Hafþór Eide Hafþórsson, sem var aðstoðarmaður Lilju Alfreðsdóttur frá desember 2017 til desember 2019, hefur verið ráðinn aðstoðarmaður hennar á ný. Hafþór aðstoðar ráðherrann í nýju ráðuneyti ferðamála-, viðskipta- og menningarmála og hefur þegar hafið störf.
Aðstoðarmenn Lilju á seinni hluta síðasta kjörtímabils, sem stýrði mennta- og menningarmálaráðuneytinu, voru Hrannar Pétursson og Milla Ósk Magnúsdóttir. Hrannar ákvað að láta staðar numið í aðstoðarmennsku nú þegar ný ríkisstjórn var mynduð og Milla, sem tók á sínum tíma við stöðu Hafþórs, færði sig um set og aðstoðar nú Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra.
Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og var meðal annars um tíma formaður Sambands ungra framsóknarmanna og verið einn af kosningastjórum flokksins í síðastliðnum tveimur Alþingiskosningum.