Lögreglustjóri mátti ekki víkja Gunnari Scheving tímabundið frá störfum vegna LÖKE-málsins

logreglan-net000002.jpg
Auglýsing

Sér­skipuð nefnd um rétt­indi og skyld­ur ­starfs­manna rík­is­ins telur að Stef­áni Eiríks­syni, þáver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, hafi ekki verið rétt að víkja lög­reglu­mann­inum Gunn­ari Schev­ing Thor­steins­syni tíma­bundið frá störf­um, eftir að Gunnar var ákærður í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða.

Þetta kemur fram í álits­gerð nefnd­ar­inn­ar, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, en nefndin klofn­aði í áliti sínu. Einn nefnd­ar­maður af þrem­ur, lög­fræð­ing­ur­inn Helgi Val­berg Jens­son, skil­aði sér­á­liti þar sem hann telur að ákvörðun lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins hafi verið rétt­mæt.

Hátt­semin ekki full­nægj­andi grund­völlurÍ nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans segir að lög­reglu­stjóra hafi ekki verið rétt að veita Gunn­ari Schev­ing lausn frá störfum tíma­bundið á grund­velli starfs­manna­laga. „Er það því álit nefnd­ar­innar að hátt­semi sú sem Gunnar var grun­aður um hafi ekki verið full­nægj­andi grund­völlur ákvörð­un­ar­innar og þar með hafi ekki verið upp­fyllt skil­yrði 2. máls­gr. 3. mgr. 26. gr. starfs­manna­laga,“ eins og segir orð­rétt í álits­gerð­inni. Undir nið­ur­stöð­una skrif­a lög­fræð­ing­arnir Kristín Bene­dikts­dótt­ir, sem jafn­framt var for­maður nefnd­ar­inn­ar, og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, sem var til­nefnd af heild­ar­sam­tökum rík­is­starfs­manna.

Gunnar Schev­ing Thor­steins­son var ákærður um að fletta upp nöfnum tuga kvenna í mála­skrá lög­reglu, svoköll­uðu LÖKE-­kerfi, án þess að það tengd­ist störfum hans sem lög­reglu­mað­ur. Þá var hann sak­aður um að miðla per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila. Ákæru­valdið féll frá veiga­mesta ákæru­liðnum vegna ágalla á rann­sókn máls­ins og Gunnar var síðar sýkn­aður af þeim veiga­minni í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur. Gunnar hefur krafið lög­reglu­stjóra­emb­ættið á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um bætur vegna máls­með­ferð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Góð nið­ur­staðaGarðar St. Ólafs­son, lög­maður Gunn­ars, fagnar nið­ur­stöðu nefndar um starfs­manna­lög. „Fyrst og fremst er þetta mik­ill sið­ferð­is­legur sig­ur. Það er ólýs­an­legur léttir fyrir skjól­stæð­ing minn að við­ur­kennt sé opin­ber­lega að hann hafi verið beittur rang­læti. Þá er þetta auð­vitað mjög góð nið­ur­staða fyrir bóta­kröfu hans. Þessi nið­ur­staða er enn frek­ari hvatn­ing fyrir rík­is­lög­mann og ráðu­neyti að bjóða honum ásætt­an­legar bæt­ur. Ef ekki næst sam­komu­lag um það, þá er þetta sterk rök­semd fyrir okkur þegar bóta­mál kemur fyrir dóm,“ segir Garðar St. Ólafs­son í sam­tali við Kjarn­ann.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None