun nýrra atvinnu­leyfa er fyr­ir­huguð á næstu vik­um.

Í til­kynn­ingu á vef stjórn­ar­ráðs­ins segir að breyt­ing­arnar séu gerðar til að koma til móts við óskir í sam­fé­lag­inu um meiri þjón­ustu á leigu­bíla­mark­aði. Þar segir enn fremur að Sam­göngu­stofa hafi ekki gert athuga­semdir um fjölgun leyfa á umræddu svæði, en hún á sam­kvæmt lögum að meta til­lögur að breyt­ingum sem þess­um. „Á hinn bóg­inn taldi stofn­unin ekki ástæðu til að fjölga atvinnu­leyfum á öðrum tak­mörk­un­ar­svæð­u­m.“

Aft­ur­kall­aði frum­varp um breyt­ingar á mark­aðnum

Sig­urður Ingi lagði fram frum­varp um leigu­bif­reiða­akstur í febr­úar síð­ast­liðnum sem byggði á til­lögum starfs­hóps ráðu­neytis hans um heild­ar­end­ur­skoðun á reglu­verki í kringum starf­sem­ina. Starfs­hóp­ur­inn var skip­aður 19. októ­ber 2017 og skil­aði til­lögum sínum til ráðu­neyt­is­ins í mars 2018, eða fyrir rúmum fjórum árum. Hann hefur aft­ur­kallað frum­varp­ið. 

Auglýsing
Þegar Sig­urður Ingi mælti fyrir frum­varp­inu í byrjun mars sagði hann til­drög þess vera að snemma árs 2017 hafi Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A)  hafið frum­kvæð­is­at­hugun á leigu­bíla­mark­aðnum á Íslandi og mögu­legum hindr­unum að aðgengi að hon­um.

ESA tók ákvörðun í nóv­em­ber í fyrra um að stíga fyrsta skrefið í samn­ings­brota­máli gegn Íslandi fyrir að virða ekki EES-­reglur um leigu­bíla­mark­að­inn. Í til­kynn­ingu frá eft­ir­lits­stofn­un­inni sagði að núver­andi lög­gjöf tak­marki úthlutun atvinnu­leyfa fyrir leigu­biíla­akstur innan tak­mörk­un­ar­svæða. „Reglur um úthlutun atvinnu­leyfa innan skil­greindra svæða eru ekki hlut­lægar og hygla núver­andi leyf­is­hafa. Þetta felur í sér mögu­legar aðgangs­hindr­anir og hindrar fyrir að nýir aðilar hefji starf­semi í atvinnu­grein­inni. Lög­gjöfin skyldar einnig leyf­is­hafa til að hafa leigu­bif­reiða­akstur sem meg­in­atvinnu og krefst þess að við­kom­andi sé tengdur leigu­bif­reiða­stöð.“

Uber og Lyft ekki á leið­inni

Sig­urður Ingi sagði þegar hann mælti fyrir frum­varp­inu sem hann hefur nú aft­ur­kallað að ráða mætti af sam­skiptum við ESA að stofn­unin teldi líkur á því að íslensk lög­gjöf um leigu­bílar fæli í sér aðgangs­hindr­anir sem ekki sam­ræmd­ust alþjóð­legum skuld­bind­ingum íslenska rík­is­ins. „Mark­miðið með frum­varp­inu sem ég mæli hér fyrir er fyrst og fremst að tryggja gott aðgengi að hag­kvæmri, skil­virkri og öruggri leigu­bif­reiða­þjón­ustu fyrir almenn­ing á Íslandi. Þá er frum­varp­inu ætlað að færa lög og reglur um leigu­bif­reiðar til nútíma­legra horfs þar sem öruggar og tryggar sam­göngur eru hafðar að leið­ar­ljósi auk þess að tryggja að íslenska ríkið upp­fylli þjóð­rétt­ar­legar skuld­bind­ingar sín­ar. Verði frum­varpið að lögum munu þau auka atvinnu­tæki­færi fjöl­breyttra hópa.“

Ef frum­varpið yrði að lögum myndi svoköll­uðu tak­mörk­un­ar­svæði heyra sög­unni til, en þau eru höf­uð­borg­ar­svæð­ið, Suð­ur­nes, Árborg­ar­svæðið og Akur­eyri. Svo­kall­aðar far­veit­ur, á borð við Uber og Lyft, gætu hafið starf­semi hér­lendis en þær þyrftu að upp­fylla sömu skil­yrði og hefð­bundnar leigu­bíla­stöðvar til að fá leyfi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent