Litla uppboðshúsið sem gat og varð að umdeildu stórfyrirtæki

h_52014828-1.jpg
Auglýsing

Þegar Bengt Sund­ström keypti lítið upp­boðs­hús í Dan­mörku árið 1998 grun­aði hvorki hann né aðra að 17 árum síðar yrði fyr­ir­tækið orðið hið lang stærsta sinnar teg­undar á Norð­ur­lönd­um. Hann lætur þó ekki staðar numið og stefnir að því að upp­boðs­húsið verði með útibú í öllum þeim löndum sem IKEA er með versl­an­ir.

Bengt Sund­ström er fæddur og upp­al­inn í Sví­þjóð, nýorð­inn sex­tug­ur. Hug­ur­inn hneigð­ist snemma til við­skipta og hann sótti menntun sína meðal ann­ars til Sviss, þar sem stund­aði nám í IMD við­skipta­há­skól­an­um. Að námi loknu stund­aði hann ýmis störf, var til dæmis í sex ár sölu­stjóri hjá Rank Xerox (heitir Xerox í dag) og síðan um fimm ára skeið hjá upp­boðs­húsi Bruun Rasmus­sen í Kaup­manna­höfn. Hjá Bruun komst Bengt Sund­ström í kynni við við­skipti með lista­verk, kynnt­ist mörgum lista­mönnum og lista­verka­söfn­urum og lista­verka­sölum um allan heim. „Ég kynnt­ist þessum spenn­andi heimi inn­an­frá,“ sagði hann sjálfur í blaða­við­tali.

Keypti upp­boðs­hús



Árið 1998 var lítið upp­boðs­hús í Kaup­manna­höfn, Lauritz Christen­sen Auktioner, aug­lýst til sölu. Bengt Sund­ström sló til og keypti fyri­tæk­ið. „Þessi heimur heill­aði mig, ég var líka orð­inn nokkuð kunn­ugur upp­boðs­heim­in­um, þetta gamla upp­boðs­hús (stofnað 1885) var líka virt og þekkt víða um heim: Þetta var mitt tæki­færi,“ sagði Bengt Sund­ström síðar í við­tali um ákvörðun sína.

Hinn nýi eig­andi hugs­aði stórt og ekki þurfti lengi að bíða eftir breyt­ing­um. Árið 1999, einu ári eftir eig­enda­skipt­in, til­kynnti Bengt Sund­ström að fram­vegis yrði upp­boðs­hús hans ein­ungis á net­inu og héti fram­vegis Lauritz.com. Þegar hann skýrði frá þessum breyt­ingum sagð­ist hann þess full­viss að net­upp­boð ættu fram­tíð­ina fyrir sér, þó svo að hin hefð­bundnu upp­boð yrðu áfram til stað­ar. „Ég hef ákveðið að fara aðra leið,“ sagði Bengt Sund­ström. Hann hefur þó tæp­ast rennt grun í að fyr­ir­tæki hans myndi stækka jafn mikið og raunin hefur orð­ið.

Auglýsing

Lauritz.com orðið stór­fyr­ir­tæki



Þegar Bengt Sund­ström keypti fyr­ir­tækið voru starfs­menn­irnir fimm og árs­veltan 12 millj­ónir danskar krónur (238 millj­ónir íslenskar). Í dag eru starfs­menn­irnir tæp­lega 400 og á síð­asta ári nam veltan 1,2 millj­örðum danskra króna (tæpum 24 millj­örðum íslenskum).

Þegar Sund­ström keypti fyr­ir­tækið var starf­semin á einum stað, Kaup­manna­höfn, en nú er Lauritz.com með starf­semi á 23 stöðum í fjórum lönd­um, Sví­þjóð, Þýska­landi og Belg­íu, auk Dan­merk­ur. Starf­semin er umfangs­mest í Dan­mörku, þar er Lauritz.com með 13 vöru- og lag­er­hús þar sem við­skipta­vinir geta skoðað vörur sem eru til sölu og komið með til skoð­unar og fengið metið verð­gildi hluta sem þeir vilja hugs­an­lega selja. Enn er þó langt í að starf­semin teygi sig til allra þeirra landa sem IKEA hefur starf­semi en það er mark­mið eig­and­ans.

Í gegnum upp­boðs­síð­una hafa millj­ónir hluta skipt um eig­endur en skráðir not­endur upp­boðs­síð­unnar Lauritz.com eru vel á aðra millj­ón. Hús­gögn, lista­verk, skart­grip­ir, ljós, leik­föng, úr og klukk­ur, teppi, eld­hús­á­höld, raf­tæki, bús­á­höld og svo fram­veg­is, og svo fram­veg­is. Allt þetta og margt margt fleira er í boði. Bíla, skip og flug­vélar er ekki hægt að kaupa á upp­boðs­síð­unni og stendur ekki til að sögn Bengt Sund­ström.

Ekki allt ekta



Oft er mis­jafn sauður í mörgu fé. Þannig hljóðar gam­all máls­hátt­ur, sem skýrir sig sjálf­ur. Lauritz.com hefur ekki farið var­hluta af ýmis konar svindli og braski. Það snýst einkum um að hlut­irnir eru ekki það sem þeir eru sagðir vera, kaup­and­inn telur sig vera að kaupa ekta vöru sem reyn­ist svo þegar að er gáð vera ódýr eft­ir­lík­ing. Starfs­fólk fyr­ir­tæk­is­ins hefur líka margoft verið sakað um að ganga ekki úr skugga um að rétt sé rétt, hafi jafn­vel meiri áhuga fyrir að selja hlut­ina en kanna málið til hlít­ar.

Fyrir tveimur árum var tals­vert fjallað um það í dönskum fjöl­miðlum að kona nokkur hefði keypt sex stóla fyrir sam­tals 14 þús­und danskar krónur gegnum Lauritz.com. Konan var him­in­lif­andi yfir að hafa hreppt þessa þekktu stóla, sem voru hann­aðir af hjón­unum Charles og Ray Eames, og eru mjög eft­ir­sóttir og eftir því dýr­ir.

Fljót­lega vökn­uðu þó hjá kon­unni grun­semdir um að ekki væri allt með felldu, hún fór með stól­ana í verslun sem selur meðal ann­ars hús­gögn hönnuð af Eames hjón­un­um. Þar fékk konan að vita að hún hefði keypt kött­inn í sekkn­um, stól­arnir væru ein­ungis léleg eft­ir­lík­ing. Hjá Lauritz.com sögð­ust menn koma af fjöllum og end­ur­greiddu kon­unni stól­ana. Kont­ant, neyt­enda­þáttur danska sjón­varps­ins tók hins­vegar málið og upp og komst að því að upp­boðs­fyr­ir­tækið hafði haft fjöld­ann allan af sams konar stólum til sölu, þeir voru allir fram­leiddir í Kína og fyrir þá sem til þekkja auð­velt að sjá að þeir væru eft­ir­lík­ing­ar.

Sænsk lúx­usrúm fram­leidd í Kína



Fyrir nokkrum mán­uðum komu starfs­menn sænska fyr­ir­tæk­is­ins Hästens í eitt af sýn­ing­ar­húsum Lauritz.com á Jót­landi. Þeim hafði borist til eyrna að þar væru til sýn­is, og sölu, rúm sem sögð væru ekta Hästens. Hästens rúmin þykja með þeim vönd­uð­ustu og dýr­ustu sem völ er á og þess vegna vakti það athygli að Lauritz.com væri með slík rúm til sölu á verði sem var ein­ungis brot af því sem slík rúm kosta venju­lega.

Þeir hjá Hästens sáu strax að þarna var köttur í bóli bjarn­ar, hin svoköll­uðu Hästens rúm í sýn­ing­ar­sal Lauritz.com voru eft­ir­lík­ing­ar, meira að segja lélegar eft­ir­lík­ingar að þeirra dómi. Í ljós kom, að sögn Lauritz.com, að starfs­maður fyr­ir­tæk­is­ins hafði uppá eigin spýtur keypt 70 rúm frá Kína og flutt til Dan­merk­ur. Dag­blaðið Berl­ingske komst hins vegar yfir gögn sem sýna að fyr­ir­tækið sjálft, Lauritz.com, hafði verið með í inn­kaup­unum og Hästens hefur nú höfðað mál gegn fyr­ir­tæk­inu.

Hér hafa aðeins verið nefnd tvö dæmi þar sem upp­boðs­fyr­ir­tækið hefur verið á hálum ís, að ekki sé meira sagt. Mörg önnur dæmi mætti nefna: úr, rauð­víns­eft­ir­lík­ing­ar, sófa­eft­ir­lík­ingar og fleira og fleira.

Bengt Sund­ström hefur sagt að fyr­ir­tækið Lauritz.com hafi vaxið mun hraðar en nokkurn hafi órað fyr­ir. Því miður sé það þannig að þótt flestir séu heið­ar­legir séu alltaf skemmd epli í kass­an­um. „Það er ljóst að við verðum að vera enn betur á varð­bergi gagn­vart svindl­ur­um. Við viljum að fólk geti treyst okk­ur, ef það bregst æ ofan í æ, getum við pakkað sam­an,“ Bengt Sund­ström í við­tali við danska sjón­varpið fyrir skömmu.

Sagan af „Svav­ars­mynd­inni“



Eins og margir muna ugg­laust hafa á und­an­förnum árum komið upp nokkur mál (hjá Lauritz, Bruun Rasmus­sen og fleirum) þar sem reynt hefur ver­ið, og stundum tekist, að selja mál­verk eignuð íslenskum list­mál­ur­um, sem við nán­ari rann­sókn hafa reynst fals­an­ir, eða eft­ir­lík­ing­ar. Lang oft­ast myndir eign­aðar Svav­ari Guðn­a­syni.

Fyrir þrem árum sá þessi pistla­skrif­ari aug­lýsta á vef Lauritz.com mynd, sem sögð var gerð af Svav­ari Guðn­a­syni. Pistla­höf­undur komst að því, fyrir til­vilj­un, að Upp­boðs­húsi Bruun Rasmus­sen hafði verið boðin myndin fyrir nokkrum árum en þar var henni hafnað á þeim for­sendum að hún væri fölsuð.

Pistla­skrif­ari gerði sér ferð í sýn­ing­ar­sal Lauritz.com í nágrenni Kaup­manna­hafnar þeirra erinda að skoða umrædda mynd. Þegar í sýn­ing­ar­sal­inn var komið og pistla­skrif­ari lýsti áhuga á að skoða þetta verk, merkt Svav­ari Guðn­a­syni var spurt hvort sá sem vildi skoða væri Íslend­ing­ur. Hefur kannski heyrst á hreimn­um. Ekki gat pistla­skrif­ari neitað upp­runanum en svo und­ar­lega bar þá við að mynd­in, merkt Svav­ari Guðn­a­syni fannst ekki í sýn­ing­ar­saln­um. Starfs­menn klór­uðu sér í koll­inum en það breytti engu, myndin var horf­in.

Pistla­skrif­ara þótti þetta fremur ein­kenni­legt en fór heim án þess að hafa séð mynd­ina. Ein­hverra hluta vegna hvarf svo þessi mynd af vef Lauritz.com áður en kom að þeim tíma sem myndin skyldi seld. Maður sem vinnur „í þessum bransa“ og pistla­skrif­ari er mál­kunn­ugur full­yrðir að eig­and­inn hafi dregið hana til baka og ætli nú að bíða rólegur í nokkur ár, áður en hann reynir að selja hana aft­ur, það yrði þá þriðja til­raun­in.



 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None