Lögreglustjóri mátti ekki víkja Gunnari Scheving tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins

logreglan-net000002.jpg
Auglýsing

Sér­skipuð nefnd um rétt­indi og skyld­ur ­starfs­manna rík­is­ins telur að Stef­áni Eiríks­syni, þáver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hafi ekki verið rétt að víkja lög­reglu­mann­inum Gunn­ari Schev­ing Thor­steins­syni tíma­bundið frá störf­um, eftir að Gunnar var ákærður í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða.

Þetta kemur fram í álits­gerð nefnd­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, en nefndin klofn­aði í áliti sínu. Einn nefnd­ar­maður af þrem­ur, lög­fræð­ing­ur­inn Helgi Val­berg Jens­son, skil­aði sér­á­liti þar sem hann telur að ákvörðun lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi verið rétt­mæt.

Hátt­semin ekki full­nægj­andi grund­völlurÍ nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans segir að lög­reglu­stjóra hafi ekki verið rétt að veita Gunn­ari Schev­ing lausn frá störfum tíma­bundið á grund­velli starfs­manna­laga. „Er það því álit nefnd­ar­innar að hátt­semi sú sem Gunnar var grun­aður um hafi ekki verið full­nægj­andi grund­völlur ákvörð­un­ar­innar og þar með hafi ekki verið upp­fyllt skil­yrði 2. máls­gr. 3. mgr. 26. gr. starfs­manna­laga,“ eins og segir orð­rétt í álits­gerð­inni. Undir nið­ur­stöð­una skrif­a lög­fræð­ing­arnir Kristín Bene­dikts­dótt­ir, sem jafn­framt var for­maður nefnd­ar­inn­ar, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, sem var til­nefnd af heild­ar­sam­tökum rík­is­starfs­manna.

Gunnar Schev­ing Thor­steins­son var ákærður um að fletta upp nöfnum tuga kvenna í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­mað­ur. Þá var hann sak­aður um að miðla per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila. Ákæru­valdið féll frá veiga­mesta ákæru­liðnum vegna ágalla á rann­sókn máls­ins og Gunnar var síðar sýkn­aður af þeim veiga­minni í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Gunnar hefur krafið lög­reglu­stjóra­emb­ættið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bætur vegna máls­með­ferð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Góð nið­ur­staðaGarðar St. Ólafs­son, lög­maður Gunn­ars, fagnar nið­ur­stöðu nefndar um starfs­manna­lög. „Fyrst og fremst er þetta mik­ill sið­ferð­is­legur sig­ur. Það er ólýs­an­legur léttir fyrir skjól­stæð­ing minn að við­ur­kennt sé opin­ber­lega að hann hafi verið beittur rang­læti. Þá er þetta auð­vitað mjög góð nið­ur­staða fyrir bóta­kröfu hans. Þessi nið­ur­staða er enn frek­ari hvatn­ing fyrir rík­is­lög­mann og ráðu­neyti að bjóða honum ásætt­an­legar bæt­ur. Ef ekki næst sam­komu­lag um það, þá er þetta sterk rök­semd fyrir okkur þegar bóta­mál kemur fyrir dóm,“ segir Garðar St. Ólafs­son í sam­tali við Kjarn­ann.

Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
Kjarninn 17. september 2019
Drónaárás skekur markaði um allan heim
Þegar olíuverð hækkar um 10 til 20 prósent yfir nótt þá myndast óhjákvæmilega skjálfti á mörkuðum. Hann náði til Íslands, og stóra spurningin er - hvað gerist næst, og hversu lengi verður framleiðsla Aramco í lamasessi?
Kjarninn 16. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
Kjarninn 16. september 2019
Hallgrímur Hróðmarsson
Enn er von – Traust almennings til Alþingis mun aukast
Kjarninn 16. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Óásættanlegt að þjóðkirkjuprestur hafi brotið á konum
Biskup Íslands og tveir vígslubiskupar hafa sent frá sé yfirlýsingu þar sem þau harma brot fyrrverandi sóknarprests gagnvart konum. Prestinum var meðal annars gefið að hafa sleikt eyrnasnepla konu sem vann með honum.
Kjarninn 16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
Kjarninn 16. september 2019
Kemur ekki til greina að gera starfslokasamning við Harald að svo stöddu
Ekki kemur til greina hjá dómsmálaráðherra að gera starfslokasamning við Harald Johannessen, ríkislögreglustjóra, að svo stöddu.
Kjarninn 16. september 2019
Hitler, Hekla og hindúismi: Nýaldarnasistinn Savitri Devi
Tungutak fasista er farið að sjást aftur. Savitri Devi er ein einkennilegasta persónan sem komið hefur fram í uppsprettu öfgahópa. Flosi Þorgeirsson, sagnfræðingur, hefur kynnt sér sögu hennar.
Kjarninn 16. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None