70 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur

Alls voru níu af hverjum tíu störfum sem auglýst voru í júlímánuði eru tengd átaksverkefnum þar sem ríkið greiðir þorra launa fólks eða reynsluráðningar. Það kemur í ljós í haust, þegar ráðningastyrkir renna út, hvort um framtíðarstörf verði að ræða.

Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
Auglýsing

Alls hafa 8.836 manns verið atvinnu­lausir í lengri tíma en sex mán­uði, en það eru 70 pró­sent þeirra 12.537 sem voru atvinnu­lausir í lok síð­asta mán­að­ar. Þeir sem höfðu verið án atvinnu í meira en ár voru 5.361, eða um 43 pró­sent allra atvinnu­lausra. Til sam­an­burðar voru þeir sem höfðu verið án atvinnu í meira en ár í lok júlí í fyrra 2.854. Þeim hefur því fjölgað um 88 pró­sent á milli ára.

Þetta mál lesa út úr ítar­efni sem fylgir nýrri skýrslu Vinnu­mála­stof­unnar um vinnu­mark­að­inn í júlí 2021 og birt var í vik­unn­i. 

Vinnu­mála­stofnun gerir ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mán­uði muni fara minnk­andi næstu mán­uði, en stofn­unin spáir því að atvinnu­leysi haldi áfram að drag­ast saman í ágúst­mán­uð­i. 

Heild­ar­at­vinnu­leysi lækk­aði í júlí mán­uði og mælist nú 6,1 pró­sent. Það hefur ekki verið lægra frá því áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á snemma árs í  fyrra, en til sam­an­burðar mæld­ist atvinnu­leysi 11,4 pró­sent í febr­úar síð­ast­liðn­um. 

Ástæður þess að atvinnu­leysið hefur minnkað svona hratt eru aðal­lega tví­þætt­ar. Ann­ars vegar er um árs­tíða­bundna sveiflu að ræða, en störfum fjölgar mikið á sumrin á Íslandi þegar háanna­tíma mann­afls­frekasta atvinnu­vegar þjóð­ar­inn­ar, ferða­þjón­ustu, gengur í garð. Þegar ferða­mönnum fer að fækka á ný með haustinu má ætla, miðað við þróun fyrri ára, að störfum í ferða­þjón­ustu­geir­anum fækki sam­hliða. 

Auglýsing
Hins vegar hafa svo­kall­aðir ráðn­inga­styrkir verið greiddir út í tengslum við atvinnu­átakið Hefjum störf sem var sett af stað í mars á þessu ári. Þá var mark­miðið að skapa allt að sjö þús­und tíma­bundin störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Ráð­gert var að kostn­að­ur­inn myndi nema 4,5 til fimm millj­örðum króna þegar átakið var kynnt.

Kjarn­inn greindi frá því í frétt um miðjan júlí að um fimm þús­und umsóknir um ráðn­inga­styrki hefðu verið afgreiddar og að heild­ar­greiðslur í tengslum við átakið á þeim tíma hefðu numið 1,4 millj­arði króna. 

Kemur í ljós í haust hvort um fram­tíð­ar­störf sé að ræða

Nokkrar teg­undir styrkja eru í boði. Sam­kvæmt yfir­liti yfir styrk­ina á heima­síðu Vinnu­mála­stofn­unar geta fyr­ir­tæki fengið styrk sem nemur allt að 307.430 krónum á mán­uði að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals tæp­lega 343 þús­und krón­ur, í sex mán­uði ef fyr­ir­tækið ræður starfs­mann sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti einn mán­uð. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki með færri en 70 starfs­menn geta fengið enn hærri styrk. Ef slíkt fyr­ir­tæki ræður atvinnu­leit­anda sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti ár fær það styrk sem nemur fullum mán­að­ar­launum að hámarki tæp­lega 473 þús­und krónum að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals rúm­lega 527 þús­und krón­ur.

Til að setja umfang þessa átaks í ein­hvers­konar sam­hengi þá greindi Vinnu­mála­stofnun frá því í nýj­ustu skýrslu sinni um vinnu­mark­að­inn að 89 pró­sent allra aug­lýstra starfa í júlí­mán­uði hafi verið átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­ing­ar.

Ráðn­inga­styrkir þeirra sem voru ráðnir á slíkum strax í upp­hafi renna út í októ­ber, skömmu eftir kom­andi kosn­ing­ar. Þá á eftir að koma í ljós hversu mörgum þeirra sem hafa verið ráðnir á slíkum styrkjum verði haldið í vinnu þegar atvinnu­rek­endur þurfa að fara að greiða laun þeirra í heild.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent