Óbólusettir fimmfalt líklegri til að þurfa gjörgæslumeðferð en bólusettir

Hlutfallslega eru þeir sem ekki hafa verið bólusettir um þrefalt líklegri til að smitast og fimmfalt líklegri til þess að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu en þeir sem hafa verið bólusettir, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að hann teldi að núver­andi sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands, sem eiga að vera í gildi til 27. ágúst, væru að halda fjölda smita í línu­legum vexti, í stað þess að vera í veld­is­vexti.

Hann sagði einnig ljóst af þeim gögnum sem hefðu safn­ast hér saman und­an­farnar vikur að þrátt fyrir að fjöldi bólu­settra væru að smit­ast af COVID-19 væru smit á meðal óbólu­settra hlut­falls­lega um þrefalt fleiri en hjá þeim sem eru bólu­sett­ir. Því væri bólu­setn­ingin að koma í veg fyrir hluta smita.

Frá 1. júlí hafa 64 ein­stak­lingar þurft að leggj­ast inn á spít­ala með COVID-19 og sagði Þórólfur að hlut­falls­lega væru óbólu­settir fjórum sinnum lík­legri til þess að þurfa á inn­lögn að halda.

Auglýsing

Á sama tíma­skeiði hafa níu manns þurft á gjör­gæslu­með­ferð að halda og þar af fimm þurft að leggj­ast í önd­un­ar­vél. Þórólfur sagði gögn sýna fram á að þeir sem er óbólu­settir væru fimm­falt lík­legri til að þurfa á gjör­gæslu­með­ferð að halda, en bólu­sett­ir.

Þetta sagði Þórólfur að ætti að vera hvatn­ing til allra til þess að fara í bólu­setn­ingu.

Með­al­aldur inn­lagðra 64 ár en útskrif­aðra 50 ár

Í máli Páls Matth­í­as­sonar for­stjóra Land­spít­ala kom fram að með­al­aldur þeirra 64 ein­stak­linga sem hefðu lagst inn á spít­al­ann til þessa væru 64 ár, en hins vegar væri með­al­aldur þeirra sem hefðu útskrif­ast eftir veik­indi sín 50 ár.

Það væri því eldra fólk sem núna væri inniliggj­andi og reynslan sýndi að þeir eldri væru lengri að jafna sig eftir veik­indi.

Úti­lokar ekki að leggja til hertar aðgerðir

Sótt­varna­læknir sagði frá því á fund­inum að hann myndi fylgj­ast með stöðu Land­spít­ala og ef neyð­ar­kall myndi ber­ast þaðan sæi hann sér ekki annað fært en að leggja til við stjórn­völd að gripið yrði til hertra aðgerða, sem gætu kveðið niður far­ald­ur­inn. 200 manna fjölda­tak­mark­anir og ýmsar aðrar aðgerðir eiga að vera í gildi til 27. ágúst, að óbreyttu.

Þórólfur sagði stöð­una í dag ekk­ert sér­stak­lega skemmti­lega og honum væri ljóst að allir væru orðnir leiðir á sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Spít­ala­for­stjór­inn lýsti því á fund­inum að ekki væri ljóst hvernig næstu vikur myndu ganga.

Hann sagði að mönn­unin á gjör­gæsl­unni væri helsti vand­inn sem við væri að setja og útskýrði að gjör­gæslu­með­ferð krefð­ist sér­hæfðra lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Því hefði spít­al­inn biðlað til stars­fólks um að koma fyrr úr sum­ar­leyfi og hefði einnig hafið sam­töl við fólk með þekk­ingu sem væri ekki að starfa á Land­spít­al­anum í dag, til dæmis svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræð­inga sem væru að starfa utan spít­al­ans.

Páll sagði að dæmi væru um að fólk væri að koma mjög veikt inn á spít­al­ann, án þess að hafa áður greinst með COVID-19. Fólk hefði þannig verið með ein­kenni, en ekki farið í skim­un.

Hann sagði að þrír af þeim níu sem hefðu þurft á gjör­gæslu­með­ferð að halda til þessa hefðu komið beint inn á gjör­gæsl­una.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent