Lögreglan segir enga tilraun hafa verið gerða til að leyna því sem var á upptökum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrstu upplýsingar hennar sem fengust á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem ráðherra var á meðal geasta, hafi verið á þann veg að um einkasamkvæmi væri að ræða.

Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir enga til­raun hafa verið gerða til að leyna því sem fram kom á upp­tökum úr búk­mynda­vélum lög­reglu­manna sem komu á vett­vang í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu. Eft­ir­lits­nefnd með störfum lög­reglu hafi fengið tæm­andi end­ur­rit af sam­ræðum lög­reglu­manna á vett­vangi fylgdi með til nefnd­ar­innar strax í upp­hafi skoð­unar hennar á mál­inu og þegar hún hafi beðið um nýtt ein­tak af upp­töku úr búmynda­vélum hafi rétt ein­tak verið sent til nefnd­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni sem send var út í til­efni af frétta­flutn­ingi af nið­ur­stöðu nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu (NEL) varð­andi starfs­hætti lög­reglu.

RÚV greindi frá því í gær að NEL telji að hátt­semi þeirra veggja lög­reglu­þjóna sem fóru í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu geti telist ámæl­is­verð og til­efni sé til að senda þann þátt til með­ferðar lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á búk­mynda­vél eins þeirra heyr­ist hann segja: „Hvernig yrði frétta­til­kynn­ing­in....40 manna einka­sam­kvæmi og þjóð­þekktir ein­stak­ling­ar..., er það of mik­ið?“

Málið á rætur sínar að rekja til þess að lög­reglan greindi frá því í upp­lýs­inga­pósti úr dag­bók lög­reglu að morgni aðfanga­dags 2020 að lög­regla hefði verið kölluð til klukkan 22:25 á Þor­láks­messu vegna sam­kvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykja­vík. Í póst­inum stóð að veit­inga­rekstur í salnum væri í flokki sem ætti að vera lok­aður á þessum tíma vegna sótt­varn­ar­reglna. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nán­ast hvergi voru fjar­lægð­ar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu aðeins 3 spritt­brúsa í saln­um. Lög­reglu­menn ræddu við ábyrgð­ar­menn skemmt­un­ar­innar og þeim kynnt að skýrsla yrði rit­uð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp and­lits­grímu. Gest­irnir kvödd­ust margir með faðm­lögum og ein­hverjir með koss­um. Einn gest­anna var ósáttur með afskipti lög­reglu og líkti okkur við nas­ista.“

Auglýsing
Um tíu­leytið á aðfanga­dags­morgun fóru að birt­ast frétt­ir, á Vísi og vef Frétta­­blaðsins, um að ráð­herr­ann í sam­kvæm­inu hefði verið Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Fyrstu upp­lýs­ingar að þetta væri einka­sam­kvæmi

Aðstand­endur Ásmund­ar­sal­ar, Aðal­heiður Magn­ús­dóttir og Sig­ur­björn Þor­kels­son, greindu frá því í yfir­lýs­ingu sem þau sendu á fjöl­miðla í gær að ekki hafi verið brotið gegn reglum um fjölda­tak­mark­anir í salnum á Þor­láks­messu á síð­asta ári.

Enn fremur sagði í til­kynn­ing­unni að ekki hafi verið brotið gegn reglum um opn­un­ar­tíma umrætt kvöld og að ekk­ert sam­kvæmi hafi verið haldið í lista­safn­inu umrætt kvöld. Aftur á móti hafi verið brotið gegn ákvæði um grímu­skyldu.

Í til­kynn­ingu lög­reglu í dag segir að það sé grund­vall­ar­triði að við­halda því góða trausti sem lög­reglan nýt­ur. Eft­ir­lit með störfum lög­reglu sé einn af horn­steinum þess að við­halda því trausti. „Hvað varðar afhend­ingu gagna til nefnd­ar­innar er rétt að taka fram að tæm­andi end­ur­rit af sam­ræðum lög­reglu­manna á vett­vangi fylgdi með til nefnd­ar­innar strax í upp­hafi. Nefndin hafði þar af leið­andi umrædd sam­töl, sem vísað er til í nið­ur­stöðum henn­ar, undir höndum allan tím­ann. Rétt er að hluti af upp­tökum úr búk­mynda­vélum á vett­vangi var án hljóðs. Þegar nefndin gerði athuga­semd við það var rétt ein­tak sent til nefnd­ar­inn­ar. Engin til­raun var gerð til að leyna því sem fram kom á upp­tök­un­um.

Hvað varðar nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar um að vís­bend­ingar séu um að dag­bók­ar­færsla hafi verið efn­is­lega röng telur emb­ættið mik­il­vægt að taka fram að fyrstu upp­lýs­ingar lög­reglu sem feng­ust á vett­vangi voru á þann veg að um einka­sam­kvæmi væri að ræða og var það því skráð sem slíkt í dag­bók lög­reglu. „Hins vegar leiddi frek­ari rann­sókn máls­ins í ljós að svo var ekki. Mark­mið með birt­ingu upp­lýs­inga úr dag­bók­ar­færslum er að fjalla um verk­efni lög­reglu eins og þau birt­ast á hverjum tíma. Eðli máls sam­kvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rann­sókn miðar áfram.“

Hvað varðar nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar um að hátt­semi til­tek­inna starfs­manna emb­ætt­is­ins geti talist ámæl­is­verð þá hefur Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tekið það til með­ferðar og sett í far­veg. „Að öðru leyti getur emb­ættið ekki veitt upp­lýs­ingar um mál­efni ein­stakra starfs­manna.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent