Mál Arion banka gegn Fjármálaeftirlitinu á dagskrá dómstóla í haust

Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í fyrrasumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki höfðaði mál og vill að ákvörðuninni hnekkt.

Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Auglýsing

Mál sem Arion banki höfð­aði gegn Fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Íslands (FME) til að fá semkt sem eft­ir­litið lagði á bank­ann í fyrra­sumar er á dag­skrá hér­aðs­dóms Reykja­víkur í haust. Frá þessu er greint í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem var birtur í lok síð­asta mán­að­ar. Þar kemur enn fremur fram að FME hafi skilað inn grein­ar­gerð vegna máls­ins í nóv­em­ber í fyrra.

Sekt­in, sem var upp á 87,7 millj­ónir króna, var lögð á vegna þess að Arion banki birti ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar nægj­an­lega tím­an­lega. 

Snýst um frétt sem Mann­líf birti

For­saga máls­ins er sú að 6. sept­em­ber í fyrra var hald­inn fundur hjá nefnd sem kall­ast Insider Disclos­ure Forum (indi­fo) innan Arion banka. Til umræðu á fund­inum voru fyr­ir­hug­aðar skipu­lags­breyt­ingar og hóp­upp­sagnir hjá bank­an­um. 

Auglýsing
Í fund­ar­gerð nefnd­ar­inn­ar, sem birt var í ákvörðun FME, kom fram að til stæði að segja upp 80 til 100 manns. Það, ásamt skipu­lags­breyt­ingum sem ráð­ast átti í sam­hliða, átti að lækka rekstr­ar­kostnað bank­ans um 1,5 millj­arða króna á árs­grund­velli. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að um inn­herj­a­upp­lýs­ingar væri að ræða og að skil­yrði væru fyrir því að til­kynna ákvörð­un­ina ekki í Kaup­höll Íslands strax, til að gæta jafn­ræðis fjár­festa. 

22. sept­em­ber 2019 birt­ist frétt á vefnum Mann­líf.is með fyr­ir­sögn­inni „Allt að 80 manns sagt upp hjá Arion banka“. Í frétt­inni var full­yrt að skipu­lags­breyt­ingar væru í far­vatn­inu hjá Arion banka og að upp­sagnir myndu hefj­ast dag­inn eft­ir. Sama dag birti Kjarn­inn frétta­skýr­ingu um að þrá­látur orðrómur væri um að umfangs­miklar upp­sagnir væru í far­vatn­inu hjá Arion banka.

Indi­fo-­nefndin ræddi frétt Mann­lífs dag­inn eft­ir, þann 23. sept­em­ber. Nefnd­ar­menn voru sam­mála um að frétt Mann­lífs væri röng, bæði væri tala þeirra sem ætti að segja upp ekki nákvæm­lega rétt né dag­setn­ing upp­sagna. Því væru enn skil­yrði fyrir hendi til að fresta birt­ingu á inn­herj­a­upp­lýs­ing­um. 

Til­kynnt um upp­sagnir 26. sept­em­ber

Þremur dögum síð­ar, 26. sept­em­ber 2019, var birt til­kynn­ing frá Arion banka um að stjórn bank­ans hefði á fundi sínum þá um morg­un­inn sam­þykkt nýtt skipu­lag sem taka ætti gildi sama dag. Um eitt hund­rað manns myndu missa vinn­una vegna þessa. 

Haft var eftir Bene­dikt Gísla­syni, banka­stjóra Arion banka, að rekstr­ar­kostn­aður bank­ans væri of hár og að skipu­lag bank­ans tæki ekki nægj­an­­lega vel mið af núver­andi mark­aðs­að­­stæðum og þörfum atvinn­u­lífs­ins.

FME ákvað að taka til athug­unar hvort að þær upp­lýs­ingar sem ræddar höfðu verið á nefnd­ar­fund­inum 6. sept­em­ber, og var ákveðið að fresta birt­ingu á, væru sam­bæri­legar og þeim sem birt­ust í frétt Mann­lífs 22. sept­em­ber 2019.

„Mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð“

FME komst að þeirri nið­ur­stöðu að svo væri. Í nið­ur­stöðukafla ákvörð­unar eft­ir­lits­ins sagði meðal ann­ars að upp­lýs­ing­arnar sem um ræddi væru lík­legar til að hafa „mark­tæk áhrif á mark­aðs­verð“ Arion banka enda um umfangs­miklar breyt­ingar á lyk­il­stærðum í rekstri bank­ans að ræða. 

Að mati FME vant­aði mikið upp á að Arion banki virti þá skyldu sem á bank­anum hvíldi um að birta inn­herj­a­upp­lýs­ing­arnar eins fljótt og auðið var eftir að ljóst var að ekki hefði tek­ist að gæta trún­aðar um þær. „Með því að birta ekki inn­herj­a­upp­lýs­ingar á þeim tíma­punkti hefðu fjár­festar með réttu getað gert ráð fyrir að frétta Mann­lífs væri orðrómur sem ætti ekki við rök að styðj­ast.“

Eft­ir­litið ákvað að sekta Arion banka um 87,7 millj­ónir króna. Við ákvörðun sekt­ar­fjár­hæðar var meðal ann­ars tekið mið af því að brot bank­ans hafi staðið í fjóra daga. 

Í árs­hluta­reikn­ingi Arion banka sem birtur var í fyrra­haust var greint frá því að bank­inn hefði höfðað mál fyrir hér­aðs­dómi Reykja­víkur til að fá nið­ur­stöðu FME hnekkt. Bank­inn telur að umfjöllun Mann­lífs hafi falið í sér get­gátur byggðar á þegar birtum upp­lýs­ingum en haustið 2019 hafði ítrekað birst umfjöllun í fjöl­miðlum um að vænta mætti breyt­inga og hag­ræð­ingar í rekstri bank­ans. Af þessu leiddi að skil­yrði fyrir frestun á birt­ingu inn­herj­a­upp­lýs­inga voru enn upp­fyllt að mati bank­ans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent