Píratar þurfa að fresta aðalfundi vegna veirusmits á Fellsströnd

Aðalfundi Pírata verður frestað um eina viku sökum þess að starfsmaður Vogs á Fellsströnd, þar sem fundurinn verður haldinn, hefur greinst með kórónuveiruna.

Aðalfundi Pírata fyrir komandi alþingiskosningar hefur verið frestað um viku.
Aðalfundi Pírata fyrir komandi alþingiskosningar hefur verið frestað um viku.
Auglýsing

Aðal­fundi Pírata fyrir alþing­is­kosn­ing­arnar í haust, sem fram átti að fara dag­ana 14. til 15. ágúst, hefur verið frestað um eina viku og fer fram helg­ina 21. til 22. ágúst. Í til­kynn­ingu frá Pírötum kemur fram að ástæðan sé kór­ónu­veirusmit starfs­manns Vogs á Fells­strönd, þar sem aðal­fund­ur­inn fer fram.

„Hluti starfs­fólks var settur í sótt­kví eins og reglur kveða á um og er því ekki hægt að halda stærri við­burði á hót­el­inu vegna mann­eklu,“ segir í til­kynn­ingu flokks­ins.

Píratar ákváðu þrátt fyrir þetta að halda sig við það að halda fund­inn á Fells­strönd, sem er í Dala­sýslu.

Auglýsing

„Fyr­ir­tæki og stofn­anir um allt land hafa þurft að skella tíma­bundið í lás þegar upp hafa komið smit en halda að því loknu ótrauð áfram. Að lifa með far­aldr­inum þýðir ekki að öll starf­semi skuli stöðvuð end­an­lega heldur vera nógu sveigj­an­leg til að bregð­ast við upp­á­komum sem þessum,“ segir í til­kynn­ingu Pírata.

Þar kemur fram að ítr­ustu sótt­varnir verði iðk­aðar á aðal­fund­in­um, í sam­ræmi við verk­lags­reglur flokks­ins í far­aldr­inum sem unnar voru í sam­ráði við almanna­varn­ir.

„Þannig er fjöldi fund­ar­fólks tak­mark­aður við 100, en gild­andi sótt­varna­tak­mark­anir kveða á um 200 manna hámark. Þá verður jafn­framt stuðst við aðrar hefð­bundnar ráð­staf­an­ir; s.s. spritt, fjar­lægð­ar­mörk, grímur þar sem ekki er hægt að virða fjar­lægð­ar­mörk o.s.frv.“

Öllum fund­inum verður auk þess streymt í gegnum fjar­funda­búnað flokks­ins. Frestur til þátt­töku á fund­inum hefur verið fram­lengdur um viku vegna þess­ara breyt­inga og sömu­leiðis fram­boðs­frestur í nefnd­ir, stjórnir og ráð sem kosið er um á aðal­fundi flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Lars Findsen
Ótrúlegra en lygasaga
Yfirmaður leyniþjónustu danska hersins situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um að hafa lekið upplýsingum, sem varða öryggi Danmerkur, til fjölmiðla. Slíkt getur kostað tólf ára fangelsi.
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent