Lífeyrissjóðir: Vantar mörg hundr­uð milljarða

14083419424-9876502ac5-o.jpg
Auglýsing

Það hafa verið miklir umbrots­tímar í íslensku sam­fé­lagi und­an­farin ár. Margt hefur áunn­ist í bar­átt­unni við að end­ur­reisa þar og efla. Í dag er til að mynda góður hag­vöxt­ur, lítil verð­bólga og lítið atvinnu­leysi. Ákveðnir atvinnu­veg­ir, sér í lagi sjáv­ar­út­vegur og ferða­þjón­usta, eru í miklum sókn­ar­ham.

Ísland stendur hins vegar enn frammi fyrir risa­vöxnum vanda­málum sem nauð­syn­legt verður að takast á við í allra nán­ustu fram­tíð. Þeirri bar­áttu verður ekki frestað mikið leng­ur. Á þessum tíma­mótum Kjarn­ans þótti rit­stjórn hans rétt að útlista þau fjögur helstu. Þau eru glíman við fjár­magns­höft, breyt­ingar á líf­eyr­is­sjóða­kerf­inu, skjald­borg um heil­brigð­is­kerfið og staða Íslands í alþjóða­sam­fé­lag­inu. Hér að neðan verður fjallað um stöðu líf­eyr­is­kerf­is­ins.

Sam­eina þarf líf­eyr­is­kerfin



Í dag er lág­marks­eft­ir­launa­líf­eyrir 219 þús­und krón­ur. Til að setja þá upp­hæð í sam­hengi er lág­marks­­fram­færslu­við­mið vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins 290 þús­und krón­ur. Lág­marks­eft­ir­launa­líf­eyr­ir­inn er því aðeins 75 pró­sent af þeirri upp­hæð sem þarf til að lifa af.

Þrátt fyrir að íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerfið eigi tæpa 2.750 millj­arða króna er það langt frá því að standa undir þeim skuld­bind­ingum sem sjóð­irnir hafa lofað að standa und­ir. Til þess vantar tæpa 900 millj­arða króna, að mati Björns Z. Arn­gríms­son­ar, sér­fræð­ings hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu. Í grein sem hann skrif­aði í fyrra­haust segir að skuld­bind­ingar líf­eyr­is­­­sjóð­anna séu mögu­lega van­metnar vegna þess að þær taki ekki nægi­legt til­lit til þess að Íslend­ingar séu alltaf að eld­ast.

Auglýsing

Ríkið borgar fullt



Þorri þeirrar upp­hæðar sem vantar upp á er vegna halla á stærsta líf­eyr­is­sjóði lands­ins, Líf­eyr­is­sjóði starfs­manna rík­is­ins (LS­R). Halli hans er að minnsta kosti 450 millj­arðar króna. Sá sem „skuld­ar“ sjóðnum þessa pen­inga er íslenska rík­ið. Ríkið þyrfti að borga yfir 30 millj­arða króna á ári í 20 ár til að borga þessa skuld.

Margir virð­ast halda að líf­eyr­is­sjóð­irnir standi sjálfir undir öllum þeim greiðslum sem þeir greiða í líf­eyri. Því fer fjarri. Íslenska ríkið tryggir ákveðna lág­marks­líf­eyr­is­­greiðslu, áður­nefndar 219 þús­und krónur á mán­uði. Ef líf­eyr­i­s­jóð­irnir borga ekki þá upp­hæð mán­að­ar­lega til sinna skjól­stæð­inga þarf ríkið að grípa inn í og brúa bil­ið. Árlegar greiðslur vegna þessa eru nú um 40 millj­arðar króna og hafa hækkað um 15 millj­arða króna frá árinu 2008. Ríkið greiðir því um helm­ing útgreidds líf­eyris á hverju ári.

Gömlum Íslend­ingum fjölgar mjög hratt



Vandi íslenska líf­eyr­is­sjóða­kerf­is­ins er eitt mest aðkallandi vanda­mál sem íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyr­ir. Fjöldi Íslend­inga sem eru yfir 67 ára aldri mun þre­fald­ast á næstu 45 árum. Hag­stofa Íslands spáir því að árið 2060 verði þeir 97 þús­und. Til við­bótar við þær háu upp­hæðir sem vantar inn í grunn­líf­eyr­is­kerfi treystir það líka á að fólk leggi fyrir annan sparnað til að kom­ast af á efri árum, enda greiða líf­eyr­is­sjóð­irnir og Trygg­inga­stofnun rík­is­ins ein­ungis um 40 pró­sent af launum í líf­eyri.

Þorri þess við­bót­ar­sparn­aðar hefur verið í gegnum sér­eign­ar­líf­eyr­is­sparn­að­ar­kerf­ið. Síð­ustu tvær rík­is­stjórnir lands­ins hafa hins vegar opnað fyrir það að lands­menn nýti sér­eign­ar­sparn­að­inn sinn í annað en að spara fyrir ævi­kvöld­ið. Fyrst var fólki ein­fald­lega leyft að taka pen­ing­ana út, borga af þeim skatta og eyða þeim í það sem því sýnd­ist. Um 100 millj­arðar króna höfðu flætt úr sér­eign­ar­kerf­inu um síð­ustu ára­mót vegna þessa. Sitj­andi rík­is­stjórn til­kynnti síðan að hún ætl­aði að heim­ila skatt­frjálsa nýt­ingu á sér­eign­ar­líf­eyr­is­greiðslum til nið­ur­greiðslu á höf­uð­stól íbúða­lána. Á næstu fjórum árum verður umfang þeirrar aðgerðar um 70 millj­arðar króna. Verði hún fram­lengd, eins og póli­tískur vilji er til, mun hún lík­lega ganga mjög nærri sér­eign­ar­kerf­inu.

Stjórn­völd að vakna



Vanda­málið er því afar stórt og stjórn­völd vita af því. Að takast á við það með þeirri alvöru sem vanda­málið útheimtir hefur þó ítrekað verið frestað á und­an­förnum árum. Nú virð­ist sem smá­vægi­leg hreyf­ing sé á mál­inu og að það kom­ist mögu­lega á dag­skrá í haust. Nefnd um mál­efni líf­eyr­is­sjóða hefur lagt til að opin­bera kerf­inu, þar sem ríkið er í ábyrgðum fyrir líf­eyr­is­sjóð­ina, verði breytt í frjálst kerfi líkt því sem aðrir líf­eyr­is­sjóðir starfa í. Auk þess virð­ist vera nokkuð mik­ill sam­taktur um nauð­syn þess að hækka líf­eyr­is­aldur upp í 70 ár hið minnsta hjá öllum í nýja kerf­inu.

Til við­bótar þyrfti að hækka iðgjöld, það hlut­fall launa sem hver launa­maður er lög­bund­inn til að greiða í líf­eyr­is­sjóð mán­að­ar­lega, umtals­vert. Iðgjöld í almenna kerf­inu í dag eru 12,5 pró­sent en til­lögur miða við að þau verði hækkuð upp í 15,5 pró­sent.

Það liggur mikið á að taka stórar ákvarð­anir varð­andi þetta mál. Hrafn Magn­ús­son, sem var fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands líf­eyr­is­sjóða í vel á fjóra ára­tugi, skrif­aði grein í Kjarn­ann í októ­ber 2013. Á meðal þess sem hann fjall­aði um var sá halli sem er á stærsta líf­eyr­is­sjóði lands­ins, LSR. „Þetta er grafal­var­leg staða sem versnar með hverju ári sem líður ef ekki er gripið til við­eig­andi ráð­staf­ana. Hall­inn á LSR og líf­eyr­is­sjóðum sveit­ar­fé­laga er áhyggju­efni fyrir alla þjóð­ina því með þessu ástandi er verið að velta skatt­byrð­inni yfir á kom­andi kyn­slóð­ir,“ sagði Hrafn í grein­inni.

Þessi grein er hluti af mun stærri umfjöllun um helstu áskor­anir sem íslenskt sam­fé­lag stendur frammi fyrir sem birt­ist í Kjarn­anum í síð­ustu viku.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None