Lögreglustjórar segja að Sigríður hafi ekki þurft að efast um umboð Gísla

sbg.jpg
Auglýsing

Lög­reglu­stjóra­fé­lag Íslands segir að lög­reglu­stjórar líti ekki svo á að efast þurfi um umboð starfs­manna inn­an­rík­is­ráðu­neytis til sam­skipta við þá. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá félag­inu sem Halla Berg­þóra Björns­dótt­ir, sýslu­maður á Akra­nesi og for­maður félags­ins, sendi rétt í þessu á fjöl­miðla. Til­efnið er frétta­flutn­ingur um grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, þá lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum en nú lög­reglu­stjóri höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, sendi Gísla Frey Val­dórs­syn­i,  þáver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra.

Sig­ríður Björk sendi grein­ar­gerð um Tony Omos til Gísla Freys þann 20. nóv­em­ber 2013 eftir að hann hafði beðið um hana. Und­an­farna draga hefur það víða verið dregið í efa hvort póli­tískt skip­aður aðstoð­ar­maður ráð­herra hafi umboð til að leita eftir slíkum gögn­um, og hvort lög­reglu­stjórar megi afhenda mögu­lega umboðs­lausum aðstoð­ar­mönnum þau.

Í til­kynn­ingu lög­reglu­stjóra­fé­lags­ins seg­ir:Í fréttum und­an­farna daga um grein­ar­gerð, sem þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suð­ur­nesjum sendi  fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni inn­an­rík­is­ráð­herra um mál­efni hæl­is­leit­anda, hefur á því borið að sam­skipti lög­reglu­stjór­ans og aðstoð­ar­manns­ins vegna grein­ar­gerð­ar­innar hafa verið gerð tor­tryggi­leg. Er það gert með því að láta að því liggja að lög­reglu­stjór­inn beri með ein­hverjum hætti ábyrgð á aðkomu aðstoð­ar­manns­ins og því að hann vistaði ekki minn­is­blaðið í skjala­safni ráðu­neyt­is­ins. Af þessu til­efni vill stjórn Lög­reglu­stjóra­fé­lags Íslands koma eft­ir­far­andi á fram­færi.

Sam­skipti lög­reglu­stjóra og ráðu­neytis hafa verið og eru mik­il; bæði form­leg, s.s. með bréf­um, og óform­leg, s.s. með sím­töl­um, og snerta þau sam­skipti alla þætti í starf­semi lög­reglu­emb­ætta, sem undir ráð­herra falla.

Auglýsing

Sam­skipti lög­reglu­stjóra eru við alla starfs­menn ráðu­neytis án til­lits til stöðu þeirra innan ráðu­neyt­is­ins. Það ræðst af efni hvers erindis hver starfs­manna ráðu­neytis er í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra.  Í þessum sam­skiptum hefur það aldrei gerst að þurft hafi að efast um heim­ild starfs­manns ráðu­neytis til að eiga í sam­skiptum við lög­reglu­stjóra eða heldur að þau hafi með réttum hætti farið í skjala­safn ráðu­neyt­is­ins. Á þetta bæði við um emb­ætt­is­menn ráðu­neytis og aðstoð­ar­menn ráð­herra. Lög­reglu­stjórar líta ein­fald­lega svo á að ekki þurfi að efast um umboð starfs­manna ráðu­neytis til sam­skipta við lög­reglu­stjóra.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None