Innanríkisráðherra Þýskalands: „Þetta er alls ekki nóg“

flottamenn_Munich.jpg
Auglýsing

Aðild­­ar­­ríki Evr­ópu­sam­bands­ins eru sam­­mála um að deila alls 160 þús­und flótta­­mönn­um á milli sín en útfærsla um hvernig best sé að standa að þessu liggur ekki fyr­ir­. Eitt  blasir við að mati Tomas de Mazi­ere, inn­an­rík­is­ráð­herra Þýska­lands; þetta er alls ekki nóg.

Ólög Nor­dal, inn­an­rík­is­ráð­herra, er á fund­inum sem full­trúi íslenskra stjórn­valda, að sögn DR, danska rík­is­út­varps­ins, þá sagði Tomas á blaða­manna­fundi, að miklu meiria þyrfti að gera en nú væri búið að ná sam­komu­lagi um. „Þetta er alls ekki nóg,“ sagði hann, sam­kvæmt umfjöllun DR, en Tom­a­s hafi lýst yfir von­brigðum sín­um með fund­inn þar sem ESB lönd­in vilja ekki styðja til­­lögu um að skipta flótta­­fólk­inu á milli sín með kvót­um, líkt og fram­kvæmda­stjórn ESB hefur gert til­lögu um.

Næsti fundur ráð­herra Evr­ópu­landa, þar sem mál­efni flótta­manna verður til umræðu, verður 8. októ­ber og eru vonir bundar við að þá náist víð­tækt sam­komu­lag um hvernig lönd álf­unnar skuli ná saman um flótta­manna­kvóta og neyð­ar­að­stoð við þann gríð­ar­lega fjölda fólk sem leitar til Evr­ópu, einkum frá stríðs­hrjáðum svæðum Sýr­lands, Íraks og Afganist­an.

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None