Óbólusettir fimmfalt líklegri til að þurfa gjörgæslumeðferð en bólusettir

Hlutfallslega eru þeir sem ekki hafa verið bólusettir um þrefalt líklegri til að smitast og fimmfalt líklegri til þess að þurfa að leggjast inn á gjörgæslu en þeir sem hafa verið bólusettir, samkvæmt Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að hann teldi að núver­andi sótt­varna­ráð­staf­anir inn­an­lands, sem eiga að vera í gildi til 27. ágúst, væru að halda fjölda smita í línu­legum vexti, í stað þess að vera í veld­is­vexti.

Hann sagði einnig ljóst af þeim gögnum sem hefðu safn­ast hér saman und­an­farnar vikur að þrátt fyrir að fjöldi bólu­settra væru að smit­ast af COVID-19 væru smit á meðal óbólu­settra hlut­falls­lega um þrefalt fleiri en hjá þeim sem eru bólu­sett­ir. Því væri bólu­setn­ingin að koma í veg fyrir hluta smita.

Frá 1. júlí hafa 64 ein­stak­lingar þurft að leggj­ast inn á spít­ala með COVID-19 og sagði Þórólfur að hlut­falls­lega væru óbólu­settir fjórum sinnum lík­legri til þess að þurfa á inn­lögn að halda.

Auglýsing

Á sama tíma­skeiði hafa níu manns þurft á gjör­gæslu­með­ferð að halda og þar af fimm þurft að leggj­ast í önd­un­ar­vél. Þórólfur sagði gögn sýna fram á að þeir sem er óbólu­settir væru fimm­falt lík­legri til að þurfa á gjör­gæslu­með­ferð að halda, en bólu­sett­ir.

Þetta sagði Þórólfur að ætti að vera hvatn­ing til allra til þess að fara í bólu­setn­ingu.

Með­al­aldur inn­lagðra 64 ár en útskrif­aðra 50 ár

Í máli Páls Matth­í­as­sonar for­stjóra Land­spít­ala kom fram að með­al­aldur þeirra 64 ein­stak­linga sem hefðu lagst inn á spít­al­ann til þessa væru 64 ár, en hins vegar væri með­al­aldur þeirra sem hefðu útskrif­ast eftir veik­indi sín 50 ár.

Það væri því eldra fólk sem núna væri inniliggj­andi og reynslan sýndi að þeir eldri væru lengri að jafna sig eftir veik­indi.

Úti­lokar ekki að leggja til hertar aðgerðir

Sótt­varna­læknir sagði frá því á fund­inum að hann myndi fylgj­ast með stöðu Land­spít­ala og ef neyð­ar­kall myndi ber­ast þaðan sæi hann sér ekki annað fært en að leggja til við stjórn­völd að gripið yrði til hertra aðgerða, sem gætu kveðið niður far­ald­ur­inn. 200 manna fjölda­tak­mark­anir og ýmsar aðrar aðgerðir eiga að vera í gildi til 27. ágúst, að óbreyttu.

Þórólfur sagði stöð­una í dag ekk­ert sér­stak­lega skemmti­lega og honum væri ljóst að allir væru orðnir leiðir á sótt­varna­ráð­stöf­un­um. Spít­ala­for­stjór­inn lýsti því á fund­inum að ekki væri ljóst hvernig næstu vikur myndu ganga.

Hann sagði að mönn­unin á gjör­gæsl­unni væri helsti vand­inn sem við væri að setja og útskýrði að gjör­gæslu­með­ferð krefð­ist sér­hæfðra lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga. Því hefði spít­al­inn biðlað til stars­fólks um að koma fyrr úr sum­ar­leyfi og hefði einnig hafið sam­töl við fólk með þekk­ingu sem væri ekki að starfa á Land­spít­al­anum í dag, til dæmis svæf­ing­ar­hjúkr­un­ar­fræð­inga sem væru að starfa utan spít­al­ans.

Páll sagði að dæmi væru um að fólk væri að koma mjög veikt inn á spít­al­ann, án þess að hafa áður greinst með COVID-19. Fólk hefði þannig verið með ein­kenni, en ekki farið í skim­un.

Hann sagði að þrír af þeim níu sem hefðu þurft á gjör­gæslu­með­ferð að halda til þessa hefðu komið beint inn á gjör­gæsl­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hús atvinnulífsins í Borgartúni.
SA kallar eftir aðhaldi í ríkisrekstri
Samtök atvinnulífsins segja að bæta þurfi afkomu hins opinbera á næstunni, meðal annars með niðurfellingu sértækra efnahagsaðgerða. Stærsta aðildarfélag samtakanna vill hins vegar að aðgerðir til umbjóðenda þeirra verði framlengdar.
Kjarninn 17. janúar 2022
Guðrún Johnsen, hagfræðingur og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna.
Aukinn þrýstingur á að lífeyrissjóðir verði virkir hluthafar
Hagfræðingur segir vaxandi ójöfnuð og aukna loftslagsáhættu hafa leitt til ákalls um að lífeyrissjóðir sinni sínum upprunalegum tilgangi sem virkir hluthafar í skráðum og óskráðum félögum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skipar starfshóp sem á að vinna grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum
Í nýjum starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra sitja þau Vilhjálmur Egilsson, Ari Trausti Guðmundsson og Sigríður Mogensen.
Kjarninn 16. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins 2021
Kjarninn 16. janúar 2022
Þeim peningum sem Íslendingar geyma á innstæðureikningum fjölgaði umtalsvert á árinu 2020.
5.605 íslenskar fjölskyldur áttu 29,2 milljarða króna á erlendum reikningum
Innstæður landsmanna jukust um 84 milljarða króna á árinu 2020. Í lok þess árs voru þær ekki langt frá því sem innistæður voru árið 2008, fyrir bankahrun, þegar þær voru mestar í Íslandssögunni.
Kjarninn 16. janúar 2022
Sunna Ósk Logadóttir
Taugar til tveggja heima
Kjarninn 16. janúar 2022
Er Michael Jackson of stór fyrir slaufunarmenningu?
Forsýningar á söngleik um Michael Jackson hófust á Broadway í desember. Handrit söngleiksins var samið eftir að tveir menn stigu fram og sögðu frá hvernig Jackson misnotaði þá sem börn. Ekki er hins vegar minnst einu orði á barnaníð í söngleiknum.
Kjarninn 16. janúar 2022
Ásgeir Haraldsson og Valtý Stefánsson Thors
COVID, Ísland og bólusetningar
Kjarninn 16. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent