Lögreglustjórar segja að Sigríður hafi ekki þurft að efast um umboð Gísla

sbg.jpg
Auglýsing

Lög­reglu­stjóra­fé­lag Íslands segir að lög­reglu­stjórar líti ekki svo á að efast þurfi um umboð starfs­manna inn­an­rík­is­ráðu­neytis til sam­skipta við þá. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu sem Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir, sýslu­maður á Akra­nesi og for­maður félags­ins, sendi rétt í þessu á fjöl­miðla. Til­efnið er frétta­flutn­ingur um grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þá lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum en nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sendi Gísla Frey Val­dórs­syn­i,  þáver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra.

Sig­ríður Björk sendi grein­ar­gerð um Tony Omos til Gísla Freys þann 20. nóv­em­ber 2013 eftir að hann hafði beðið um hana. Und­an­farna draga hefur það víða verið dregið í efa hvort póli­tískt skip­aður aðstoð­ar­maður ráð­herra hafi umboð til að leita eftir slíkum gögn­um, og hvort lög­reglu­stjórar megi afhenda mögu­lega umboðs­lausum aðstoð­ar­mönnum þau.

Í til­kynn­ingu lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins seg­ir:Í fréttum und­an­farna daga um grein­ar­gerð, sem þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum sendi  fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni inn­an­rík­is­ráð­herra um mál­efni hæl­is­leit­anda, hefur á því borið að sam­skipti lög­reglu­stjór­ans og aðstoð­ar­manns­ins vegna grein­ar­gerð­ar­innar hafa verið gerð tor­tryggi­leg. Er það gert með því að láta að því liggja að lög­reglu­stjór­inn beri með ein­hverjum hætti ábyrgð á aðkomu aðstoð­ar­manns­ins og því að hann vistaði ekki minn­is­blaðið í skjala­safni ráðu­neyt­is­ins. Af þessu til­efni vill stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Sam­skipti lög­reglu­stjóra og ráðu­neytis hafa verið og eru mik­il; bæði form­leg, s.s. með bréf­um, og óform­leg, s.s. með sím­töl­um, og snerta þau sam­skipti alla þætti í starf­semi lög­reglu­emb­ætta, sem undir ráð­herra falla.

Auglýsing

Sam­skipti lög­reglu­stjóra eru við alla starfs­menn ráðu­neytis án til­lits til stöðu þeirra innan ráðu­neyt­is­ins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfs­manna ráðu­neytis er í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra.  Í þessum sam­skiptum hefur það aldrei gerst að þurft hafi að efast um heim­ild starfs­manns ráðu­neytis til að eiga í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra eða heldur að þau hafi með réttum hætti farið í skjala­safn ráðu­neyt­is­ins. Á þetta bæði við um emb­ætt­is­menn ráðu­neytis og aðstoð­ar­menn ráð­herra. Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lög­reglu­stjóra.

 

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None