Fleiri Bandaríkjamenn horfðu á úrslitaleik kvenna á HM en úrslitaleik karla í fyrra

h_52040745-1.jpg
Auglýsing

Talið er að hátt í 24 millj­ónir banda­rískra sjón­varps­á­horf­enda hafi horft á beina útsend­ingu á FOX sjón­varps­stöð­inni frá úrslita­leik HM kvenna sem fram fór í gær. Kvenna­lið Banda­ríkj­anna tryggði sér þar sinn fyrsta heims­meist­ara­titil frá árinu 1999 eftir æsispenn­andi 5-2 sigur á móti sterku liði Jap­ana, en úrslita­leik­ur­inn fór fram í Vancou­ver í Kanada. Frétta­mið­ill­inn Quartz fjallar um málið.

Áhorfið á leik­inn hjá FOX er tölu­vert meira en áhorfið á úrslita­leik­inn á HM karla sem fram fór í Bras­ilíu í fyrra, þegar Argent­ínu­menn og Þjóð­verjar átt­ust við. Þá horfðu um 17 millj­ónir sjón­varps­á­horf­endur á leik­inn, í beinni útsend­ingu á banda­rísku sjón­varps­stöð­inni ABC, þar sem Þjóð­verjar komu sáu og sigr­uðu.

Þá er talið að um níu millj­ónir spænsku­mæl­andi Banda­ríkja­manna hafi horft á leik­inn á sjón­varps­stöð­inni Uni­vision, þar sem útsend­ingin var á spænsku. Úrslita­leikur kvenna í gær var sömu­leiðis sendur út á spænsku í Banda­ríkj­unum á sjón­varps­stöð­inni Tel­e­mundo, en áhorfs­tölur þar hafa enn ekki verið gefnar út.

Auglýsing

Auk þess að slá áhorf­inu hjá banda­rískri sjón­varps­stöð á úrslita­leik karla á HM 2014 ref fyrir rass, sló úrslita­leikur kvenna á HM nokkur áhorfs­met.

Aldrei áður hafa fleiri horft á lands­leik banda­rísks lands­liðs í fót­bolta, en fyrra metið var sett í fyrra þegar karla­lands­lið Banda­ríkj­anna og Portú­gal átt­ust við á HM 2014 í Bras­il­íu. Og þá gæti áhorfið á leik­inn reynst meira en með­al­á­horf á úrslitarimmu Cleveland Cavali­ers og Golden State Warri­ors í NBA körfu­bolt­an­um, en þar horfðu að með­al­tali 20 millj­ónir sjón­varps­á­horf­enda á hvern leik lið­anna, sem urðu sex alls.

Áhorfið á leik­inn skýrist auð­vitað af vel­gengni kvenna­lands­liðs Banda­ríkj­anna í fót­bolta, en áhorfið er sömu­leiðis til marks um upp­gang knatt­spyrn­unnar í land­inu, þar sem íþróttin berst um áhorf við rót­grónar íþrótta­greinar eins og ruðn­ing, körfu­bolta, hafna­bolta, íshokkí, tennis og golf.

Þá er áhorfið ekki síður til marks um sívax­andi áhuga á íþróttum kvenna í Banda­ríkj­un­um. Þrátt fyrir mikla karl­rembu, launa­mis­munun og þá stað­reynd að sjón­varps­stöðv­arnar sýni íþróttum kvenna litla sem enga athygli, fer áhugi á íþrótta­iðkun þeirra vax­andi bæði í Banda­ríkj­unum og víða um heim.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svona á gangnamunnurinn að líta út frá Rødby
Gullöld á pönnukökueyjunni
Eftir mörg erfiðleikaár, og fólksflótta, sjá íbúar dönsku eyjunnar Lálands nú fram á betri tíð með þúsundum nýrra starfa. Ástæðan er Femern tengingin svonefnda milli Danmerkur og Þýskalands.
Kjarninn 7. mars 2021
Jörð hefur skolfið í grennd við Keili frá því í síðustu viku.
Vefur Veðurstofunnar tilbúinn í slaginn
Álagið á vef Veðurstofunnar hefur verið mikið frá því að jarðskjálftahrina hófst á Reykjanesskaga í síðustu viku. Einu sinni datt vefurinn alveg niður en nú er búið að efla þol hans til muna.
Kjarninn 6. mars 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Stefnuskráin
Kjarninn 6. mars 2021
Heimir Snorrason
Til varnar algóritmanum
Kjarninn 6. mars 2021
Mjólkurvörur frá MS
Segir yfirlýsingar MS „í besta falli hlægilegar“
Forsvarsmenn Mjólku gefa lítið fyrir yfirlýsingar Mjólkursamsölunnar, sem dæmd var fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína, um að aðgerðir hennar hefðu verið gerðar í góðri trú.
Kjarninn 6. mars 2021
Brugghúsafrumvarp Áslaugar Örnu vekur litla kátínu hjá Landlæknisembættinu og ÁTVR
Embætti landlæknis telur „góða sátt“ um núverandi fyrirkomulag áfengissölu, en lítil merki eru um það í þeim fjölmörgu umsögnum sem borist hafa Alþingi undanfarna daga vegna frumvarps dómsmálaráðherra um sölu bjórs beint frá brugghúsum.
Kjarninn 6. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
Kjarninn 6. mars 2021
Sara Stef. Hildardóttir
Um upplýsingalæsi og fjölmiðlanefnd
Kjarninn 6. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None