Lykilspurningar varðandi aðgerðir FIFA: Um hvað snýst málið?

h_51959812-1.jpg
Auglýsing

Breski fjöl­mið­ill­inn The Guar­dian birti í morgun helstu upp­lýs­ingar sem varða aðgerðir lög­regl­unnar í Sviss sem bein­ast að hátt­settum mönnum sem starfa, eða hafa starfað, fyrir FIFA. New York Times fjallar síðan ítar­lega um málið í dag og hefur raunar leitt umfjöllun um málið frá árinu 2013. Banda­rísk yfir­völd fara með­ ­rann­sókn máls­ins en grunur er uppi um að ein­stak­ling­arnar sem um ræðir hafi þegið mútur upp á hið minnsta 150 millj­ónir Band­ríkja­dala, eða sem nemur um þrettán millj­örðum króna, vegna und­ir­bún­ings fyrir staða­val HM í fót­bolta sem haldið verður í Rúss­landi 2018 og Kata 2012.

Hverjir voru hand­tekn­ir?Sam­kvæmt frétt New York Times verður ákæra gefin út á hendur alls átta stjórn­endum og stjórn­ar­mönnum FIFA til við­bótar við þá sex sem voru hand­teknir í Sviss. Á meðal þeirra sem einnig verða ákærð­ir, en voru hand­teknir í morg­un, eru Jack Warn­er, fyrrum vara­for­seti FIFA frá Trini­dad og Tobago, Jef­frey Webb frá Caym­an Is­lands, vara­­for­­seti fram­­kvæmda­­stjórn­­ar FIFA, og Eu­­genio Fig­u­er­edo frá Úrúg­væ. Búist er við að nokkrir stjórn­endur íþrótta­mark­aðs­fyr­ir­tækja frá Banda­ríkj­unum og Suð­ur­-Am­er­íku verði líka ákærðir en þeir eru grun­aðir um að hafa greitt meira en 150 millj­ónir dala, um 20,2 millj­arða króna, í mútur og greiðslur undir borðið og fengið í stað­inn arð­væna fjöl­miðla­samn­inga í tengslum við stórar knatt­spyrnu­keppnir á vegum FIFA. Sepp Blatt­er, for­seti FIFA, er ekki á meðal þeirra sem hafa verið hand­tekn­ir, en ekki liggja fyrir upp­lýs­ingar um hvort hann sjálfur er til rann­sóknar hjá banda­rískum yfir­völd­um.

Hvers vegna var gripið til aðgerða núna?Lög­reglu­yf­ir­völd í Sviss virð­ast hafa tíma­sett aðgerð­irnar fyrir árs­fund FIFA sem hefst á föstu­dag­inn, þar sem flestir þeirra sem hafa nú verið hand­teknir voru komnir saman á sama stað. Þeir voru á Baur au Lac, lúx­us­hót­eli í Sviss með útsýni yfir sviss­nesku Alpana.

Hvers vegna eru banda­rísk yfir­völd að rann­saka FIFA?Sak­sókn­ari í Banda­ríkj­unum hefur þegar boðað til blaða­manna­fundar síðar í dag, þar sem farið verður yfir þau atriði sem rann­sóknin bein­ist að, að því er fram kemur í Guar­dian í dag. Alrík­is­lög­reglan FBI hefur verið með mútu­mál sem teng­ist stjórn­endum FIFA til rann­sóknar und­an­farin ár, en fréttir þess efnis voru sagðar í fjöl­miðlum í mars 2013, og síðan í nóv­em­ber 2014. Chuck Blaz­er, fyrr­ver­andi með­limur í fram­kvæmda­stjórn FIFA, er sagður hafa unnið með FBI eftir að gögn fund­ust um skattaund­an­skot hans. Sam­kvæmt frá­sögn The New York Daily News í nóv­em­ber í fyrra, sem Guar­dian vitnar til, var Blazer með upp­töku­græjur frá FBI inn á sér þegar hann ræddi við nokkra þeirra sem hafa nú verið hand­teknir á fundi. Þetta eru sögð lyk­il­gögn í mál­inu.

Hver er Chuck Blaz­er?Chuck Blazer. Mynd: EPA. Chuck Blaz­er. Mynd: EPA.

Blazer hætti störfum hjá FIFA í maí 2013, og var bannað að hafa afskipti af fót­bolta í nítíu daga, vegna ásak­ana um að hann hefði þegið mútur upp á tutt­ugu millj­ónir Banda­ríkja­dala, jafn­virði um 2,6 millj­arða króna. Blazer er sjö­tug­ur, og sagður hafa verið mað­ur­inn á bak við mik­inn árangur sem náðst hefur við mark­aðs­setn­ingu fót­bolta í Banda­ríkj­unum á síð­ustu árum. Blazer er þekktur fyrir áber­andi lúx­us-lífstíl en hann á íbúð á besta stað á Man­hattan og einnig risa­vaxna villu á Baham­as. Hann hefur oft verið nefndur Herra tíu pró­sent (Mr. Ten Percent) vegna samn­inga sem hann gerði við knatt­spyrnu­sam­bönd Mið-Am­er­íku um að fá til sín tíu pró­sent af tekj­um.

 

Auglýsing

Sepp Blatt­er, for­seti FIFA, sagði á blaða­manna­fundi í morgun að engar hús­leitir hefðu verið gerðar á skrif­stofum FIFA. Þá sagði hann enn­fremur að sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem hann hefði, þá væri FIFA þol­and­inn í mál­inu.

 

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisbankarnir tveir á meðal þriggja stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
Kjarninn 30. september 2020
Á öðrum ársfjórðungi varð 97 prósenta tekjusamdráttur í rekstri móðurfélagsins sem sinnir rekstri Keflavíkurflugvallar.
Isavia tapaði 7,6 milljörðum á hálfu ári
Tap opinbera hlutafélagsins Isavia nam 7,6 milljörðum á fyrstu sex mánuðum ársins. Sveinbjörn Indriðason forstjóri segir að jafnvel sé útlit fyrir að flugumferð fari ekki af stað fyrr en í lok fyrsta ársfjórðungs á næsta ári.
Kjarninn 30. september 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Baneitraðir Rússar
Kjarninn 30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
Kjarninn 30. september 2020
Gauti Jóhannesson (D) og Stefán Bogi Sveinsson (B) leiða flokkana tvo sem mynda meirihluta.
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn vinna saman í Múlaþingi
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa komist að samkomulagi um myndun meirihluta í Múlaþingi, nýja sameinaða sveitarfélaginu á Austurlandi.
Kjarninn 30. september 2020
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Stoðir töpuðu tæpum hálfum milljarði króna á fyrri hluta ársins 2020
Stoðir, sem eru einn umsvifamesti einkafjárfestirinn á íslenska markaðnum, á eignir upp á tæpa 25 milljarða króna og skuldar nánast ekkert. Verði af sameiningu TM og Kviku munu stoðir verða stærsti einkafjárfestirinn í báðum einkareknu bönkum landsins.
Kjarninn 30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None