Lýðræðiskvartetinn í Túnis, bandalag borgaralegra samtaka sem berjast fyrir lýðræðisþróun í Túnis, hljóta friðarverðlaun Nóbels 2015. Tilkynnt var um ákvörðun norsku Nóbelsnefndarinnar fyrir skömmu. Formaður nefndarinnar segir Lýðræðiskvartetinn hljóta verðlaunin fyrir mannréttindabaráttu sína og að hafa árið 2013, þegar landið var á barmi borgarastyrjaldar, leitt friðsamlegar pólitískar framfarir.
Alls voru 273 tilnefndir til verðlaunanna í ár, þar af 205 einstaklingar og 68 samtök. Í umfjöllun fjölmiðilsins The Guardian segir að líklegustu sigurvegarar þóttu vera kanslari Þýskalands Angela Merkel, fyrir móttöku hundruð þúsunda flóttamanna, Frans páfi, og innanríkisráðherra Bandaríkjanna John Kerry ásamt kollega sínum í Íran, Javad Zarif, fyrir Kjarnorkusamning landanna.
Eins og fyrr greinir voru það ekki trúarleiðtogar eða vestrænir stjórnmálamenn sem hlutu verðlaunin, heldur Lýðræðiskvartetinn í Túnis.