Lokasprettur Arnars Péturssonar til skoðunar hjá hlaupstjóra ÍR og FRÍ

Screen.Shot_.2015.04.27.at_.15.40.37.001.jpg
Auglýsing

Arnar Pét­urs­son, Íslands­meist­ari karla í mara­þoni, kom fyrstur í mark í Víða­vangs­hlaupi ÍR, sem fram fór venju sam­kvæmt á sum­ar­dag­inn fyrsta, þann 23. apríl síð­ast­lið­inn, og var krýndur Íslands­meist­ari karla í 5 kíló­metra götu­hlaupi við kom­una í enda­mark­ið.

Hlaup­stjóri Víða­vangs­hlaups­ins, Sig­urður Þór­ar­ins­son, segir að ­leitað hafi verið álits Frjáls­í­þrótta­sam­bands Íslands (FRÍ) á fram­kvæmd hlaups­ins, vegna ábend­ingar um að loka­sprettur Arn­ars í hlaup­inu hafi ekki verið í sam­ræmi við reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins um götu­hlaup, sem fram­kvæmd Víði­vangs­hlaups ÍR heyrir und­ir.

RÚV sýndi mynd­band af loka­sprett þeirra Arn­ars Pét­urs­sonar og Ingv­ars Hjarta­sonar í úrslitum karla, en þar má sjá hvernig Arnar sker síð­ustu beygju hlaupa­braut­ar­innar og nær þar með for­skoti á keppi­naut sinn. Mynd­bandið má sjá hér að neð­an.

Auglýsing

https://vi­meo.com/126132945

„Við fyrstu sýn er þetta ekki brot á neinum regl­um, ekki alþjóða­reglum frjáls­í­þrótta­sam­band­anna og þá ekki íslenskum held­ur, en mögu­lega hefði braut­ar­varslan mátt vera betri þarna,“ segir Sig­urður Þór­ar­ins­son hlaup­stjóri í sam­tali við Kjarn­ann. „Mæl­ingin sem er gerð á braut­inni skil­greinir þetta ekki nákvæm­lega held­ur, þannig að það eru margir vinklar á þessu sem þarf að skoða.“

Atvikið vakið umræðu innan hlaupa­sam­fé­lags­insÍ reglum Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins um götu­hlaup segir um fram­kvæmd keppna: „Í götu­hlaupum má kepp­andi hverfa út af vegi eða braut með leyfi og undir eft­ir­liti dóm­ara, svo fremi að tryggt sé að með því að hverfa út af braut stytti hann ekki keppn­is­vega­lengd sína.“ Þá segir sömu­leiðis í regl­unum að yfir­dóm­ara beri að vísa kepp­anda úr keppni ef hann er sann­færð­ur, eftir skýrslu dóm­ara eða braut­ar­dóm­ara, um að umræddur kepp­andi hafi farið út fyrir merkta braut og þar með stytt sér þá leið sem átti að fara.

„Fólk út í bæ hafði sam­band við okkur dag­inn eftir hlaupið til að spyrj­ast út í þetta, þannig að við leit­uðum álits hjá FRÍ um hvort reglur hafi verið brotnar og þá hvaða regl­ur. Í öllum götu­hlaupum eru staðir þar sem er hægt að skera af hlaupa­leið­inni, til dæmis þegar menn hlaupa upp á gang­stéttar sem er alvana­legt og fleiri hund­ruð manns gerðu í þessu hlaupi, og mer ­sýn­ist að þetta atvik sé ekk­ert öðru­vísi en það. Reglur Alþjóða frjáls­í­þrótta­sam­bands­ins um götu­hlaup eru ekki skýrar hvað þetta varð­ar, og þetta tíðkast all­staðar í götu­hlaup­um.“

Umrætt atvik í Víða­vangs­hlaup­inu hefur vakið tölu­verða umræðu í hlaupa­sam­fé­lag­inu. Þar eru menn almennt sam­mála um að ekki sé hægt að bera saman horn í miðju götu­hlaupi, sem hund­ruð hlaupara skera og græða þar af leið­andi lítið á, við beygju í enda­sprett í Íslands­móti.

Úrslitin standa óhögguðÞar sem að úrslit hlaups­ins voru ekki kærð innan 30 mín­útna frá því að úrslit þess voru birt, standa þau ó­högguð sam­kvæmt reglum Víða­vangs­hlaups­ins.

„Við þurftum í sjálfu sér ekki að gera neitt í þessu máli, vegna þess að úrslitin voru ekki kærð, og það er ekk­ert víst að FRÍ gefi neitt frá sér varð­andi þetta af sömu ástæðu. Hvað sem ger­ist þá standa úrslitin óhögguð, þó regl­urnar séu ef til vill óskýrar á nokkrum stöð­um, þá eru þær alveg skýrar hvað þetta varð­ar.“

Sig­urður segir að ákveðið hafi verið að skoða atvikið og leita álits FRÍ til að læra af mál­inu. „Ef eitt­hvað í fram­kvæmd hlaups­ins hefði mátt betur fara, þá er rétt að skoða það.“

Aníta Hinriksdóttir, sem varð hlutskörpust kvenna í Víðavangshlaupi ÍR, og Arnar Pétursson taka við sigurverðlaununum í Hörpu. Mynd: Fésbókarsíða Víðavangshlaups ÍR Aníta Hin­riks­dótt­ir, sem varð hlut­skörpust kvenna í Víða­vangs­hlaupi ÍR, og Arnar Pét­urs­son taka við sig­ur­verð­laun­unum í Hörpu. Mynd: Fés­bók­ar­síða Víða­vangs­hlaups ÍR

Gagn­rýnir ekki Arn­ar, heldur fram­kvæmd hlaups­insHlaupar­inn Ingvar Hjart­ar­son, sem kom í enda­mark Víða­vangs­hlaups­ins á eftir Arn­ari, segir að hann hafi ekki tekið eftir því þegar Arnar skar síð­ustu beygju hlaups­ins. „Maður er svo mikið í sínum eigin heimi, þannig að ég missti af þessu. En eftir að ég kom í mark komu fjöl­margir að máli við mig og sögðu mér hvað hefði gerst. Ég sá svo ekki atvikið með mínum eigin augum fyrr en ég sá mynd­bandið á RÚV, en þá var orðið of seint að kæra úrslit­in, sem ég hefði gert hefði ég vitað af kæru­frest­in­um,“ segir Ingvar í sam­tali við Kjarn­ann.

Hann gagn­rýnir ekki keppi­naut sinn og hlaupa­fé­laga ­fyrir atvik­ið, en gagn­rýnir hins vegar fram­kvæmd hlaups­ins. „Þetta ger­ist í hita leiks­ins, hins vegar vant­aði klár­lega braut­ar­vörð þarna á horn­ið, sem ég svo sá að tók sér stöðu þarna eftir að við vorum komnir í mark. Ég hefði kært úrslitin út af ann­mörkum á fram­kvæmd hlaups­ins á þessum krítíska tíma­punkti í hlaup­inu, á sjálfum lokakafl­an­um.“

Sýkn­aður af ásök­unum um svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inuEins og Kjarn­inn greindi frá 11. sept­em­ber var Arnar Pét­urs­son sak­aður um svindl í Reykja­vík­ur­mara­þon­inu, sem fram fór 23. ágúst síð­ast­lið­inn. Arnar sigr­aði hlaupið með yfir­burð­um, en hlaupar­inn Pétur Sturla Bjarna­son, sem kom annar í mark á eftir Arn­ari, kærði úrslit hlaups­ins og sagði að Arnar hefði notið lið­sinnis hjól­reiða­manna í hlaup­inu.

Yfir­dóm­nefnd mara­þons­ins við­ur­kenndi í úrskurði sínum að reglur hlaups­ins hafi verið brotnar í umrætt sinn, en taldi ósannað að Arnar hafi notið aðstoðar hjól­reiða­mann­anna og vís­aði kærunni frá. Dóm­stóll Íþrótta- og ólymp­íu­sam­bands Íslands (ÍSÍ) ­stað­festi síðar úrskurð yfir­dóm­nefndar og áfrýj­un­ar­dóm­stóll sam­bands­ins vís­aði mál­inu frá vegna ann­marka á kæru­ferli máls­ins.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Pexels
Íslendingar kaupa sífellt meira á alþjóðlegum netverslunardögum
Gífurleg aukning hefur orðið í fjölda póstsendinga hjá Póstinum í kjölfar stóru alþjóðlegu netverslunardaganna á síðustu árum. Alls hefur fjöldi innlendra sendinga aukist um 140 prósent frá árinu 2015.
Kjarninn 6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
Kjarninn 6. desember 2019
Aramco með verðmiðann 205.700.000.000.000
Olíufyrirtæki Aramco verður langsamlega verðmætasta skráða hlutafélag í heiminum. Um 1,5 prósent hlutafjár í félaginu var selt, miðað við verðmiða upp á 1.700 milljarða Bandaríkjadala.
Kjarninn 6. desember 2019
Fyrirmæli gefin um ákæru á hendur Trump
Öll spjót beinast nú að Donald Trump, Bandaríkjaforseta. Demókratar telja hann hafa brotið svo alvarlega af sér að hann eigi að missa réttinn til að vera forseti.
Kjarninn 5. desember 2019
Icelandair gengur frá 4,3 milljarða króna fjármögnun
Eigið fé Icelandair nam um 60 milljörðum í lok þriðja ársfjórðungs.
Kjarninn 5. desember 2019
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None