Kórónuveirubörnin að slá Íslandsmet hrunbarnanna

Á árunum eftir bankahrunið settu Íslendingar met í barneignum. Kórónuveirufaraldursbörnin virðast ætla að slá það met. Kostnaður vegna fæðingarorlofsgreiðslna mun fara yfir 20 milljarða króna í fyrsta sinn á næsta ári.

Ungabarn Mynd: vidal balielo jr/Pexels
Auglýsing

Í byrjun des­em­ber höfðu um 4.300 börn verið skráð hjá Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði vegna orlofstöku á árinu. Mesti fjöldi fæddra barna á einu ári á Íslandi var 4.521 árið 2010, í kjöl­far hruns­ins. Nú stefnir í að árið 2021 verði það stærsta til þessa auk þess sem feður hafa tekið meira orlof en verið hefur á und­an­förnum árum. Það leiðir til þess að kostn­aður rík­is­sjóðs vegna fæð­ing­ar­or­lofs hafa hækkað skarpt og stefna í að verða 19,3 millj­arðar króna í ár.

Í fyr­ir­liggj­andi fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar kom fram að 19,6 millj­arðar króna myndu fara í að greiða fyrir fæð­ing­ar­or­lof úr fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði á næsta ári og því ljóst að búist var við stóru barna­ári 2022 líka.

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta fjár­laga­nefndar vegna fjár­laga­frum­varps­ins, sem sam­anstendur af nefnd­ar­mönnum stjórn­ar­flokk­anna þriggja, kemur hins vegar fram að sú upp­hæð muni senni­lega ekki duga. Sam­hliða leng­ingu fæð­ing­ar­or­lofs­réttar 2020 og 2021 hafi nýt­ing rétt­ar­ins einnig smám saman verið að dreifast á lengri tíma, og þá sér­stak­lega hjá feðr­um.

Auglýsing
Því gerir meiri­hlut­inn til­lögu um að hækka fram­lag til Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóðs um 1.627 millj­ónir króna frá því sem til stóð að láta renna í hann í fjár­laga­frum­varp­inu. Því fara greiðslur úr fæð­ing­ar­or­lofs­sjóði í 21,2 millj­arða króna á næsta ári, sam­kvæmt áætl­un­um.

Tólf mán­aða orlof

Fæð­ing­ar­or­lofs­sjóður er fjár­magn­aður með inn­heimtu trygg­inga­gjalds, líkt og ýmsir aðrir kostn­að­ar­samir angar almanna­trygg­inga­kerf­is­ins. Sam­kvæmt fjár­laga­frum­varp­inu er reiknað með að tekjur rík­is­sjóðs af inn­heimtu trygg­inga­gjalds verði 107 millj­arðar króna á árinu 2022. 

Almennt trygg­inga­gjald var lækkað tíma­bundið um síð­ustu ára­mót um 0,25 pró­sentu­stig, í 4,65 pró­sent. Sú lækkun mun ganga til baka í byrjun næsta árs og almenna trygg­inga­gjaldið fer þá aftur upp í 4,9 pró­sent. 

Fæð­ing­ar­or­lof er leyfi frá laun­uðum störfum sem stofn­ast til við fæð­ingu, frumætt­leið­ingu barns yngra en átta ára og töku barns yngra en átta ára í var­an­legt fóst­ur. Þá stofn­ast réttur til fæð­ing­ar­or­lofs við fóst­ur­lát eftir 18 vikna með­göngu og and­vana­fæð­ingu eftir 22 vikna með­göngu.

Tíma­lengd orlofs er 12 mán­uð­ir. Hvort for­eldri á rétt á sex mán­aða orlofi en geta fram­selt sex vikur sín á milli. Mán­að­ar­legar greiðslur eru 80 pró­sent af með­al­tali heild­ar­launa, en aldrei hærri en 600 þús­und krónur á mán­uði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent