Blaðamennirnir Adam Saleh og Sheikh Akbar hafa unnið margvíslegar umfjallanir til dreifingar á Youtube, undir heitinu TrueStory ASA, sem hafa vakið mikla athygli. Vefur breska fjölmiðilsins Independent fjallaði um eitt myndband þeirra á dögunum þar sem lögreglumaður í Bandaríkjunum er staðinn að því að skipta algjörlega um ham, eftir að þeir félagar höfðu farið í fatnað sem benti til þess að þeir væru frá Mið-Austurlöndum eða Arabaheiminum hið minnsta. Áður höfðu þeir hagað sér dólgslega, íklæddir heldur algengari fatnaði ungs fólks í Bandaríkjunum.
Lögreglumaðurinn leitar á öðrum mannanna og hótar handtöku, en áður hafði hann ekkert skipt sér af deilum mannanna.
Sjón er sögu ríkari.
https://www.youtube.com/watch?v=LRLkwkG5nPE