Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi

forsidumynd.jpg
Auglýsing

Fyr­ir­sögnin á grein þess­ari á sann­ar­lega við þá hug­mynd þriggja ungra manna að efna til tón­list­ar­há­tíðar á opnu svæði sunnan við Hró­arskeldu í Dan­mörku sum­arið 1971. Gest­irnir á þess­ari fyrstu hátíð voru um eða innan við 10 þús­und, en nú er hátíð­in, sem haldin er árlega, sú stærsta í Norður – Evr­ópu, í fyrra voru gest­irnir um 130 þús­und.

Tveir þess­ara ungu bjart­sýn­is­manna voru mennta­skóla­nemar í Hró­arskeldu, sá þriðji, Karl Fischer, nokkrum árum eldri og umboðs­maður hljóm­sveita. Hann hafði stundum útvegað hljóm­sveitir til að spila á mennta­skóla­böllum og þekkti þá Jesper Switzher og Mog­ens Sand­fær sem báðir voru í nem­enda­ráði skól­ans.

Jesper sagði frá því í við­tali fyrir skömmu að Karl hefði hringt í sig og spurt hvort þeir ættu ekki að skipu­leggja tveggja daga tón­list­ar­á­tíð í Hró­arskeldu það sum­ar­ið. „Ég var átján ára og bjó heima hjá mömmu og pabba og sagði Karli að ég ætl­aði að spyrja Mog­ens sem var vara­for­maður nem­enda­ráðs­ins. Mog­ens þótti hug­myndin snið­ug, sagð­ist hafa séð Wood­stock í hill­ing­um, en hann var nýbú­inn að sjá kvik­mynd­ina um þá þekktu tón­list­ar­há­tíð.“

Auglýsing

Þrír metrar milli tjalda og ekki trufla kirkju­klukk­urnarÞriðji mennt­skæl­ing­ur­inn bætt­ist í hóp­inn og næsta skref var að fá leyfi bæj­ar­yf­ir­valda í Hró­arskeldu. Þeir Jesper og Mog­ens gengu á fund eins af emb­ætt­is­mönnum bæj­ar­ins sem og slökkvi­liðs­stjóra og ósk­uðu eftir leyfi til að halda tveggja daga hátíð, laug­ar­dag og sunnu­dag í lok ágúst. Emb­ætt­is­mönn­unum leist vel á hug­mynd­ina en settu tvö skil­yrði: Fjar­lægð milli tjalda tón­leika­gesta skyldi vera minnst þrír metrar og ekki mátta leika tón­list fyrr en eftir klukkan tvö síð­degis á sunnu­deg­in­um. Síð­ar­nefnda skil­yrðið var til þess að trufla ekki hring­ingar í kirkju­klukkum bæj­ar­ins. Hinir til­von­andi tón­leika­hald­arar töldu auð­velt að upp­fylla þessi skil­yrði. Ekk­ert var rætt um sal­erni, veit­inga­að­stöðu og allt það sem nú þykir til­heyra sam­komum af þessu tagi.

Ætl­unin var að hátíð­in, sem þeir félagar köll­uðu „Sound Festi­val“ færi fram á svæði við Hró­arskeldu­fjörð­inn, sem stundum hafði verið notað undir úti­skemmt­an­ir. Hjónum sem áttu þessa land­spildu leist hins vegar miður vel á hug­mynd­ina og þegar frúin sá þessa síð­hærðu pilta sagði hún þvert nei. „Hver veit svo nema þetta séu hommar“ á hún að hafa sagt við bónda sinn.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_03/22[/em­bed]


Bæj­ar­stjórn bauð land­bún­að­ar­sýn­inga­svæðiBæj­ar­stjórnin í Hró­arskeldu bauð þá svæði í útjaðri bæj­ar­ins, sem hafði nýlega verið skipu­lagt til land­bún­að­ar­sýn­inga, bæj­ar­stjórnin taldi þetta henta ágæt­lega. Tón­leika­höld­ur­unum leist ekki sér­lega vel á stað­inn en áttu engra kosta völ. Búið að prenta mið­ana sem seldir voru á spott­prís til mennt­skæl­inga. „Til að tryggja aðsókn­ina“ sögðu þeir félagar síð­ar.

Hátíðin hófst klukkan tíu um morg­un­inn laug­ar­dag­inn 28. ágúst 1971 og fljót­lega fór fólk að tín­ast á svæð­ið. Ekki voru allir til­búnir að borga aðgangs­eyr­inn heldur hopp­uðu ein­fald­lega yfir girð­ing­una. Jesper Switzer hringdi heim og fékk bróður sinn (12 ára) til að koma með nokkra stráka með sér til að reyna að passa að fólk færi inn um hlið­ið, en það breytti engu.

Uppúr hádeg­inu fór að rigna. Rign­ingin sá til þess að nær ekk­ert heyrð­ist í tón­list­ar­fólk­inu enda hljóð­kerfið ekki burð­ugt. Á sunnu­deg­inum var veðrið aftur á móti gott en þá voru margir farnir heim. Meðal þeirra sem komu fram á þess­ari fyrstu hátíð voru hljóm­sveitin Gasolin (með Kim Larsen í broddi fylk­ing­ar), Sebast­ian og Povl Diss­ing.

Fjöl­skyld­urnar urðu að borga tap­brús­annÞótt um tíu þús­und manns hafi komið á hátíð­ina var aðeins lít­ill hluti þess hóps sem borg­aði sig inn. Kostn­að­ur­inn reynd­ist miklu meiri en þeir félagar höfðu reiknað með, ekki síst hreins­un­ar­starf­ið. Á end­anum urðu fjöl­skyldur ungu bjart­sýn­is­mann­anna að hlaupa undir bagga og borga tap­ið. Mennt­skæl­ing­arnir grun­uðu umboðs­mann­inn um að hafa stungið pen­ingum undan en aðhöfð­ust ekk­ert vegna þess. Þeir tóku hins­vegar strax ákvörðun um að end­ur­taka ekki leik­inn.

Þrátt fyrir að mennt­skæl­ing­arnir (og umboðs­mað­ur­inn) leggðu tón­leika­ár­arnar í bát voru bæj­ar­yf­ir­völd í Hró­arskeldu sann­færð um að hátíð af þessu tagi ætti fram­tíð fyrir sér. Góð­gerða­sam­tökin Hró­arskeldu­sjóð­ur­inn tóku þá að sér að ann­ast tón­leika­haldið og hefur gert það allar götur síð­an.

Allt hefur breyst nema stað­ur­inn og stuðiðSíðan mennt­skæl­ing­arnir bjart­sýnu héldu fyrstu hátíð­ina hefur margt breyst, í raun allt nema stað­ur­inn sem alltaf er sá sami og svo stuðið á mann­skapn­um. Í stað palls­ins (sem strák­arnir köll­uðu senu) eru nú átta tón­leika­svið. Þekkt­ast er Orange, app­el­sínugula svið­ið, sem jafn­framt er merki hátíð­ar­inn­ar, það var keypt frá Bret­landi árið 1978 en Roll­ing Sto­nes not­uðu það á tón­leika­ferða­lagi tveimur árum fyrr. Þeir end­ur­nýja nú kynnin því þeir eru helsta tromp hátíð­ar­innar í ár og spila auð­vitað á því app­el­sínugula. Þar er pláss fyrir 60 þús­und áhorf­endur en sam­tals rúm­lega 100 þús­und við sviðin átta.

Gesta­fjöld­inn hefur fjórt­án­fald­ast frá fyrstu hátíð­inniÞótt aðsóknin að hátíð­inni hafi sveifl­ast nokkuð milli ára hefur sveiflan nær alltaf verið upp á við. Árið 1995 fór fjöld­inn í fyrsta sinn yfir 100 þús­und og í fyrra voru gestir um 130 þús­und tals­ins og hafa aldrei verið fleiri. Útlit er fyrir að enn fleiri sæki hátíð­ina að þessu sinni ef marka má aðsókn­ina fyrstu dag­ana. Þegar hleypt var inn á svæðið á sunnu­dag­inn voru 55 þús­und manns mætt á svæðið og keppt­ust um að ná sér í sem best tjald­stæði. Hró­arskeldu­há­tíðin er sú stærsta af þessu tagi á Norð­ur­löndum og í Evr­ópu er það aðeins Gla­ston­bury hátíðin í Englandi sem dregur að sér fleira fólk.

Þótt hátíðin sé þekkt um víða ver­öld eru heima­menn þó í meiri­hluta. Raunar hefur erlendum hátíð­ar­gestum fækkað allra síð­ustu ár. Engar öruggar tölur eru til um fjölda þeirra Íslend­inga sem sækja hátíð­ina að jafn­aði en talið að þeir hafi iðu­lega verið á bil­inu tólf til fimmtán hund­ruð. Lang­flestir þeirra sem sækja hátíð­ina eru á aldr­inum sautján til þrjá­tíu ára, Roll­ing Sto­nes eru því langt yfir með­al­aldri, sá yngsti 67 ára, sá elsti 73!

Eitt­hvað fyrir allaMargir tón­list­ar­spek­úlantar telja ástæð­una fyrir vin­sældum Hró­arskeldu­há­tíð­ar­innar vera þá að þar sé eitt­hvað fyrir alla. Í upp­hafi voru flestir sem fram komu danskir en það breytt­ist fljótt og æ síðan hafa lista­menn­irnir komið víða að og í þeim hópi margt þekktasta tón­list­ar­fólk sam­tím­ans. List­inn er langur en þar er meðal ann­ars að finna Procol Harum, Bob Mar­ley, U2, Mike Old­fi­eld, Simpel Minds, Metall­ica, Eric Clapton, Sting, Bob Dylan, Nir­vana, Leon­ard Cohen, Sigur Rós, David Bowie, Pet Shop Boys, Robbie Willi­ams, Cold­play, Björk, Bruce Springsten, Kraftwerk og fleiri.

Á hátíð­inni hafa til þessa dags verið haldnir 4.796 tón­leikar og 3.844 hljóm­sveitir hafa stigið á svið. Sú hljóm­sveit sem oft­ast hefur troðið upp er Gnags, en þeir félagar hafa 12 sinnum spilað fyrir gesti hátíð­ar­inn­ar.

SlysiðÞegar tón­leikar hljóm­sveit­ar­innar Pearl Jam stóðu sem hæst á app­el­sínugula svið­inu 30. júní árið 2000 varð sá hörmu­legi atburður að níu tón­leika­gestir tróð­ust undir og lét­ust og 26 til við­bótar slös­uð­ust alvar­lega. Aldrei fannst nein ein­hlít skýr­ing á því sem gerð­ist en svo virt­ist sem nokkrir hefðu dottið og dregið aðra með sér, en jörðin var blaut og hál. Við þetta þrýst­ist hluti áhorf­enda nær svið­inu og ekki varð við neitt ráð­ið. Skipu­leggj­endur hátíð­ar­innar gerðu strax árið eftir marg­hátt­aðar ráð­staf­anir til að koma í veg fyrir slys af þessu tagi.

Hró­arskelda 2014Sé rýnt í lista með nöfnum tón­list­ar­fólks þetta árið má sjá að úr mörgu er að velja. Hljóm­sveita­list­inn inni­heldur 170 nöfn og þótt Roll­ing Sto­nes, Artic Mon­keys, Damon Albarn, Stevie Wond­er, Dra­ke, Major Laz­er, Out­kast og Trentemöller fái stærsta letrið í aug­lýs­ingum segir það ekki alla sög­una. Ein íslensk sveit, tríóið Sam­aris er á flytj­enda­list­an­um.

Á úti­skemmt­unum skiptir veðrið miklu máli og reyndir Hró­arskeldu­gestir vita að ekki er á vísan að róa í þeim efn­um. Danska veð­ur­stofan spáir prýði­legu veðri út vik­una án þess þó að ábyrgj­ast neitt í þeim efn­um. Hvernig sem veðrið verður má slá því föstu að allir snúi heim í hátíð­ar­skapi þegar sein­asti tónn­inn hefur verið sleg­inn þetta árið.

Umfjöll­unin birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Yfirlitsmynd af öllum fyrirhuguðum landfyllingum og dýpkunarsvæði.
Vilja dýpka Viðeyjarsund og losa efni við Engey
Til að dýpka Viðeyjarsund í 10 og 12,5 metra, líkt og Faxaflóahafnir stefna að, þarf að fjarlægja rúmlega þrjár milljónir rúmmetra af efni af hafsbotni. Hluta efnisins á að nýta í landfyllingar en varpa afganginum í hafið við Engey.
Kjarninn 19. janúar 2021
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
Sérstakur transskattur „ósanngjarn og óréttlátur“
Þingmaður gagnrýndi á þingi í dag gjald sem Þjóðskrá rukkar fólk sem vill breyta skráningu á kyni sínu. „Þingið þarf að viðurkenna að þarna varð okkur á í messunni, leiðrétta mistökin og afnema transskattinn strax.“
Kjarninn 19. janúar 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins, sem myndi gera afneitun helfararinnar refsiverða á Íslandi.
Vilja gera það refsivert að afneita helförinni
Tveggja ára fangelsi gæti legið við því að afneita eða gera gróflega lítið úr helförinni gegn gyðingum í seinni heimstyrjöldinni, ef nýtt frumvarp sem lagt hefur verið fram á þingi nær fram að ganga.
Kjarninn 19. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
Kjarninn 19. janúar 2021
Sveinbjörn Indriðason forstjóri Isavia segir hlutafjáraukninguna gera Isavia kleift að ráðast í framkvæmdir til að auka samkeppnishæfni Keflavíkurflugvallar.
Ríkið spýtir fimmtán milljörðum inn í Isavia
Hlutafé í opinbera hlutafélaginu Isavia hefur verið aukið um 15 milljarða króna. Þetta er gert til að mæta tapi vegna áhrifa COVID-faraldursins og svo hægt verði að ráðast í framkvæmdir á Keflavíkurflugvelli, sem eiga að skapa störf strax á þessu ári.
Kjarninn 19. janúar 2021
Boeing 737 MAX-vélar hafa ekki mátt fljúga í evrópskri lofthelgi frá því í mars 2019.
Evrópsk flugmálayfirvöld ætla að hleypa MAX-vélunum í loftið í næstu viku
Stjórnandi Flugöryggisstofnunar Evrópu boðaði á blaðamannafundi í morgun að Boeing 737 MAX-vélarnar, sem hafa verið kyrrsettar frá því í mars 2019, fái heimild til flugs í evrópskri lofthelgi í næstu viku.
Kjarninn 19. janúar 2021
Nafn Joe Manchin verður það fyrsta sem flýgur upp í huga fréttamanna þegar umdeild þingmál eru lögð fyrir öldungadeild Bandaríkjaþings. Íhaldssamasti demókratinn mun hafa mikið um að segja hvort þau komist í gegn.
Maðurinn sem Biden þarf að semja við
Sá þingmaður sem talinn er verða með mest ítök í öldungadeild Bandaríkjaþings á komandi misserum er demókratinn Joe Manchin frá Vestur-Virginíu. Ætli demókratar að ná 51 atkvæði með sínum málum þarf að komast að samkomulagi við hann.
Kjarninn 19. janúar 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – „Hvað hefurðu eiginlega á móti lestri?“
Kjarninn 19. janúar 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None