Nýtt tilboð frá Grikklandi á morgun - Bankarnir áfram lokaðir

h_52031607-1.jpg
Auglýsing

Fjár­mála­ráð­herrar evru­ríkja búast við að fá í hend­urnar nýtt samn­ings­til­boð á morgun, þriðju­dag, frá Alexis Tsipras, for­sæt­is­ráð­herra Grikk­lands, og stjórn hans. Tals­maður Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, sagði í dag að stjórn­völd í Þýska­landi líti svo á að Grikk­land eigi næsta leik. Þar sem gríska þjóðin hafi hafnað síð­asta samn­ings­til­boði í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu þá þurfi Grikkir að leggja fram nýtt til­boð. Merkel fundar með Francois Hollande, for­seta Frakk­lands, í París í kvöld. Á sama tíma verð­ur­ Euclid Tsa­klotos, sem leitt hefur við­ræður Grikkja gagn­vart kröfu­höf­um, form­lega skip­aður í emb­ætti fjár­mála­ráð­herra lands­ins. Hann tekur við af Yanis Varoufa­kis sem hætti í dag.

Í kjöl­far nið­ur­stöðu þjóð­ar­at­kvæða­greiðsl­unnar í Grikk­landi í gær, þar sem Grikkir höfn­uðu sam­komu­lagi við kröfu­hafa sem fól í sér mik­inn nið­ur­skurð og aðhald í rík­is­rekstri gegn frek­ari fyr­ir­greiðslum og neyð­ar­að­stoð, hafa þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar lýst yfir stuðn­ingi við Syr­iza, stjórn­ar­flokk Tsipras for­sæt­is­ráð­herra, í við­ræð­unum við kröfu­hafa. Grikkir krefj­ast frek­ari skulda­nið­ur­fell­inga en þeim hefur verið boðið hingað til og benda máli sínu til stuðn­ings meðal ann­ars á nýlega grein­ingu Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins (AGS), þar sem talað er fyrir nauð­syn þess að grynnka á skuldum gríska rík­is­ins. AGS sendi frá sér yfir­lýs­ingu og dag og sagð­ist sjóð­ur­inn fylgj­ast grannt með stöðu mála og vera til­búin að aðstoða Grikki, kalli þeir eftir því.

Auglýsing

Stærri gjald­daga 20. júlí - Bankar áfram lok­aðir

Þýska­land er stærsti lána­drott­inn gríska rík­is­ins og ræður afstaða þeirra miklu um næstu skref. Efna­hags­ráð­gjafi Þýska­lands og næst­ráð­andi í rík­is­stjórn Mer­el, Sig­mar Gabriel, sagði í dag að Grikkir standi frammi fyrir greiðslu­þroti og ef þeir vilji halda áfram evrustam­starfi þurfi þeir að gang­ast við kröfum kröfu­hafa. Næsti stóri gjald­dagi á neyð­ar­lánum til Grikk­lands er 20. júlí næst­kom­andi, þegar 3,5 millj­arða evra lán frá Seðla­banka Evr­ópu fellur á gjald­daga. Ef Grikkir greiða ekki af lán­inu hefur það mun viða­meiri afleið­ingar heldur en þegar gríska ríkið greiddi ekki af 1,6 millj­arða evra láni frá AGS um síð­ustu mán­að­ar­mót. Afleið­ing­arnar yrðu meðal ann­ars þær að önnur lán falla á gjald­daga vegna brost­inna skil­mála.Staða gríska rík­is­ins er grafal­var­leg. Líf­línur grískra banka til Seðla­banka Evr­ópu hafa verið frosnar frá því boðað var til þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Stjórn­völd í Grikk­landi stefnu að því að opna ­banka­stofn­anir í land­inu aftur á morgun en af því verður ekki. Bank­arn­ir verða lok­aðir á morgun og mið­viku­dag, hið minnsta. Hámarks­út­greiðsla úr hrað­bönkum verður áfram 60 evrur á dag.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Telur að rannsókn á fjárfestingarleið verði að vera „ítarleg og heildstæð“
Skattrannsóknarstjóri gat ekki rannsakað gögn sem embættið fékk fyrir um fjórum árum um þá sem nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands með tæmandi hætti. Ástæðan var mannekla og annir við önnur verkefni.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None