Þrefalt fleiri stjórnendur bjartsýnir á vöxt nú en í aprílmánuði 2011

Executives.jpg
Auglýsing

Tæp­lega þrír af hverjum fjórum stjórn­endum í íslensku atvinnu­lífi, eða 73,3 pró­sent þeirra, eru bjart­sýnir á að hag­kerfið muni vaxa næsta árið. Þeim stjórn­endum sem bera þá bjart­sýni í brjósti hefur þó fækkað síðan í sum­ar, þegar 81,1 pró­sent slíkra sagð­ist vera bjart­sýnn á aukin vöxt. Bjart­sýnin hefur hins vegar auk­ist mikið frá því í des­em­ber í fyrra þegar 58,9 pró­sent stjórn­enda var bjart­sýnn á að hag­kerfið myndi vaxa næsta árið. Og þegar horft er enn lengur aftur í tím­ann, nánar til­tekið til apr­íl­mán­aðar 2011, hefur fjöldi þeirra sem er bjart­sýnn nán­ast þre­fald­ast. Þá töldu ein­ungis 27 pró­sent stjórn­enda að bjart væri framundan í íslenska hag­kerf­inu næsta árið.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á við­horfi stjórn­enda íslenskra fyr­ir­tækja til horfa í íslensku hag­kerfi sem og mik­il­vægra þátta í rekstr­ar­um­hverfi þeirra eigin fyr­ir­tækja til næstu tólf mán­aða. Könn­unin fór fram á a tíma­bil­inu 9. til 14. októ­ber 2014. Til stjórn­enda telj­ast for­stjór­ar, fram­kvæmda-, fjár­mála-  og mark­aðs­stjór­ar. Könn­unin var net­könnun og 602 ein­stak­lingar svör­uðu henni.

Fáir búast við að starfs­fólki muni fjölgaÍ nið­ur­stöðum MMR kemur einnig fram að tæp­lega sjö af hverjum tíu stjórn­endum telji að launa­kostn­aður fyr­ir­tækja þeirra muni aukast, að eft­ir­spurn eftir þeirri vöru og þjón­ustu sem fyr­ir­tækin bjóða upp á muni aukast og að velta fyr­ir­tækja þeirra muni aukast á næstu tólf mán­uð­um.

Rúm­lega helm­ingur þeirra telur að arð­semi og sam­keppn­is­hæfni fyr­ir­tækj­anna muni aukast og um 45 pró­sent að mark­aðs­starf verði aukið næsta árið en ein­ungis rétt tæpur þriðj­ungur telur að starfs­fólki muni fjölga.

Auglýsing

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None