Evrópusambandsríkin náðu ekki saman á neyðarfundi ráðamanni í gær um hvernig skuli standa því að taka móti flóttamönnum sem nú flýja stríðshrjáð svæði í umvörpum, einkum Sýrland, Írak og Afganistan. Sérstaklega var til umræðu hvernig skuli brugðist við neyðarástandi í Grikkland, Ítalíu og Ungverjalandi.
Það verður að segjast eins og er, að ráðamenn Evrópulanda eru ekki að skila góðu dagsverki þessa dagana þegar kemur að þessum málum, og það er þeim til skammar, að hafa ekki tekist að koma sér saman um hvernig megi stilla saman strengi til þess að efla neyðaraðstoð við þann mikla fjölda fólks sem flýr ömurleika stríðsátaka og skipuleggja framlag hvers og eins ríkis.
Nú hefur verið ákveðið að halda annan fund, eftir nærri fjórar vikur, hinn 8. október. Á þeim fundi ætla ráðamenn að freista þess að ná saman um hvernig standa skuli að þessum málum. Það er slæmt að ekki náist samstaða um þetta, og frekari pólitíska fundi þurfi til að taka lokaákvarðanir. Tíminn vinnur ekki með stjórnmálamönnunum, og alls ekki með flóttamönnum.