LEX kannaði grundvöll meiðyrðamála fyrir innanríkisráðuneytið vegna lekamálsins

15270158622_be8a872753_z.jpg
Auglýsing

Lög­fræði­stofan LEX veitti inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu, í tíð Hönnu Birnu Krist­jáns­dóttur fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, aðkeypta lög­fræði­þjón­ustu vegna leka­máls­ins þar sem meðal ann­ars var kannað hvort umfjöllun fjöl­miðla gæfi til­efni til höfð­unar meið­yrða­máls. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í skrif­legu svari inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Jóns Þórs Ólafs­son­ar, þing­manns Pírata, um fjöl­miðla-og lög­fræði­ráð­gjöf vegna leka­máls­ins.

Ráðu­neytið greiddi fyrir umrædda lög­fræði­ráð­gjöf, sem svo leiddi til þess að Þórey Vil­hjálms­dótt­ir, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­maður ráð­herra, stefndi DV og tveimur blaða­mönnum blaðs­ins, þeim Jóni Bjarka Magn­ús­syni og Jóhanni Páli Jóhanns­syni, fyrir meið­yrði. Þórey stefndi umræddum vegna fréttar þar sem full­yrt var að hún væri svo­kall­aður starfs­maður B og hefði rétt­ar­stöðu grun­aðs.

Í áður­nefndri fyr­ir­spurn þing­manns Pírata er spurt hvað hafi falist í þeirri aðkeyptu lög­fræði­ráð­gjöf sem LEX veitti inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu. Í svari ráðu­neyt­is­ins við þeirri spurn­ingu seg­ir: „Ráð­gjöf LEX var veitt ráðu­neyt­inu vegna kæru á hendur ráðu­neyt­inu og ráð­herra um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga. Ráð­gjöfin var bæði munn­leg og skrif­leg. Ráð­gjöfin sneri ann­ars vegar að frum­grein­ingu LEX á því hvort umfjöllun fjöl­miðla gæfi til­efni til höfð­unar meið­yrða­máls. Í kjöl­farið tók aðstoð­ar­maður ráð­herra ákvörðun um höfðun meið­yrða­máls og bar sjálfur kostnað af því máli. Hins vegar sneri ráð­gjöfin að rétt­ar­stöðu sak­born­inga og vitna á rann­sókn­ar­stigi máls sam­kvæmt lögum um með­ferð saka­mála, m.a. um skyldu til að mæta til skýrslu­töku, rétt til að hafa lög­mann við­stadd­an, aðgang að gögnum og skyldu til að svara spurn­ing­um.“

Auglýsing

Kostn­aður ráðu­neyt­is­ins vegna lög­fræði­ráð­gjafar í tengslum við leka­málið hljóð­aði upp á tæpar 860 þús­und krón­ur, eins og Kjarn­inn greindi fyrstur fjöl­miðla frá í mars.

 

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None