Leigumarkaðurinn minnkaði um fimmtung eftir COVID

Fjöldi þeirra sem búa í leiguhúsnæði dróst saman um rúm 20 prósent eftir að heimsfaraldurinn skall á. Samhliða því hefur húsnæðisöryggi aukist og fjárhagur heimilanna batnað.

img_4583_raw_0710130529_10191335034_o.jpg
Auglýsing

Mik­inn mun má sjá á stærð leigu­mark­að­ar­ins hér á landi eftir að heims­far­ald­ur­inn hóf­st, en sam­kvæmt könn­unum Zenter og Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unar (HMS) hefur hann minnkað um fimmt­ung á síð­ustu mán­uð­um, miðað við stærð hans á árunum 2017-2019.

Zenter og HMS hafa reglu­lega fram­kvæmt kann­anir um stöðu á leigu­mark­aði frá byrjun árs 2017. Þá sögð­ust um 18 pró­sent svar­enda búa í leigu­hús­næði, en ef litið er til áranna 2017, 2018 og 2019 svör­uðu að með­al­tali 16 pró­sent svar­enda þeirri spurn­ingu ját­andi.

Líkt og sjá má á mynd hér að neðan minnk­aði hins vegar hlut­fall þeirra sem búa í leigu­hús­næði hratt eftir að heims­far­ald­ur­inn hófst í mars í fyrra. Í apríl var það komið niður í 13 pró­sent og hefur það hlut­fall hald­ist nokkuð stöðugt í öllum könn­unum síðan þá. Ef nið­ur­stöður könn­un­ar­innar gefa rétta mynd af leigu­mark­aðnum þýðir þetta að hann hefur minnkað um fimmt­ung á þessum tíma.

Auglýsing

Mynd: Kjarninn. Heimild: Zenter og HMS.

Jákvæð­ari í garð leigu­mark­að­ar­ins

Sam­kvæmt HMS hefur vísi­tala leigu­verðs lækkað hægt og rólega eftir að far­ald­ur­inn hófst. Í maí og júní hefur hins vegar orðið við­snún­ingur í þeirri þróun og er leigu­verðið byrjað aftur að hækka á ný. Það er þó enn 0,5 pró­sentum lægra en það var fyrir ári síð­an.

Þrátt fyrir að færri búi nú í leigu­hús­næði virð­ast við­horf til leigu­mark­að­ar­ins hafa batnað á síð­ustu mán­uð­um, en tölu­vert hærra hlut­fall svar­enda könn­un­ar­innar segja nú að mikið sé til af hent­ugu fram­boði af íbúð­ar­hús­næði til leigu en áður.

Sömu­leiðis hefur hlut­fall þeirra sem telja hag­stætt að leigja hækkað nokk­uð, þrátt fyrir að það sé ennþá lágt. Í maí töldu 5,5 pró­sent svar­enda að leiga á íbúð­ar­hús­næði væri hag­stæð, á meðan 86,6 pró­sent þeirra töldu það vera óhag­stætt.

Betri fjár­hagur og meira öryggi

Sam­hliða minnkun vinnu­mark­að­ar­ins hefur fjár­hagur svar­enda könn­unar Zenter og HMS einnig batnað tölu­vert. Í síð­ustu könn­un, sem fram­kvæmd var í maí, svar­aði átti rúmur fjórð­ungur svar­enda erfitt með að ná endum sam­an, en sam­svar­andi hlut­fall var 35 pró­sent í apríl í fyrra og 37 pró­sent í apríl árið 2019.

Sömu­leiðis hefur hús­næð­is­ör­yggi svar­enda aukist, úr 85 pró­sentum árið 2019 og upp í 92 pró­sent í maí. Hlut­fall þeirra sem telja sig ekki búa við hús­næð­is­ör­yggi á sama tíma hefur rúm­lega helm­ing­ast.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent