70 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur

Alls voru níu af hverjum tíu störfum sem auglýst voru í júlímánuði eru tengd átaksverkefnum þar sem ríkið greiðir þorra launa fólks eða reynsluráðningar. Það kemur í ljós í haust, þegar ráðningastyrkir renna út, hvort um framtíðarstörf verði að ræða.

Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
Auglýsing

Alls hafa 8.836 manns verið atvinnu­lausir í lengri tíma en sex mán­uði, en það eru 70 pró­sent þeirra 12.537 sem voru atvinnu­lausir í lok síð­asta mán­að­ar. Þeir sem höfðu verið án atvinnu í meira en ár voru 5.361, eða um 43 pró­sent allra atvinnu­lausra. Til sam­an­burðar voru þeir sem höfðu verið án atvinnu í meira en ár í lok júlí í fyrra 2.854. Þeim hefur því fjölgað um 88 pró­sent á milli ára.

Þetta mál lesa út úr ítar­efni sem fylgir nýrri skýrslu Vinnu­mála­stof­unnar um vinnu­mark­að­inn í júlí 2021 og birt var í vik­unn­i. 

Vinnu­mála­stofnun gerir ráð fyrir því að fjöldi þeirra sem hafa verið án atvinnu í yfir 12 mán­uði muni fara minnk­andi næstu mán­uði, en stofn­unin spáir því að atvinnu­leysi haldi áfram að drag­ast saman í ágúst­mán­uð­i. 

Heild­ar­at­vinnu­leysi lækk­aði í júlí mán­uði og mælist nú 6,1 pró­sent. Það hefur ekki verið lægra frá því áður en að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á snemma árs í  fyrra, en til sam­an­burðar mæld­ist atvinnu­leysi 11,4 pró­sent í febr­úar síð­ast­liðn­um. 

Ástæður þess að atvinnu­leysið hefur minnkað svona hratt eru aðal­lega tví­þætt­ar. Ann­ars vegar er um árs­tíða­bundna sveiflu að ræða, en störfum fjölgar mikið á sumrin á Íslandi þegar háanna­tíma mann­afls­frekasta atvinnu­vegar þjóð­ar­inn­ar, ferða­þjón­ustu, gengur í garð. Þegar ferða­mönnum fer að fækka á ný með haustinu má ætla, miðað við þróun fyrri ára, að störfum í ferða­þjón­ustu­geir­anum fækki sam­hliða. 

Auglýsing
Hins vegar hafa svo­kall­aðir ráðn­inga­styrkir verið greiddir út í tengslum við atvinnu­átakið Hefjum störf sem var sett af stað í mars á þessu ári. Þá var mark­miðið að skapa allt að sjö þús­und tíma­bundin störf í sam­vinnu við atvinnu­líf­ið, opin­berar stofn­an­ir, sveit­ar­fé­lög og félaga­sam­tök. Ráð­gert var að kostn­að­ur­inn myndi nema 4,5 til fimm millj­örðum króna þegar átakið var kynnt.

Kjarn­inn greindi frá því í frétt um miðjan júlí að um fimm þús­und umsóknir um ráðn­inga­styrki hefðu verið afgreiddar og að heild­ar­greiðslur í tengslum við átakið á þeim tíma hefðu numið 1,4 millj­arði króna. 

Kemur í ljós í haust hvort um fram­tíð­ar­störf sé að ræða

Nokkrar teg­undir styrkja eru í boði. Sam­kvæmt yfir­liti yfir styrk­ina á heima­síðu Vinnu­mála­stofn­unar geta fyr­ir­tæki fengið styrk sem nemur allt að 307.430 krónum á mán­uði að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals tæp­lega 343 þús­und krón­ur, í sex mán­uði ef fyr­ir­tækið ræður starfs­mann sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti einn mán­uð. Lítil og með­al­stór fyr­ir­tæki með færri en 70 starfs­menn geta fengið enn hærri styrk. Ef slíkt fyr­ir­tæki ræður atvinnu­leit­anda sem hefur verið á atvinnu­leys­is­skrá í að minnsta kosti ár fær það styrk sem nemur fullum mán­að­ar­launum að hámarki tæp­lega 473 þús­und krónum að við­bættu mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóð, sam­tals rúm­lega 527 þús­und krón­ur.

Til að setja umfang þessa átaks í ein­hvers­konar sam­hengi þá greindi Vinnu­mála­stofnun frá því í nýj­ustu skýrslu sinni um vinnu­mark­að­inn að 89 pró­sent allra aug­lýstra starfa í júlí­mán­uði hafi verið átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­ing­ar.

Ráðn­inga­styrkir þeirra sem voru ráðnir á slíkum strax í upp­hafi renna út í októ­ber, skömmu eftir kom­andi kosn­ing­ar. Þá á eftir að koma í ljós hversu mörgum þeirra sem hafa verið ráðnir á slíkum styrkjum verði haldið í vinnu þegar atvinnu­rek­endur þurfa að fara að greiða laun þeirra í heild.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Talið er að hátt í 200 þúsund manns hafi atkvæðisrétt í formannsslag Íhaldsflokksins, eða sem nemur 0,3 prósentum af bresku þjóðinni.
Núll komma þrjú prósent sem öllu ráða
Eftir tæpan mánuð kemur í ljós hver verður næsti forsætisráðherra Bretlands. Liz Truss hefur forystu í skoðanakönnunum. Hópurinn sem hefur atkvæðisrétt í formannskjöri Íhaldsflokksins er nokkuð frábrugðinn hinum almenna kjósanda, að meðaltali.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Erfitt að gera stjórnarsáttmálann – Hélt á einum tímapunkti að viðræðum yrði hætt
Formaður Sjálfstæðisflokksins sér ekkert sem ráðuneyti hans hefði getað gert öðruvísi við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Hann vill halda áfram með söluna og selja hlut í Landsbankanum þegar uppgjöri við skýrslu Ríkisendurskoðunar er lokið.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þrír sóttu um að verða dómari við MDE – Oddný sú eina sem sótti um aftur
Nefnd á vegum forsætisráðherra mat þrjá umsækjendur um dómaraembætti við Mannréttindadómstól Evrópu hæfa fyrr á þessu ári. Tveir drógu umsókn sína til baka og auglýsa þurfti embættið aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, Gunnar Einarsson, formaður framkvæmdanefndarinnar, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar formaður framkvæmdanefndar um þjóðarhöll
Ný þjóðarhöll í innanhúsíþróttum á að rísa í Laugardal fyrir lok árs 2025. Framkvæmdanefnd hefur verið skipuð og tók til starfa í dag. Höllin á að stórbæta umgjörð landsliða og tryggja Þrótti og Ármann „fyrsta flokks aðstöðu.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir.
Sólveig Anna segir uppsögn Drífu tímabæra og að hún hafi myndað blokk með efri millistétt
Formaður Eflingar segir uppruna, bakland og stuðningshópa Drífu Snædal hafa verið í stofnana-pólitík og í íhaldsarmi verkalýðshreyfingarinnar. Vinnubrögð hennar hafi verið lokuð, andlýðræðisleg og vakið gagnrýni, langt út fyrir raðir VR og Eflingar.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal segir af sér embætti forseta ASÍ
Forseti ASÍ segir að átök innan sambandsins hafi verið óbærileg og dregið úr vinnugleði og baráttuanda. „Þegar við bætast ákvarðanir og áherslur einstakra stéttarfélaga sem fara þvert gegn minni sannfæringu er ljóst að mér er ekki til setunnar boðið.“
Kjarninn 10. ágúst 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins
Kjarninn 10. ágúst 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Kjósendur Vinstri grænna hafa miklar áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi
Skiptar skoðanir eru um aukna samþjöppun í sjávarútvegi hjá kjósendum stjórnarflokkanna. Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hafa minni áhyggjur en meiri af henni.
Kjarninn 10. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent