Lögreglustjóri mátti ekki víkja Gunnari Scheving tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins

logreglan-net000002.jpg
Auglýsing

Sér­skipuð nefnd um rétt­indi og skyld­ur ­starfs­manna rík­is­ins telur að Stef­áni Eiríks­syni, þáver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hafi ekki verið rétt að víkja lög­reglu­mann­inum Gunn­ari Schev­ing Thor­steins­syni tíma­bundið frá störf­um, eftir að Gunnar var ákærður í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða.

Þetta kemur fram í álits­gerð nefnd­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, en nefndin klofn­aði í áliti sínu. Einn nefnd­ar­maður af þrem­ur, lög­fræð­ing­ur­inn Helgi Val­berg Jens­son, skil­aði sér­á­liti þar sem hann telur að ákvörðun lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi verið rétt­mæt.

Hátt­semin ekki full­nægj­andi grund­völlurÍ nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans segir að lög­reglu­stjóra hafi ekki verið rétt að veita Gunn­ari Schev­ing lausn frá störfum tíma­bundið á grund­velli starfs­manna­laga. „Er það því álit nefnd­ar­innar að hátt­semi sú sem Gunnar var grun­aður um hafi ekki verið full­nægj­andi grund­völlur ákvörð­un­ar­innar og þar með hafi ekki verið upp­fyllt skil­yrði 2. máls­gr. 3. mgr. 26. gr. starfs­manna­laga,“ eins og segir orð­rétt í álits­gerð­inni. Undir nið­ur­stöð­una skrif­a lög­fræð­ing­arnir Kristín Bene­dikts­dótt­ir, sem jafn­framt var for­maður nefnd­ar­inn­ar, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, sem var til­nefnd af heild­ar­sam­tökum rík­is­starfs­manna.

Gunnar Schev­ing Thor­steins­son var ákærður um að fletta upp nöfnum tuga kvenna í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­mað­ur. Þá var hann sak­aður um að miðla per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila. Ákæru­valdið féll frá veiga­mesta ákæru­liðnum vegna ágalla á rann­sókn máls­ins og Gunnar var síðar sýkn­aður af þeim veiga­minni í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Gunnar hefur krafið lög­reglu­stjóra­emb­ættið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bætur vegna máls­með­ferð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Góð nið­ur­staðaGarðar St. Ólafs­son, lög­maður Gunn­ars, fagnar nið­ur­stöðu nefndar um starfs­manna­lög. „Fyrst og fremst er þetta mik­ill sið­ferð­is­legur sig­ur. Það er ólýs­an­legur léttir fyrir skjól­stæð­ing minn að við­ur­kennt sé opin­ber­lega að hann hafi verið beittur rang­læti. Þá er þetta auð­vitað mjög góð nið­ur­staða fyrir bóta­kröfu hans. Þessi nið­ur­staða er enn frek­ari hvatn­ing fyrir rík­is­lög­mann og ráðu­neyti að bjóða honum ásætt­an­legar bæt­ur. Ef ekki næst sam­komu­lag um það, þá er þetta sterk rök­semd fyrir okkur þegar bóta­mál kemur fyrir dóm,“ segir Garðar St. Ólafs­son í sam­tali við Kjarn­ann.

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None