Malmö - Chicago norðursins

h_51642416-1.jpg
Auglýsing

Lög­reglan í Malmö í Sví­þjóð vill að eft­ir­lit við Eyr­ar­sunds­brúna, milli Dan­merkur og Sví­þjóðar verði stór­auk­ið. Ástæðan er vopna­smygl frá Dan­mörku og yfir sund­ið. „Viljum ekki vera Chicago Norð­urs­ins,“ segir aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn í Mal­mö.

Borgin Malmö við Eyr­ar­sund, gegnt Kaup­manna­höfn, er þriðja stærsta borg Sví­þjóð­ar, íbú­arnir um 300 þús­und tals­ins. Borg­ar­búar eiga upp­runa í 177 löndum um ver­öld víða og um það bil 30 pró­sent þeirra eru fæddir í löndum utan Sví­þjóð­ar. Fjöl­menn­astir „að­komu­manna“ eru Írakar, Dan­ir, fólk frá fyrrum Júgóslavíu og Pól­verj­ar. Rúm 15 pró­sent borg­ar­búa eru án atvinnu og hlut­fall atvinnu­lausra hvergi hærra í land­inu, lands­með­al­talið er 8.5 pró­sent.

Ekki verður með sanni sagt að í þess­ari þriðju stærstu borg Sví­þjóðar lifi allir í sátt og sam­lyndi. Öðru nær. Á und­an­förnum árum hefur morð­um, skotárásum, ránum og lík­ams­árásum fjölgað mikið og á allra síð­ustu mán­uðum hafa fjöl­margar sprengjur sprungið í borg­inni.

Auglýsing

Glæpa- og inn­flytj­enda­klíkur



Malmö skipt­ist í 10 hverfi. Eitt þeirra er Ros­engaar­den þar sem um 24 þús­und manns búa. Um 86 pró­sent þeirra eru af erlendum upp­runa, þar af eru 60 pró­sent fædd utan Sví­þjóð­ar. Þriðj­ungur íbúa Ros­engaar­den er yngri en 18 ára og 15 pró­sent pró­sent þess­ara ung­menna hafa hlotið dóm, margir fleiri en einn eða tvo. Hvergi í Sví­þjóð er hlut­fall ungra afbrota­manna jafn hátt. Átök hópa ung­menna, af ólíkum upp­runa eru algeng í Ros­engaar­den hverf­inu, iðu­lega af litlu til­efni.

Önnur skýr­ing á ástand­inu í borg­inni er rakin til þess að þar hafa margar glæpaklíkur (rokk­ar­ar) aðsetur og hefur fjölgað á und­an­förnum árum. Klíkur þess­ar, að minnsta kosti sumar þeirra, eru í tengslum við Vít­isengla, Bandidos, Black Cobra og fleiri slíkar sem hafa aðsetur í Kaup­manna­höfn. Milli þess­ara hópa kemur iðu­lega til átaka, þar sem hnífar og byssur eru dregin úr slíðr­um.

Lög­reglan hefur lokað aug­unum fyrir vand­anum



Tobias Bark­man blaða­maður á Sydsvenska Dag­bla­det og einn höf­unda bók­ar­innar „Ma­fi­akrig“ sem fjallar um glæpaklíkur í Malmö segir að lög­reglan hafi árum saman leitt hjá sér sívax­andi glæp­a­starf­semi í borg­inni. Sú starf­semi teng­ist ekki síst verslun með eit­ur­lyf.

Tölur sýna að sænsku lög­regl­unni, ekki síst í Malmö verður sjaldn­ast mikið ágengt við að upp­lýsa glæpi. Það gildir jafnt um morð, ofbeldi, rán og vopnuð átök.

Malmö er hliðið að Sví­þjóð og það hlið er galopið



Sænska lög­reglan telur að ein helsta skýr­ing á ástand­inu í Malmö sé sú að þangað flæði, óhindrað og í stórum stíl, vopn sem komi víðs­vegar að úr Evr­ópu í gegnum Kaup­manna­höfn. Nán­ast ekk­ert eft­ir­lit sé með umferð­inni um Eyr­ar­sunds­brúna og um landa­mærin milli Sví­þjóðar og Dan­merk­ur.

Í júní síð­ast­liðnum fóru rúm­lega 660 þús­und öku­tæki um Eyr­ar­sunds­brúna. Sára­lítið er fylgst með almennri umferð einka­bíla, ef frá eru talin gjald­hliðin sem eru Sví­þjóð­ar­megin sunds­ins. Af þessum fjölda voru 24 þús­und vöru­bílar en þeir fara nær allir gegnum toll­eft­ir­lit við gjald­hlið­in. Um það bil 30 þús­und manns fara yfir sundið dag­lega vegna vinnu, margir þeirra akandi í eigin bíl.

Á síð­asta ári lagði sænska lög­reglan hald á 71 skot­vopn við Eyr­ar­sunds­brúna og í Mal­mö. Mats Karls­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn í Malmö segir að þetta sé aðeins brot af þeim fjölda vopna sem komi frá Dan­mörku til Malmö á hverju ári. Hann seg­ist jafn­framt hand­viss um að flutn­ingur vopna til Sví­þjóðar yfir Eyr­ar­sunds­brúna fari vax­andi en einnig ber­ist fjöldi vopna með póst­in­um, einkum frá Serbíu og öðrum ríkjum fyrrum Júgóslavíu.

sdsf Sænska lög­reglan telur að hún nái aðeins að kom­ast yfir mjög lít­inn hluta þeirra vopna sem smyglað er til Malmö á ári hverju. Mynd: EPA

Ekki hægt að stoppa hvern ein­asta bíl



Það segir sig sjálft að úti­lokað er að stöðva og skoða hvern ein­asta bíl sem ekur yfir brúna. Slíkt myndi kosta offjár og miklar taf­ir. Þarna yrði því að koma til ann­ars konar eft­ir­lit. Gerd Battrup lektor við Sydd­ansk Uni­versitet, sem hefur um ára­bil rann­sakað landamæra­gæslu og sam­vinnu lög­reglu óháð landa­mærum, segir að sam­starf dönsku og þýsku lög­regl­unnar sé gott dæmi um slíka sam­vinn­u. Ein­hverra hluta vegna hafi ekki tek­ist að koma á nánu sam­starfi dönsku og sænsku lög­regl­unn­ar. Sam­starf vopna­smyglar­anna beggja vegna Eyr­ar­sunds sé bæði meira og nán­ara en sam­starf lög­regl­unn­ar.

Finn Lauritzen sem er fram­kvæmda­stjóri Eyr­ar­sunds­nefnd­ar­inn­ar, sem vinnur að auk­inni sam­vinnu á Eyr­ar­sunds­svæð­inu, tekur í sama streng. Hann segir að sú mynd sem dregin sé upp í sjón­varps­mynda­flokknum „Brúnn­i,“ þar sem danska og sænska lög­reglan vinna náið sam­an, sé því miður víðs fjarri raun­veru­leik­an­um. Tals­maður dönsku lög­regl­unnar segir hins­vegar að lög­regla beggja vegna sunds vinni náið saman en auð­vitað megi alltaf gera bet­ur.

Tor­mod Christen­sen aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn hjá rann­sókn­ar­deild dönsku lög­regl­unnar segir að þar á bæ sé fylgst grannt með ástand­inu í Mal­mö. Danska lög­reglan muni gera allt sem í hennar valdi standi til að hindra að sú alda glæpa og ofbeldis sem íbúar Malmö hafi fengið að kynn­ast ber­ist yfir sund­ið. Í Malmö er tónn­inn í svip­uðum dúr. „Við munum gera allt sem við getum til að breyta ástand­inu til hins betra og koma í veg fyrir að Malmö verði mið­stöð glæpa­manna. Malmö má ekki verða Chicago Norð­urs­ins,” sagði Mats Karls­son aðstoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjónn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None