Lögreglustjórar segja að Sigríður hafi ekki þurft að efast um umboð Gísla

sbg.jpg
Auglýsing

Lög­reglu­stjóra­fé­lag Íslands segir að lög­reglu­stjórar líti ekki svo á að efast þurfi um umboð starfs­manna inn­an­rík­is­ráðu­neytis til sam­skipta við þá. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu sem Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir, sýslu­maður á Akra­nesi og for­maður félags­ins, sendi rétt í þessu á fjöl­miðla. Til­efnið er frétta­flutn­ingur um grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þá lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum en nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sendi Gísla Frey Val­dórs­syn­i,  þáver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra.

Sig­ríður Björk sendi grein­ar­gerð um Tony Omos til Gísla Freys þann 20. nóv­em­ber 2013 eftir að hann hafði beðið um hana. Und­an­farna draga hefur það víða verið dregið í efa hvort póli­tískt skip­aður aðstoð­ar­maður ráð­herra hafi umboð til að leita eftir slíkum gögn­um, og hvort lög­reglu­stjórar megi afhenda mögu­lega umboðs­lausum aðstoð­ar­mönnum þau.

Í til­kynn­ingu lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins seg­ir:Í fréttum und­an­farna daga um grein­ar­gerð, sem þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum sendi  fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni inn­an­rík­is­ráð­herra um mál­efni hæl­is­leit­anda, hefur á því borið að sam­skipti lög­reglu­stjór­ans og aðstoð­ar­manns­ins vegna grein­ar­gerð­ar­innar hafa verið gerð tor­tryggi­leg. Er það gert með því að láta að því liggja að lög­reglu­stjór­inn beri með ein­hverjum hætti ábyrgð á aðkomu aðstoð­ar­manns­ins og því að hann vistaði ekki minn­is­blaðið í skjala­safni ráðu­neyt­is­ins. Af þessu til­efni vill stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Sam­skipti lög­reglu­stjóra og ráðu­neytis hafa verið og eru mik­il; bæði form­leg, s.s. með bréf­um, og óform­leg, s.s. með sím­töl­um, og snerta þau sam­skipti alla þætti í starf­semi lög­reglu­emb­ætta, sem undir ráð­herra falla.

Auglýsing

Sam­skipti lög­reglu­stjóra eru við alla starfs­menn ráðu­neytis án til­lits til stöðu þeirra innan ráðu­neyt­is­ins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfs­manna ráðu­neytis er í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra.  Í þessum sam­skiptum hefur það aldrei gerst að þurft hafi að efast um heim­ild starfs­manns ráðu­neytis til að eiga í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra eða heldur að þau hafi með réttum hætti farið í skjala­safn ráðu­neyt­is­ins. Á þetta bæði við um emb­ætt­is­menn ráðu­neytis og aðstoð­ar­menn ráð­herra. Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lög­reglu­stjóra.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None