Stjórnarskrárfélagið hefur sent bréf til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli á vanefndum Alþingis í stjórnarskrármálinu. Nefndin sendi frá sér álit árið 2007 sem innihélt bindandi tilmæli um að breyta fiskveiðistjórninni til að girða fyrir mismunum og greiða tveimur sjómönnum bætur, en þeir höfðu höfðað og unnið mál gegn íslenska ríkinu. Mannréttindanefndin lét málið niður falla með bréfi sem var sent árið 2012 en þar var vísaði til þess að ríkisstjórn Íslands hefði gefið fyrirheit þremur árum áður um að ný stjórnarskrá væri í bígerð og að í henni væri ákvæði um auðlindir í þjóðareigu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stjórnarskrárfélaginu.
Þar minnir félagið einnig á að ný stjórnarskrá var samþykkt með 67 prósent atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslur árið 2012 og ákvæði um að auðlindir ættu að vera í þjóðareigu var samþykkt með 83 prósent greiddra atkvæða. "Í ljósi vanefnda Alþingis í stjórnarskrármálinu hvetur Stjórnarskrárfélagið Mannréttindanefndina til að taka málið upp aftur og ítreka fyrri bindandi tilmæli sín til ríkisstjórnarinnar um að breyta fiskveiðistjórninni."