Stjórnvöld hafa hug á því að blása til fundar um húsnæðismál, og reyna að finna „lausn“ á því hvernig megi auka framboð af húsnæði, til þess að bregðast við mikilli eftirspurn, og jafnframt lækka byggingarkostnað.
Samkvæmt því sem Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, sagði í viðtali við Viðskiptablaðið þá er það talið nauðsynlegt, að halda mikinn og fjölmennan fund þar sem allir þeir sem hafa áhuga og hagsmuni af gangi mála á húsnæðismarkaði eru velkomnir.
Fróðlegt verður að sjá hvað mun koma út úr þessum fundi.
Eitt er alveg öruggt. Alveg sama hvað sagt verður á fundinum, þá munu markaðslögmálin á fasteignamarkaði hafa sinn vana gang, og öll inngrip í hann - t.d. millifærslur úr ríkissjóði upp á 80 milljarða inn á verðtryggðar skuldir sumra - munu alltaf hafa einhverja afleiðingar. Vonandi verður fundurinn samt uppbyggilegur og skemmtilegur.