Mögulegt þorskastríð í vændum á milli Noregs og ESB

Fiskveiðiskip frá ESB sem veiða við strendur Svalbarða gætu átt í hættu á að verða kyrsett þar á næstu vikum. Aðstoðarutanríkisráðherra Noregs segir sambandið ekki hafa neinn lagalegan grundvöll fyrir að veiða í norskri lögsögu.

Longyearbyen á Svalbarða í Noregi.
Longyearbyen á Svalbarða í Noregi.
Auglýsing

Svo gæti farið að norska rík­is­stjórnin kyrr­setji fisk­veiði­skip á vegum Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB) sem veiða í norskri lög­sögu skammt frá Sval­barða á næstu vikum og að sam­bandið svari með banni á norskum inn­flutn­ingi. Þetta kemur fram í nýrri frétt frá Polit­ico, en mið­ill­inn segir nýtt þorska­stríð vera mögu­lega í upp­sigl­ingu á milli ESB og Nor­egs.

Sam­kvæmt umfjöllun Polit­ico snú­ast deil­urnar um fisk­veiði­kvóta við strendur Sval­barða sem bresk fiski­skip nýttu sér upp­haf­lega en eru nú í höndum aðild­ar­ríkja ESB eftir útgöngu Bret­lands úr sam­band­inu. Yfir­völd í Nor­egi segj­ast hins vegar hafa einka­rétt á að úthluta kvótum í norskri lög­sögu og gagn­rýna því til­kall ESB-­ríkja til kvót­ans.

„Það er eng­inn laga­legur grund­völlur í alþjóða­lögum fyrir Evr­ópu­sam­bandið til að gefa út kvóta í norskri lög­sög­u,“ segir Audun Hal­vor­sen, aðstoð­arutan­rík­is­ráð­herra Nor­egs, í sam­tali við Polit­ico. Sam­kvæmt honum er það grund­vall­ar­at­riði að norsk stjórn­völd sjái um úthlutun kvót­ans til að tryggja sjálf­bæra nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar. Þar sem núver­andi kvóti sé um það bil að klár­ast segir hann einnig að eig­endur fisk­veiði­skipa frá sam­band­inu verði mögu­lega hand­teknir og ákærðir verði þeir staðnir að því að veiða í norskri lög­sögu.

Auglýsing

Mögu­leg kyrr­setn­ing skip­anna hefur vakið hörð við­brögð hjá land­bún­að­ar­ráðu­neytum Þýska­lands, Spán­ar, Frakk­lands, Portú­gals og Pól­lands. Ráðu­neytin hafa sent fram­kvæmda­stjóra land­bún­að­ar­mála ESB sam­eig­in­legt bréf þar sem hann er beð­inn um að verja rétt­indi og hags­muni sam­bands­ins gegn fyr­ir­hug­uðum aðgerðum Norð­manna.

Sam­kvæmt Diek Par­levli­et, for­manni sam­taka hags­muna­að­ila um Norð­ur­-Atl­ants­hafsveiðar innan Evr­ópu­sam­bands­ins, gætu kvót­arnir klár­ast í næstu viku. Hann telur lík­legt að Evr­ópu­sam­bandið komi á inn­flutn­ings­banni við Noreg ef norska rík­is­stjórnin byrjar að kyrr­setja báta frá Evr­ópu­sam­band­inu eftir það. „Við­skipta­þving­arnir eru einu vopn sam­bands­ins,“ segir hann í við­tali við Polit­ico.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiErlent