Lestur Fréttablaðsins dregist saman um 0,5 prósentustig á mánuði síðastliðið ár

Frá því að útgáfudögum Fréttablaðsins var fækkað úr sex í fimm í viku hefur lestur blaðsins dregist hraðar saman en hann gerði áður. Morgunblaðið er nú lesið af minna en fimmtungi landsmanna.

Fréttablaðið
Auglýsing

Alls lásu 31,5 pró­sent lands­manna frí­blaðið Frétta­blaðið í apr­íl­mán­uði. Lest­ur­inn féll um 0,6 pró­sentu­stig á milli mán­aða. Frá því að nýir eig­endur – hópur leiddur af athafna­mann­inum Helga Magn­ús­syni – tóku við blað­inu um mitt ár 2019 hefur lest­ur­inn dreg­ist saman um 18 pró­sent, en hann var þá 38,4 pró­sent. Lestur Frétta­blaðs­ins hefur meira en helm­ing­ast ell­efu árum, en hann var 64 pró­sent í apríl 2010. 

Vert er að taka fram að útgáfu­dagar Frétta­blaðs­ins eru nú fimm, en voru sex þangað til í fyrra þegar ákveðið var að hætta mánu­dags­út­gáfu blaðs­ins. Auk þess hefur dag­leg dreif­ing dreg­ist saman úr 85 í 80 þús­und ein­tök. 

Sam­drátt­ur­inn hefur verið mestur síð­ast­liðið ár, en útgáfu­dögum Frétta­blaðs­ins var fækkað í apríl í fyrra. Frá þeim tíma hefur lest­ur­inn dreg­ist saman um næstum 0,5 pró­sentu­stig að með­al­tali í hverjum mán­uði. Haldi sú þróun áfram mun lestur Frétta­blaðs­ins fara undir 30 pró­sent seint í sumar eða snemma í haust. 

Auglýsing
Lesturinn hjá full­orðnum lands­mönnum undir fimm­tugu er enn minni, eða 22,6 pró­sent. Það er rúm­lega þriðj­ungur þess sem hann var í apr­íl­mán­uði 2010. 

Þetta kemur fram í tölum Gallup um lestur prent­miðla sem birtar voru í vik­unni.

Ný rit­stjórn­ar­stefna

Rit­stjórn­ar­stefnu Frétta­blaðs­ins var breytt í kjöl­far þess að Helgi og félagar hans keyptu útgáf­una, sem er inni í félag­inu Torgi ehf., að fullu haustið 2019. Stefna fjöl­miðla Torgs, sem telja líka DV, Hring­braut og tengda vefi, er í dag að halda fram „borg­ara­legum við­horf­um, víð­sýni og frjáls­lyndi. Frelsi verði gert hátt undir höfði og hag neyt­enda haldið á lofti. Stjórn­völdum á hverjum tíma verði veitt aðhald á öllum svið­um. Sama gildi um dóm­stóla. Áhersla verði lögð á mik­il­vægi umhverf­is­vernd­ar, efl­ingu atvinnu­lífs­ins og sam­starf Íslend­inga á alþjóð­legum vett­vang­i.“ Skömmu síðar sam­þykkti stjórn Torgs þó einnig reglur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði.

Sam­hliða var Ólöfu Skafta­dóttur gert að hætta sem þá öðrum rit­stjóra blaðs­ins og Jón Þór­is­son, fyrr­ver­andi banka­stjóri VBS fjár­fest­inga­banka og lög­mað­ur, tók við hennar stöðu. Hann er í dag eini rit­stjóri blaðs­ins. 

Undir tíu pró­sent yngri lands­manna lesa Mogg­ann

Morg­un­blaðið er hitt stóra dag­blaðið á íslenska mark­aðn­um. Það kemur enn út sex sinnum í viku en er áskrift­ar­blað þar sem almenn áskrift kostar 7.982 krónur á mán­uð­i. ­Út­gáfu­fé­lag þess, Árvak­ur, hefur verið að uppi­stöðu í eigu útgerð­ar­fyr­ir­tækja frá vor­mán­uðum 2009.

Lestur þess hefur líka helm­ing­ast á rúmum ára­tug og fór í fyrsta sinn undir 20 pró­sent hjá öllum lands­mönnum í mars. Hann mæld­ist 19,5 pró­sent í síð­asta mán­uð­i. 

Hjá ald­urs­hópnum 16-49 ára er staðan þannig að 9,5 pró­sent lands­manna sem til­heyra þessum hópi lesa Morg­un­blað­ið. Þessi þróun hefur átt sér stað þrátt fyrir að blaðið sé í aldreif­ingu, og þar af leið­andi frí­blað, alla fimmtu­daga. Þá daga fær fólk sem eru ekki áskrif­endur og hafa ekki beðið um að fá blaðið það samt sem áður inn um lúg­una eða í póst­kass­ann. 

Breytt lög bitu frí­blöð

Ein breyta sem hefur mögu­lega haft áhrif á lækk­andi lestur blað­anna tveggja eru breytt lög um póst­­­þjón­ustu, sem sam­­þykkt voru 2019, og gera frí­blöðum erf­ið­­ara fyrir en áður að ná augum fólks.

Í þeim er réttur neyt­enda til að afþakka frí­blöð tryggð­­ur. Á grunni þeirra laga réðst Reykja­vík­­­ur­­borg í útgáfu á svoköll­uðum afþökk­un­­ar­lím­miðum fyrir Reyk­vík­­inga, sem sendir voru á öll heim­ili á þessu stærsta dreif­ing­­ar­­svæði frí­­blaða á Íslandi.

Í við­horfskönnun sem Reykja­vík­­­ur­­borg og SORPU bs. létu gera um flokkun og end­­ur­vinnslu, í aðdrag­anda þess að gripið var til þess ráð­­ast að dreifa mið­un­um, kom í ljós að um 70 pró­­sent af svar­endum afþökk­uðu ekki fjöl­­póst en gátu mög­u­­lega eða mjög vel hugsað sér að gera það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent