Lögreglan segir enga tilraun hafa verið gerða til að leyna því sem var á upptökum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að fyrstu upplýsingar hennar sem fengust á vettvangi í Ásmundarsal á Þorláksmessu, þar sem ráðherra var á meðal geasta, hafi verið á þann veg að um einkasamkvæmi væri að ræða.

Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Auglýsing

Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu segir enga til­raun hafa verið gerða til að leyna því sem fram kom á upp­tökum úr búk­mynda­vélum lög­reglu­manna sem komu á vett­vang í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu. Eft­ir­lits­nefnd með störfum lög­reglu hafi fengið tæm­andi end­ur­rit af sam­ræðum lög­reglu­manna á vett­vangi fylgdi með til nefnd­ar­innar strax í upp­hafi skoð­unar hennar á mál­inu og þegar hún hafi beðið um nýtt ein­tak af upp­töku úr búmynda­vélum hafi rétt ein­tak verið sent til nefnd­ar­inn­ar. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni sem send var út í til­efni af frétta­flutn­ingi af nið­ur­stöðu nefndar um eft­ir­lit með lög­reglu (NEL) varð­andi starfs­hætti lög­reglu.

RÚV greindi frá því í gær að NEL telji að hátt­semi þeirra veggja lög­reglu­þjóna sem fóru í Ásmund­ar­sal á Þor­láks­messu geti telist ámæl­is­verð og til­efni sé til að senda þann þátt til með­ferðar lög­reglu­stjór­ans á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Á búk­mynda­vél eins þeirra heyr­ist hann segja: „Hvernig yrði frétta­til­kynn­ing­in....40 manna einka­sam­kvæmi og þjóð­þekktir ein­stak­ling­ar..., er það of mik­ið?“

Málið á rætur sínar að rekja til þess að lög­reglan greindi frá því í upp­lýs­inga­pósti úr dag­bók lög­reglu að morgni aðfanga­dags 2020 að lög­regla hefði verið kölluð til klukkan 22:25 á Þor­láks­messu vegna sam­kvæmis í sal í útleigu í miðbæ Reykja­vík. Í póst­inum stóð að veit­inga­rekstur í salnum væri í flokki sem ætti að vera lok­aður á þessum tíma vegna sótt­varn­ar­reglna. „Í ljós kom að á milli 40-50 gestir voru sam­an­komin í saln­um, þar á meðal einn hátt­virtur ráð­herra í rík­is­stjórn Íslands. Tölu­verð ölvun var í sam­kvæm­inu og voru flestir gest­anna með áfengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu athygli að eng­inn gest­anna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nán­ast hvergi voru fjar­lægð­ar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu aðeins 3 spritt­brúsa í saln­um. Lög­reglu­menn ræddu við ábyrgð­ar­menn skemmt­un­ar­innar og þeim kynnt að skýrsla yrði rit­uð. Þá var gestum vísað út. Þegar að gestir gengu út voru flestir búnir að setja upp and­lits­grímu. Gest­irnir kvödd­ust margir með faðm­lögum og ein­hverjir með koss­um. Einn gest­anna var ósáttur með afskipti lög­reglu og líkti okkur við nas­ista.“

Auglýsing
Um tíu­leytið á aðfanga­dags­morgun fóru að birt­ast frétt­ir, á Vísi og vef Frétta­­blaðsins, um að ráð­herr­ann í sam­kvæm­inu hefði verið Bjarni Bene­dikts­son, for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.

Fyrstu upp­lýs­ingar að þetta væri einka­sam­kvæmi

Aðstand­endur Ásmund­ar­sal­ar, Aðal­heiður Magn­ús­dóttir og Sig­ur­björn Þor­kels­son, greindu frá því í yfir­lýs­ingu sem þau sendu á fjöl­miðla í gær að ekki hafi verið brotið gegn reglum um fjölda­tak­mark­anir í salnum á Þor­láks­messu á síð­asta ári.

Enn fremur sagði í til­kynn­ing­unni að ekki hafi verið brotið gegn reglum um opn­un­ar­tíma umrætt kvöld og að ekk­ert sam­kvæmi hafi verið haldið í lista­safn­inu umrætt kvöld. Aftur á móti hafi verið brotið gegn ákvæði um grímu­skyldu.

Í til­kynn­ingu lög­reglu í dag segir að það sé grund­vall­ar­triði að við­halda því góða trausti sem lög­reglan nýt­ur. Eft­ir­lit með störfum lög­reglu sé einn af horn­steinum þess að við­halda því trausti. „Hvað varðar afhend­ingu gagna til nefnd­ar­innar er rétt að taka fram að tæm­andi end­ur­rit af sam­ræðum lög­reglu­manna á vett­vangi fylgdi með til nefnd­ar­innar strax í upp­hafi. Nefndin hafði þar af leið­andi umrædd sam­töl, sem vísað er til í nið­ur­stöðum henn­ar, undir höndum allan tím­ann. Rétt er að hluti af upp­tökum úr búk­mynda­vélum á vett­vangi var án hljóðs. Þegar nefndin gerði athuga­semd við það var rétt ein­tak sent til nefnd­ar­inn­ar. Engin til­raun var gerð til að leyna því sem fram kom á upp­tök­un­um.

Hvað varðar nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar um að vís­bend­ingar séu um að dag­bók­ar­færsla hafi verið efn­is­lega röng telur emb­ættið mik­il­vægt að taka fram að fyrstu upp­lýs­ingar lög­reglu sem feng­ust á vett­vangi voru á þann veg að um einka­sam­kvæmi væri að ræða og var það því skráð sem slíkt í dag­bók lög­reglu. „Hins vegar leiddi frek­ari rann­sókn máls­ins í ljós að svo var ekki. Mark­mið með birt­ingu upp­lýs­inga úr dag­bók­ar­færslum er að fjalla um verk­efni lög­reglu eins og þau birt­ast á hverjum tíma. Eðli máls sam­kvæmt geta mál skýrst eða tekið aðra stefnu eftir því sem rann­sókn miðar áfram.“

Hvað varðar nið­ur­stöðu nefnd­ar­innar um að hátt­semi til­tek­inna starfs­manna emb­ætt­is­ins geti talist ámæl­is­verð þá hefur Lög­reglan á höf­uð­borg­ar­svæð­inu tekið það til með­ferðar og sett í far­veg. „Að öðru leyti getur emb­ættið ekki veitt upp­lýs­ingar um mál­efni ein­stakra starfs­manna.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent