Leigutekjur drógust saman á árinu 2020 í fyrsta sinn í langan tíma

Kórónuveirufaraldurinn hafði umtalsverð áhrif á tekjur þeirra sem eiga íbúðir eða annað húsnæði sem leigt er út. Uppgefnar leigutekjur skruppu saman um 6,3 milljarða króna á árinu 2020.

img_2624_raw_1807130328_10016445615_o.jpg
Auglýsing

Leigu­tekjur Íslend­inga á árinu 2020 skruppu saman um 6,3 millj­arða króna milli ára og voru alls 17 millj­arðar króna. Þar af voru tekjur af leigu íbúð­ar­hús­næðis 15,3 millj­arðar króna, sem er 705 millj­ónum króna minna en árið 2019. Leigu­tekjur af öðrum eignum voru svo 1,7 millj­örðum krón­um, eða 448 millj­ónum krónum lægri en árið áður. 

Þetta kemur fram í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­l­inga á árinu 2021 í Tíund, frétta­­blaði Skatts­ins, sem Páll Kol­beins rekstr­­ar­hag­fræð­ingur skrif­­ar. 

Þetta er í fyrsta sinn í mörg ár sem þessar tekjur drag­ast saman og fyr­ir­liggj­andi að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur þar haft umtals­verð áhrif. Útleiga á íbúð­ar­hús­næði til ferða­manna dróst til að mynda veru­lega saman og mikil efna­hags­leg áhrif far­ald­urs­ins á ýmis fyr­ir­tæki gerðu það að verkum að þau gátu ekki staðið undir leigu­greiðslum fyrir hús­næði sem þau nýttu eða þurftu að end­ur­semja um leigu. Sum lögðu ein­fald­lega upp laupanna. Aukin heima­vinna gerði það síðan að verkum að þörf fyrir skrif­stofu­rými dróst veru­lega sam­an. 

Fyrir vikið fækk­aði þeim sem töldu fram leigu­tekjur umtals­vert milli ára, úr 10.284 í 9.969. Mestu mun­aði um að færri töldu fram tekjur af öðru hús­næði en íbúð­ar­hús­næði fækk­aði um 293. Þá voru 8.568 fjöl­skyldur með tekjur af leigu íbúð­ar­hús­næð­is, sem var 77 færra en árið áður. 

35 pró­sent íbúða í eigu þeirra sem eiga fleiri en eina

Kjarn­inn greindi frá því í lok síð­asta árs að alls eiga 71 ein­stak­l­ingar og 382 lög­­að­ilar fleiri en sex íbúð­ir, 155 ein­stak­l­ingar og 101 lög­­að­ilar eiga fimm íbúðir og 579 ein­stak­l­ingar og 165 lög­­að­ilar eiga fjórar íbúð­­ir. Fjöldi þeirra ein­stak­l­inga sem eiga þrjár íbúðir er 2.974 og fjöldi lög­­að­ila sem eiga sama magn íbúða er 285. Þá eiga 16.501 ein­stak­l­ingur og 688 lög­­að­ilar tvær íbúð­­ir. 

Þetta kom fram í svari Þjóð­­skrár við fyr­ir­­spurn Kjarn­ans um mál­ið. Vert er að taka fram að ein­stak­l­ingur eða lög­­að­ilar geta verið eig­endur að sömu eign­un­­um. 

Auglýsing
Þjóð­skrá hóf að birta upp­­lýs­ingar um eign­­ar­hald íbúða í nóv­em­ber í fyrra. Í þeim tölum sem stofn­unin birtir á heima­­síðu sinni má sjá hversu margar þeirra þeirra 148.425 íbúða sem telj­­ast full­­búnar á Íslandi voru í eigu ein­stak­l­inga eða lög­­að­ila sem áttu bara eina íbúð og hversu margar voru í eigu aðila sem áttu fleiri en eina íbúð. 

Í töl­unum má sjá að 35,1 pró­­sent íbúða var í eigu ein­stak­l­inga eða lög­­að­ilar sem áttu fleiri en eina íbúð, alls 52.079 íbúð­­ir. Það hlut­­fall hefur hald­ist nokkuð stöðugt á síð­­­ustu árum en hefur hækkað skarpt frá því sem var fyrir 15 árum, þegar 28,5 pró­­sent íbúða voru í eigu aðila sem áttu fleiri en eina íbúð. 

Greiðslu­­­byrði sem telj­­­ast má íþyngj­andi

Í árlegri könnun Hús­næð­is- og mann­­­virkja­­­stofn­unar (HMS) á íslenska leig­u­­­mark­aðn­­­um, sem fram­­­kvæmd var frá júní til sept­­­em­ber 2021 og nær til ein­stak­l­inga 18 ára og eldri sem eru á leig­u­­­mark­aði á land­inu öllu, kom fram að hlut­­­fall ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna allra leigj­enda sem fer í leigu sé nú 45 pró­­­sent. Það var 40 pró­­­sent 2019.

­Sam­­­kvæmt HMS gefur það hlut­­­fall til kynna mjög mikla greiðslu­­­byrði að með­­­al­tali sem telj­­­ast megi íþyngj­andi. Í umfjöllun um könn­un­ina er þó tekið fram að aukn­ing­una á hlut­­­fall­inu megi að hluta til skýra með því að tekju- og eigna­­­meiri leigj­endur náðu að kom­­­ast af leig­u­­­mark­aði og yfir í eigið hús­næði á tíma­bil­inu.

Í sömu könnun kom fram að leigj­endur hjá einka­reknum leigu­fé­lögum og ein­stak­l­ingum á almennum mark­aði voru með næst­hæsta hlut­­­fall þeirra sem greiddu 70 pró­­­sent eða meira af ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjum sínum í leigu, eða 13 pró­­­sent. Ein­ungis leigj­endur á stúd­­­enta­­­görð­um, að upp­­i­­­­stöðu náms­­­menn með lágar tekj­­­ur, voru með hærra hlut­­­fall þeirra sem greiddu svo stóran hluta ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekna í leigu, eða 15 pró­­­sent.

Hlut­­­fall þeirra sem greiddi helm­ing eða meira af ráð­­­stöf­un­­­ar­­­tekjum sínum í leigu var hins vegar lang­hæst hjá einka­reknum leigu­fé­lög­un­um, sam­tals 44 pró­­­sent. Til sam­an­­­burðar var það hlut­­­fall 26 pró­­­sent hjá  óhagn­að­­­ar­drifnum leigu­fé­lögum og 23 pró­­­sent hjá þeim sem leigðu af ætt­­­ingjum eða vin­­­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Mestu sóknarfærin í innlendri matvælaframleiðslu liggja í aukinni framleiðslu korns sem og í að auka hlutdeild innlendrar framleiðslu grænmetis.
Vinna þarf áhættugreiningu fyrir atburði sem geta raskað fæðuöryggi landsins
Matvælaráðherra hefur lagt fyrir ríkisstjórn 16 tillögur um aðgerðir til að auka fæðuöryggi Íslands. Nú þegar hefur starfshópur um neyðarbirgðir verið settur á laggirnar en áhersla þarf að vera á öryggi framboðs, þrátt fyrir baktryggingu í neyðarbirgðum.
Kjarninn 19. maí 2022
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent