Þrefalt fleiri stjórnendur bjartsýnir á vöxt nú en í aprílmánuði 2011

Executives.jpg
Auglýsing

Tæp­lega þrír af hverjum fjórum stjórn­endum í íslensku atvinnu­lífi, eða 73,3 pró­sent þeirra, eru bjart­sýnir á að hag­kerfið muni vaxa næsta árið. Þeim stjórn­endum sem bera þá bjart­sýni í brjósti hefur þó fækkað síðan í sum­ar, þegar 81,1 pró­sent slíkra sagð­ist vera bjart­sýnn á aukin vöxt. Bjart­sýnin hefur hins vegar auk­ist mikið frá því í des­em­ber í fyrra þegar 58,9 pró­sent stjórn­enda var bjart­sýnn á að hag­kerfið myndi vaxa næsta árið. Og þegar horft er enn lengur aftur í tím­ann, nánar til­tekið til apr­íl­mán­aðar 2011, hefur fjöldi þeirra sem er bjart­sýnn nán­ast þre­fald­ast. Þá töldu ein­ungis 27 pró­sent stjórn­enda að bjart væri framundan í íslenska hag­kerf­inu næsta árið.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á við­horfi stjórn­enda íslenskra fyr­ir­tækja til horfa í íslensku hag­kerfi sem og mik­il­vægra þátta í rekstr­ar­um­hverfi þeirra eigin fyr­ir­tækja til næstu tólf mán­aða. Könn­unin fór fram á a tíma­bil­inu 9. til 14. októ­ber 2014. Til stjórn­enda telj­ast for­stjór­ar, fram­kvæmda-, fjár­mála-  og mark­aðs­stjór­ar. Könn­unin var net­könnun og 602 ein­stak­lingar svör­uðu henni.

Fáir búast við að starfs­fólki muni fjölgaÍ nið­ur­stöðum MMR kemur einnig fram að tæp­lega sjö af hverjum tíu stjórn­endum telji að launa­kostn­aður fyr­ir­tækja þeirra muni aukast, að eft­ir­spurn eftir þeirri vöru og þjón­ustu sem fyr­ir­tækin bjóða upp á muni aukast og að velta fyr­ir­tækja þeirra muni aukast á næstu tólf mán­uð­um.

Rúm­lega helm­ingur þeirra telur að arð­semi og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækj­anna muni aukast og um 45 pró­sent að mark­aðs­starf verði aukið næsta árið en ein­ungis rétt tæpur þriðj­ungur telur að starfs­fólki muni fjölga.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Félagsmiðlarnir Facebook og Twitter lágu undir ámæli í vikunni sem leið fyrir að hefta dreifingu fréttar frá New York Post.
Hliðverðirnir sýna klærnar
Vafasöm frétt í New York Post um Biden-feðgana Joe og Hunter og viðbrögð Facebook og Twitter við henni hafa vakið upp umræðu um ægivald félagsmiðlanna yfir þeim upplýsingum sem almenningur hefur fyrir augum á internetinu.
Kjarninn 20. október 2020
Icelandair ætlar að fljúga til 32 áfangastaða
Flugfélagið gerir ráð fyrir 25 til 30 prósentum færri sætum næsta sumar miðað við í fyrra, en stefnir þó á að fljúga til 22 borga í Evrópu og tíu í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. október 2020
Guðrún Þórðardóttir
Hvers vegna kostar 5.000 krónur að lesa vísindagrein?
Kjarninn 20. október 2020
Þórarinn Eyfjörð
Nýsköpunarmiðstöð Íslands – framúrskarandi stofnun
Kjarninn 20. október 2020
Skjálftinn varð um fimm kílómetra vestur af Seltúni.
Skjálftinn: Engar tilkynningar um meiðsli á fólki eða tjón á mannvirkjum
Óvissustig almannavarna hefur verið í gildi á Reykjanesi vegna landriss á svæðinu frá því í janúar.
Kjarninn 20. október 2020
Forsætisráðherra var brugðið, sem eðlilegt er.
Forsætisráðherra í beinni: „Guð minn góður, það er jarðskjálfti“
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í beinni útsendingu á YouTube-rás bandaríska blaðsins Washington Post að ræða kórónuveirufaraldurinn þegar jarðskjálfti af stærðinni 5,6 reið yfir kl. 13:43 í dag.
Kjarninn 20. október 2020
Stór jarðskjálfti vestur af Krýsuvík
Jarðskjálfti, 5,6 að stærð samkvæmt Veðurstofu Íslands, fannst vel á höfuðborgarsvæðinu kl. 13:43 í dag. Upptök skjálftans voru vestur af Krýsuvík á Reykjanesi. Allt skalf og nötraði á Alþingi.
Kjarninn 20. október 2020
Stjórnmálamenn ræddu um sóttvarnaráðstafanir á þingi í gær.
„Sóttvarnareglur ríkisins eru þunglamalegar og dýrar“
Sjálfstæðisflokkurinn deilir þeim orðum Sigríðar Á. Andersen að opinberar sóttvarnareglur séu „þunglamalegar og dýrar“ á meðan að einstaklingsbundnar sóttvarnir séu áhrifaríkar. Líftölfræðingur segir einstaklingsbundnar aðgerðir ekki duga einar og sér.
Kjarninn 20. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None