Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

forsidumynd.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­sögnin á grein þess­ari á sann­ar­lega við þá hug­mynd þriggja ungra manna að efna til tón­list­ar­há­tíðar á opnu svæði sunnan við Hró­arskeldu í Dan­mörku sum­arið 1971. Gest­irnir á þess­ari fyrstu hátíð voru um eða innan við 10 þús­und, en nú er hátíð­in, sem haldin er árlega, sú stærsta í Norður – Evr­ópu, í fyrra voru gest­irnir um 130 þús­und.

Tveir þess­ara ungu bjart­sýn­is­manna voru mennta­skóla­nemar í Hró­arskeldu, sá þriðji, Karl Fischer, nokkrum árum eldri og umboðs­maður hljóm­sveita. Hann hafði stundum útvegað hljóm­sveitir til að spila á mennta­skóla­böllum og þekkti þá Jesper Switzher og Mog­ens Sand­fær sem báðir voru í nem­enda­ráði skól­ans.

Jesper sagði frá því í við­tali fyrir skömmu að Karl hefði hringt í sig og spurt hvort þeir ættu ekki að skipu­leggja tveggja daga tón­list­ar­á­tíð í Hró­arskeldu það sum­ar­ið. „Ég var átján ára og bjó heima hjá mömmu og pabba og sagði Karli að ég ætl­aði að spyrja Mog­ens sem var vara­for­maður nem­enda­ráðs­ins. Mog­ens þótti hug­myndin snið­ug, sagð­ist hafa séð Wood­stock í hill­ing­um, en hann var nýbú­inn að sjá kvik­mynd­ina um þá þekktu tón­list­ar­há­tíð.“

Auglýsing

Þrír metrar milli tjalda og ekki trufla kirkju­klukk­urnarÞriðji mennt­skæl­ing­ur­inn bætt­ist í hóp­inn og næsta skref var að fá leyfi bæj­ar­yf­ir­valda í Hró­arskeldu. Þeir Jesper og Mog­ens gengu á fund eins af emb­ætt­is­mönnum bæj­ar­ins sem og slökkvi­liðs­stjóra og ósk­uðu eftir leyfi til að halda tveggja daga hátíð, laug­ar­dag og sunnu­dag í lok ágúst. Emb­ætt­is­mönn­unum leist vel á hug­mynd­ina en settu tvö skil­yrði: Fjar­lægð milli tjalda tón­leika­gesta skyldi vera minnst þrír metrar og ekki mátta leika tón­list fyrr en eftir klukkan tvö síð­degis á sunnu­deg­in­um. Síð­ar­nefnda skil­yrðið var til þess að trufla ekki hring­ingar í kirkju­klukkum bæj­ar­ins. Hinir til­von­andi tón­leika­hald­arar töldu auð­velt að upp­fylla þessi skil­yrði. Ekk­ert var rætt um sal­erni, veit­inga­að­stöðu og allt það sem nú þykir til­heyra sam­komum af þessu tagi.

Ætl­unin var að hátíð­in, sem þeir félagar köll­uðu „Sound Festi­val“ færi fram á svæði við Hró­arskeldu­fjörð­inn, sem stundum hafði verið notað undir úti­skemmt­an­ir. Hjónum sem áttu þessa land­spildu leist hins vegar miður vel á hug­mynd­ina og þegar frúin sá þessa síð­hærðu pilta sagði hún þvert nei. „Hver veit svo nema þetta séu hommar“ á hún að hafa sagt við bónda sinn.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/22[/em­bed]


Bæj­ar­stjórn bauð land­bún­að­ar­sýn­inga­svæðiBæj­ar­stjórnin í Hró­arskeldu bauð þá svæði í útjaðri bæj­ar­ins, sem hafði nýlega verið skipu­lagt til land­bún­að­ar­sýn­inga, bæj­ar­stjórnin taldi þetta henta ágæt­lega. Tón­leika­höld­ur­unum leist ekki sér­lega vel á stað­inn en áttu engra kosta völ. Búið að prenta mið­ana sem seldir voru á spott­prís til mennt­skæl­inga. „Til að tryggja aðsókn­ina“ sögðu þeir félagar síð­ar.

Hátíðin hófst klukkan tíu um morg­un­inn laug­ar­dag­inn 28. ágúst 1971 og fljót­lega fór fólk að tín­ast á svæð­ið. Ekki voru allir til­búnir að borga aðgangs­eyr­inn heldur hopp­uðu ein­fald­lega yfir girð­ing­una. Jesper Switzer hringdi heim og fékk bróður sinn (12 ára) til að koma með nokkra stráka með sér til að reyna að passa að fólk færi inn um hlið­ið, en það breytti engu.

Uppúr hádeg­inu fór að rigna. Rign­ingin sá til þess að nær ekk­ert heyrð­ist í tón­list­ar­fólk­inu enda hljóð­kerfið ekki burð­ugt. Á sunnu­deg­inum var veðrið aftur á móti gott en þá voru margir farnir heim. Meðal þeirra sem komu fram á þess­ari fyrstu hátíð voru hljóm­sveitin Gasolin (með Kim Larsen í broddi fylk­ing­ar), Sebast­ian og Povl Diss­ing.

Fjöl­skyld­urnar urðu að borga tap­brús­annÞótt um tíu þús­und manns hafi komið á hátíð­ina var aðeins lít­ill hluti þess hóps sem borg­aði sig inn. Kostn­að­ur­inn reynd­ist miklu meiri en þeir félagar höfðu reiknað með, ekki síst hreins­un­ar­starf­ið. Á end­anum urðu fjöl­skyldur ungu bjart­sýn­is­mann­anna að hlaupa undir bagga og borga tap­ið. Mennt­skæl­ing­arnir grun­uðu umboðs­mann­inn um að hafa stungið pen­ingum undan en aðhöfð­ust ekk­ert vegna þess. Þeir tóku hins­vegar strax ákvörðun um að end­ur­taka ekki leik­inn.

Þrátt fyrir að mennt­skæl­ing­arnir (og umboðs­mað­ur­inn) leggðu tón­leika­ár­arnar í bát voru bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu sann­færð um að hátíð af þessu tagi ætti fram­tíð fyrir sér. Góð­gerða­sam­tökin Hró­arskeldu­sjóð­ur­inn tóku þá að sér að ann­ast tón­leika­haldið og hefur gert það allar götur síð­an.

Allt hefur breyst nema stað­ur­inn og stuðiðSíðan mennt­skæl­ing­arnir bjart­sýnu héldu fyrstu hátíð­ina hefur margt breyst, í raun allt nema stað­ur­inn sem alltaf er sá sami og svo stuðið á mann­skapn­um. Í stað palls­ins (sem strák­arnir köll­uðu senu) eru nú átta tón­leika­svið. Þekkt­ast er Orange, app­el­sínugula svið­ið, sem jafn­framt er merki hátíð­ar­inn­ar, það var keypt frá Bret­landi árið 1978 en Roll­ing Sto­nes not­uðu það á tón­leika­ferða­lagi tveimur árum fyrr. Þeir end­ur­nýja nú kynnin því þeir eru helsta tromp hátíð­ar­innar í ár og spila auð­vitað á því app­el­sínugula. Þar er pláss fyrir 60 þús­und áhorf­endur en sam­tals rúm­lega 100 þús­und við sviðin átta.

Gesta­fjöld­inn hefur fjórt­án­fald­ast frá fyrstu hátíð­inniÞótt aðsóknin að hátíð­inni hafi sveifl­ast nokkuð milli ára hefur sveiflan nær alltaf verið upp á við. Árið 1995 fór fjöld­inn í fyrsta sinn yfir 100 þús­und og í fyrra voru gestir um 130 þús­und tals­ins og hafa aldrei verið fleiri. Útlit er fyrir að enn fleiri sæki hátíð­ina að þessu sinni ef marka má aðsókn­ina fyrstu dag­ana. Þegar hleypt var inn á svæðið á sunnu­dag­inn voru 55 þús­und manns mætt á svæðið og keppt­ust um að ná sér í sem best tjald­stæði. Hró­arskeldu­há­tíðin er sú stærsta af þessu tagi á Norð­ur­löndum og í Evr­ópu er það aðeins Gla­ston­bury hátíðin í Englandi sem dregur að sér fleira fólk.

Þótt hátíðin sé þekkt um víða ver­öld eru heima­menn þó í meiri­hluta. Raunar hefur erlendum hátíð­ar­gestum fækkað allra síð­ustu ár. Engar öruggar tölur eru til um fjölda þeirra Íslend­inga sem sækja hátíð­ina að jafn­aði en talið að þeir hafi iðu­lega verið á bil­inu tólf til fimmtán hund­ruð. Lang­flestir þeirra sem sækja hátíð­ina eru á aldr­inum sautján til þrjá­tíu ára, Roll­ing Sto­nes eru því langt yfir með­al­aldri, sá yngsti 67 ára, sá elsti 73!

Eitt­hvað fyrir allaMargir tón­list­ar­spek­úlantar telja ástæð­una fyrir vin­sældum Hró­arskeldu­há­tíð­ar­innar vera þá að þar sé eitt­hvað fyrir alla. Í upp­hafi voru flestir sem fram komu danskir en það breytt­ist fljótt og æ síðan hafa lista­menn­irnir komið víða að og í þeim hópi margt þekktasta tón­list­ar­fólk sam­tím­ans. List­inn er langur en þar er meðal ann­ars að finna Procol Harum, Bob Mar­ley, U2, Mike Old­fi­eld, Simpel Minds, Metall­ica, Eric Clapton, Sting, Bob Dylan, Nir­vana, Leon­ard Cohen, Sigur Rós, David Bowie, Pet Shop Boys, Robbie Willi­ams, Cold­play, Björk, Bruce Springsten, Kraftwerk og fleiri.

Á hátíð­inni hafa til þessa dags verið haldnir 4.796 tón­leikar og 3.844 hljóm­sveitir hafa stigið á svið. Sú hljóm­sveit sem oft­ast hefur troðið upp er Gnags, en þeir félagar hafa 12 sinnum spilað fyrir gesti hátíð­ar­inn­ar.

SlysiðÞegar tón­leikar hljóm­sveit­ar­innar Pearl Jam stóðu sem hæst á app­el­sínugula svið­inu 30. júní árið 2000 varð sá hörmu­legi atburður að níu tón­leika­gestir tróð­ust undir og lét­ust og 26 til við­bótar slös­uð­ust alvar­lega. Aldrei fannst nein ein­hlít skýr­ing á því sem gerð­ist en svo virt­ist sem nokkrir hefðu dottið og dregið aðra með sér, en jörðin var blaut og hál. Við þetta þrýst­ist hluti áhorf­enda nær svið­inu og ekki varð við neitt ráð­ið. Skipu­leggj­endur hátíð­ar­innar gerðu strax árið eftir marg­hátt­aðar ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi.

Hró­arskelda 2014Sé rýnt í lista með nöfnum tón­list­ar­fólks þetta árið má sjá að úr mörgu er að velja. Hljóm­sveita­list­inn inni­heldur 170 nöfn og þótt Roll­ing Sto­nes, Artic Mon­keys, Damon Albarn, Stevie Wond­er, Dra­ke, Major Laz­er, Out­kast og Trentemöller fái stærsta letrið í aug­lýs­ingum segir það ekki alla sög­una. Ein íslensk sveit, tríóið Sam­aris er á flytj­enda­list­an­um.

Á úti­skemmt­unum skiptir veðrið miklu máli og reyndir Hró­arskeldu­gestir vita að ekki er á vísan að róa í þeim efn­um. Danska veð­ur­stofan spáir prýði­legu veðri út vik­una án þess þó að ábyrgj­ast neitt í þeim efn­um. Hvernig sem veðrið verður má slá því föstu að allir snúi heim í hátíð­ar­skapi þegar sein­asti tónn­inn hefur verið sleg­inn þetta árið.

Umfjöll­unin birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Trump sagði öruggt að opna bandaríska skóla því börn væru „næstum ónæm“ fyrir COVID-19.
Trump fer enn og aftur á svig við skilmála samfélagsmiðla
Donald Trump sagði í símaviðtali við Fox and Friends í gær að börn væru „næstum ónæm“ fyrir kórónuveirunni. Facebook-færslu frá forsetanum með ummælunum var eytt og Twitter frysti aðgang tengdan forsetanum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Matthíasson
Af sykurpúðum
Kjarninn 6. ágúst 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Tækifærið er núna
Hópsýkingar munu halda áfram að koma upp hér á landi. „Við verðum að vera undir það búin að horfa upp á þetta næstu mánuði alla vega,“ segir sóttvarnalæknir. Landlæknir sagði að núna væri tækifærið til að kveða niður það smit sem hér er í gangi.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason og Alma Möller.
„Þannig mun okkur takast að koma okkur út úr þessu COVID-fári“
Sóttvarnalæknir hefur sent heilbrigðisráðherra minnisblað þar sem hann leggur til að landamæraskimun verði haldið áfram með sama hætti og verið hefur. Hann ítrekar mikilvægi persónulegra sóttvarna, skimunar og að beita einangrun og sóttkví.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Fordæma aðgerðir Icelandair í kjaraviðræðum
Norræna flutningamannasambandið sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem það fordæmir aðgerðir Icelandair í nýlegum kjarasamningaviðræðum. Samtökin segja þrýsting á stéttarfélög í formi hótana ekki leysa rekstrarvandann sem upp er kominn vegna COVID-19.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Grímurnar gera þó mest gagn við ákveðnar aðstæður og þær þarf að nota á réttan hátt.
„Stutta svarið er já“ – grímur geta komið í veg fyrir smit
Rannsóknir hafa sýnt, án nokkurs vafa, að andlitsgrímur geta komið í veg fyrir COVID-19-smit á milli einstaklinga. Þetta skrifar Jón Magnús Jóhannesson, deildarlæknir á Landspítala, í nýju svari á Vísindavefnum.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun
Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.
Kjarninn 6. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
Kjarninn 6. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None