LÖKE-málið: Gæti krafist refsinga yfir þeim sem hann telur að brotið hafi gegn sér

15175523421_f0c14443c9_z.jpg
Auglýsing

Gunnar Schev­ing Thor­steins­son, lög­reglu­mað­ur­inn sem er ákærður í LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða, seg­ist ætla sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefj­ast refs­ingar yfir þeim sem hann telur að hafi brotið gegn sér, með því að sækja bætur eða með því að berj­ast fyrir starfi sínu. Þetta kemur fram í við­tali við Gunnar í Frétta­blað­inu í dag.

Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að rík­is­sak­sókn­ari hefð­i á­kveðið að falla frá veiga­mesta ákæru­lið í LÖKE-­máls­ins, þar Gunn­ari  var gefið að sök að hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í mála­skrá lög­regl­unnar (LÖKE) og skoðað þar upp­lýs­ingar um kon­urn­ar, án þess að upp­flett­ing­arnar tengd­ust starfi hans sem lög­reglu­manns. Í ákæru máls­ins var Gunnar Schev­ing sak­aður um að hafa þannig mis­notað stöðu sína í því skyni að afla sér upp­lýs­ingar um kon­urn­ar.

Aðal­með­ferð í mál­inu fór síðan fram á föstu­dag, en eftir í því stóð ákæru­liður þar sem Gunnar er sak­aður um að hafa miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila. Hún stóð yfir í um hálf­tíma og ákæru­valdið fer ekki fram á refs­ingu yfir Gunn­ari.

Auglýsing

Fletti ein­fald­lega ekki upp nöfnum kvenn­annaÍ við­tal­inu við Frétta­blaðið seg­ist Gunnar hvorki bera hatur né ill­vilja til neins. "En ég þarf að rétta hlut minn sjá­an­lega. Það sem skiptir mig miklu máli er að geta horft á sjálfan mig í spegli," segir hann. Hann muni því sækja rétt sinn, hvort sem það verði með því að krefj­ast refs­ingar yfir þeim sem brutu gegn honum eða sækja þær bætur sem hann eigi rétt á eða berj­ast fyrir starfi sínu. "Því ég ætla út í lög­regl­una á mínum for­sendum ef ég ætla út í lög­regl­una yfir­höf­uð."

Á meðan að á rann­sókn máls­ins stóð var Gunnar vistaður eina nótt í fanga­klefa. Hann segir að þá hafi aðstæð­urnar runnið upp fyrir hon­um. "Þegar ég var í fanga­klefa í Grinda­vík lá ég og vissi að líf mitt eins og ég þekkti það var búið. Að það sé hægt að fara svo óvar­lega með opin­bert vald er eitt­hvað sem ég hefði aldrei leyft mér sem lög­reglu­mað­ur. Frels­is­svipt­ing og svipt­ing mann­orðs er eitt­hvað sem þú getur aldrei farið of var­lega með."

Gunnar seg­ist telja að rann­sak­endur hafi upp­haf­lega grunað hann um mun alvar­legri hluti en hann var á end­anum ákærður fyr­ir, þ.e. ekki ein­vörð­ungu upp­flett­ingar á kon­unum í kerf­inu. Sá grunur hafi hins vegar setið eftir "eftir ónýta rann­sókn, þar sem ég var grun­aður um miklu alvar­legri hlut­i."

Í byrjun var hann ásak­aður um að hafa náð í upp­lýs­ing­arnar í gagna­grunn­inum og deilt þeim með vinum sín­um. Þær ásak­anir hafi birst í fjöl­miðlum löngu áður en gefin var út ákæra. Garðar St. Ólafs­son, verj­andi Gunn­ars, hefur opin­ber­lega sagt að skjól­stæð­ingur sinn hafi verið bor­inn röngum sökum af Öldu Hrönn Jóhanns­dótt­ur, sem þá var yfir­lög­fræð­ingur lög­regl­unn­ar á Suð­ur­nesjum en er nú aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­stjóri í Reykja­vík. Rann­sókn máls­ins var á for­ræði lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum á sínum tíma.

Gunnar segir að þær upp­lýs­ingar hafi komið ann­ars­staðar frá. Hann hafi ein­fald­lega ekki flett upp nöfnum kvenn­anna í LÖKE-­kerf­inu.

Kom­inn með trú á lög­regl­unni afturGunnar segir í við­tal­inu að hann hafi misst til­trú á lög­reglu og ákæru­vald­inu fyrst eftir að málið kom upp, en það álit hafi áunn­ist aftur eftir atburði lið­innar viku. "En hvort ég vil starfa áfram í lög­regl­unni, þá er það eitt­hvað sem ég get ekki svarað strax. Ég hef helgað líf mitt því að starfa sem lög­reglu­maður og ég hef starfað í tíu ár í lög­regl­unni. Þetta var fram­tíð­ar­starfið mitt og ég hef mik­inn metnað fyrir þessu starfi. En að það sé hægt að svipta fót­unum svona undan mér út af fölskum ástæð­um, ég er ekki viss um að ég vilji aftur vera í þeirri stöð­u."

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None