Lestur Fréttablaðsins dregist saman um 0,5 prósentustig á mánuði síðastliðið ár

Frá því að útgáfudögum Fréttablaðsins var fækkað úr sex í fimm í viku hefur lestur blaðsins dregist hraðar saman en hann gerði áður. Morgunblaðið er nú lesið af minna en fimmtungi landsmanna.

Fréttablaðið
Auglýsing

Alls lásu 31,5 prósent landsmanna fríblaðið Fréttablaðið í aprílmánuði. Lesturinn féll um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Frá því að nýir eigendur – hópur leiddur af athafnamanninum Helga Magnússyni – tóku við blaðinu um mitt ár 2019 hefur lesturinn dregist saman um 18 prósent, en hann var þá 38,4 prósent. Lestur Fréttablaðsins hefur meira en helmingast ellefu árum, en hann var 64 prósent í apríl 2010. 

Vert er að taka fram að útgáfudagar Fréttablaðsins eru nú fimm, en voru sex þangað til í fyrra þegar ákveðið var að hætta mánudagsútgáfu blaðsins. Auk þess hefur dagleg dreifing dregist saman úr 85 í 80 þúsund eintök. 

Samdrátturinn hefur verið mestur síðastliðið ár, en útgáfudögum Fréttablaðsins var fækkað í apríl í fyrra. Frá þeim tíma hefur lesturinn dregist saman um næstum 0,5 prósentustig að meðaltali í hverjum mánuði. Haldi sú þróun áfram mun lestur Fréttablaðsins fara undir 30 prósent seint í sumar eða snemma í haust. 

Auglýsing
Lesturinn hjá fullorðnum landsmönnum undir fimmtugu er enn minni, eða 22,6 prósent. Það er rúmlega þriðjungur þess sem hann var í aprílmánuði 2010. 

Þetta kemur fram í tölum Gallup um lestur prentmiðla sem birtar voru í vikunni.

Ný ritstjórnarstefna

Ritstjórnarstefnu Fréttablaðsins var breytt í kjölfar þess að Helgi og félagar hans keyptu útgáfuna, sem er inni í félaginu Torgi ehf., að fullu haustið 2019. Stefna fjölmiðla Torgs, sem telja líka DV, Hringbraut og tengda vefi, er í dag að halda fram „borgaralegum viðhorfum, víðsýni og frjálslyndi. Frelsi verði gert hátt undir höfði og hag neytenda haldið á lofti. Stjórnvöldum á hverjum tíma verði veitt aðhald á öllum sviðum. Sama gildi um dómstóla. Áhersla verði lögð á mikilvægi umhverfisverndar, eflingu atvinnulífsins og samstarf Íslendinga á alþjóðlegum vettvangi.“ Skömmu síðar samþykkti stjórn Torgs þó einnig reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði.

Samhliða var Ólöfu Skaftadóttur gert að hætta sem þá öðrum ritstjóra blaðsins og Jón Þórisson, fyrrverandi bankastjóri VBS fjárfestingabanka og lögmaður, tók við hennar stöðu. Hann er í dag eini ritstjóri blaðsins. 

Undir tíu prósent yngri landsmanna lesa Moggann

Morgunblaðið er hitt stóra dagblaðið á íslenska markaðnum. Það kemur enn út sex sinnum í viku en er áskriftarblað þar sem almenn áskrift kostar 7.982 krónur á mánuði. Útgáfufélag þess, Árvakur, hefur verið að uppistöðu í eigu útgerðarfyrirtækja frá vormánuðum 2009.

Lestur þess hefur líka helmingast á rúmum áratug og fór í fyrsta sinn undir 20 prósent hjá öllum landsmönnum í mars. Hann mældist 19,5 prósent í síðasta mánuði. 

Hjá aldurshópnum 16-49 ára er staðan þannig að 9,5 prósent landsmanna sem tilheyra þessum hópi lesa Morgunblaðið. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að blaðið sé í aldreifingu, og þar af leiðandi fríblað, alla fimmtudaga. Þá daga fær fólk sem eru ekki áskrifendur og hafa ekki beðið um að fá blaðið það samt sem áður inn um lúguna eða í póstkassann. 

Breytt lög bitu fríblöð

Ein breyta sem hefur mögulega haft áhrif á lækkandi lestur blaðanna tveggja eru breytt lög um póst­þjón­ustu, sem sam­þykkt voru 2019, og gera frí­blöðum erf­ið­ara fyrir en áður að ná augum fólks.

Í þeim er réttur neyt­enda til að afþakka frí­blöð tryggð­ur. Á grunni þeirra laga réðst Reykja­vík­ur­borg í útgáfu á svoköll­uðum afþökk­un­ar­lím­miðum fyrir Reyk­vík­inga, sem sendir voru á öll heim­ili á þessu stærsta dreif­ing­ar­svæði frí­blaða á Íslandi.

Í við­horfskönnun sem Reykja­vík­ur­borg og SORPU bs. létu gera um flokkun og end­ur­vinnslu, í aðdrag­anda þess að gripið var til þess ráð­ast að dreifa mið­un­um, kom í ljós að um 70 pró­sent af svar­endum afþökk­uðu ekki fjöl­póst en gátu mögu­lega eða mjög vel hugsað sér að gera það.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent