Makrílævintýrið heldur áfram

bakr.lv_.ndur_.jpg
Auglýsing

Leyfi­legur heild­ar­afli í mak­ríl fyrir kom­andi fisk­veiði­ár, 2014/2015, verður auk­inn um ríf­lega 20 þús­und tonn sam­kvæmt ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, ráð­herra sjáv­ar­út­vegs­mála. Ákvörð­unin byggir á því að ráð­gjöf Alþjóða­haf­rann­sókn­ar­ráðs­ins (ICES) var hækkuð í 1.011 þús­und tonn í maí síð­ast­liðnum og er hlutur Íslands 16,6 pró­sent af því sam­kvæmt ákvörðun ráð­herra. Útgerð­ar­fyr­ir­tæki sem stunda mak­ríl­veiðar hafa mikla hags­muni af þess­ari aukn­ingu á afla­heim­ild­um, en mak­ríl­veiðar hafa virkað sem vítamín­sprauta fyrir íslenska hag­kerfið á und­an­förnum fimm árum eftir að mak­ríll fór að finn­ast og veið­ast í vax­andi mæli í íslenskri lög­sögu. Mak­ríl­veið­arnar komu þannig eins og himna­send­ing inn í hag­kerfið sem var veru­lega laskað eftir hrun fjár­mála­kerf­is­ins dag­ana 7. til 9. októ­ber 2008.

Miklar tekjurHeild­ar­út­flutn­ings­tekjur af mak­ríl­veiðum námu meira 21 millj­arði í fyrra og má gera ráð fyrir að þær auk­ist enn meira á kom­andi fisk­veiði­ári.

Sér­stak­lega munar miklu um þessar auknu mak­ríl­veiðar fyrir stóru útgerð­irn­ar, þar ekki síst eina skráða sjáv­ar­út­vegs­­fyr­ir­tæk­is­ins á mark­aði, HB Granda. Rekstur þeirra batnar við þessa mögu­leika til auk­inna veiða, svo lengi sem verð og aðgengi á erlendum mörk­uðum er við­un­andi og helst gott.

tafla fyrir makril

Ráð­gjöf Hafró fylgtSig­urður Ingi Jóhanns­son segir í til­kynn­ingu vegna ákvörð­unar um veiði­heim­ildir á kom­andi fisk­veiði­ári að hann vilji fyrst og fremst við­halda orð­spori Íslands. „Mér finnst mik­il­vægt að við­halda orð­spori okkar meðal fisk­veiði­þjóða og á mark­aðs­svæðum sem sjálf­bær nýt­ing­ar­þjóð sem byggir ákvarð­anir sínar á vís­ind­um. Mér finnst einnig mik­il­vægt að við tryggjum sem best gæði og getu til rann­sókna. Því kalla ég eftir sam­starfi og sam­ráði vís­inda­manna og sjó­manna því reynsla sjó­manna stang­ast stundum á við nið­ur­stöðu vís­ind­anna.“

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/1[/em­bed]

Auglýsing

Lít­ils háttar aukn­ing í þorskiSam­kvæmt ákvörðun ráð­herra verður heild­ar­afli í þorski 218 þús­und tonn á kom­andi fisk­veiði­ári, en hann var 216 þús­und tonn. Mesta hlut­falls­lega breyt­ingin er í grá­lúðu, en sam­kvæmt ákvörðun ráð­herra verður heild­ar­afli í þeirri teg­und 25 þús­und tonn, fyrir allt veiði­svæð­ið, en hann var ríf­lega fjórtán þús­und tonn.

 

tafla 2

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None