Lögreglan í Los Angeles (LA) skaut heimilislausan mann til baka í nótt, en myndband atburðinum hefur vakið mikla athygli og reiði á samfélagsmiðlum í dag. Fréttamiðillinn Revolution News greindi fyrstur frá málinu, með því að birta myndband af atburðinum á Facebook síðu sinni.
Lögreglan í LA hefur ekki enn gefið út yfirlýsingu, um ástæður þess að maðurinn var skotinn, en sé mið tekið af myndbandinu þá er erfitt að segja til um hvað leiddi til þess að lögreglumenn reyndu að ná manninum niður í sameiningu og ná tökum á aðstæðum. Það eina sem lögreglan hefur gefið út til þessa, er að maðurinn sé látinn eftir að lögreglan skaut hann til bana.
LA Times birtir myndbandið á forsíðu sinni, og segir að lögreglumann ítrekað hafa öskrað að manninum, um að láta byssuna frá sér („drop the gun“). Frekari yfirlýsinga vegna atviksins, frá lögregluyfirvöldum í LA, er að vænta, að sögn LA Times.