Samningar um lengingu skuldabréfa Landsbanka langt komnir, segir Már

mar.jpg
Auglýsing

Samn­ingar milli stjórn­valda og þrota­bús Lands­bank­ans um leng­ingu á skuld nýja Lands­bank­ans við það eru langt komn­ar. Náist ekki að semja mun nýi bank­inn neyð­ast til að minnka efna­hags­reikn­ing sinn. Þetta seg­ir Már Guð­munds­son, seðla­banka­stjóri, í sam­tali við Bloomberg fyrr í dag.

Í frétt Bloomberg um málið er haft eftir Má að fram­leng­ing skulda­bréfa upp á 226 millj­arða króna, sem nýi Lands­bank­inn skuldar þrota­búi þess gamla og eiga að greið­ast upp í októ­ber 2018, séu á loka­stígi. „Málið er að leys­ast og ég held að það sé nálægt því að vera klárað,“ sagði Már í við­tali sem tekið var í morg­un. Við­ræður hafa átt sér stað milli Seðla­bank­ans og fyr­ir­svars­manna þrota­bús Lands­bank­ans vegna máls­ins.

Í við­tal­inu segir Már einnig að náist ekki sam­komu­lag gæti það þýtt að nýi Lands­bank­inn þurfi að minnka efna­hags­reikn­ing sinn. Aug­ljós­lega þurfi þó að taka til­lit til ann­arra þátta sem tengj­ast afnámi fjár­magns­hafta áður en Land­bank­anum er veitt und­an­þága. "En eigum við ekki að álykta að við munum kom­ast að lend­ingu í mál­inu, á einn eða annan hátt, fljót­lega," segir Már að lok­um.

Auglýsing

Greiðsla fyrir eignir sem voru færðarÍ des­em­ber 2009 var samið um upp­gjör milli þrota­bús gamla Lands­bank­ans og nýja Lands­bank­ans vegna þeirra eigna sem færðar voru þar á milli eftir banka­hrun­ið. Í sam­komu­lag­inu fólst meðal ann­ars að íslenska ríkið eign­að­ist nýja bank­ann utan lít­ils hlutar sem myndi renna til starfs­manna hans. Á móti gaf þrota­búið út upp­gjörs­skulda­bréf sem nýi bank­inn átti að greiða vegna þeirra eigna sem hann tók yfir.

Skulda­bréfin voru upp á mörg hund­ruð millj­arða króna í erlendum gjald­miðlum og loka­greiðsla átti að vera innt af hendi í októ­ber 2018, tíu árum eftir fall Lands­bank­ans. Því var ljóst að nýi Lands­bank­inn þurfti að verða sér úti um mikið magn af gjald­eyri til að standa við greiðsl­urn­ar.

Fljótt varð ljóst að svona miklar útgreiðslur á gjald­eyri, á jafn skömmum tíma, myndu ógna greiðslu­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins veru­lega. Því var þrýst veru­lega á að fyr­ir­komu­lag­inu yrði breytt.

228 millj­arðar í erlendum gjald­eyriÞann 8. maí síð­ast­lið­inn var til­kynnt um að sam­komu­lag hefði náðst milli Lands­bank­ans og þrota­bús gamla Lands­bank­ans um breyt­ingar á skil­málum skulda­bréfanna, en eft­ir­stöðvar eru um 228 millj­arðar króna. Sam­komu­lagið snérist um að lengt yrði í greiðslum af skulda­bréf­unum til árs­ins 2026 gegn því að vaxta­kjör myndu hækka eftir árið 2018. Það var hins vegar bundið því að Seðla­banki Íslands myndi veita und­an­þágur frá lögum um gjald­eyr­is­mál, enda höft á fjár­magns­flutn­inga í gildi í land­inu.

Ekki hefur tekið að ná sam­komu­lagi um slíkar und­an­þágur og Lands­bank­inn hefur ítrekað fram­lengt ein­hliða loka­fresti sem hann hefur gefið út. Sá nýjasti gildir til 17. nóv­em­ber.

Ekki sam­stíga á stjórn­ar­heim­il­inumSam­kvæmt fjöl­mörgum heim­ildum Kjarn­ans er ástæða þess að Seðla­banki Íslands og fjár­mála­ráðu­neytið hafa ekki lagt fyrir þrotabú Lands­bank­ans til­lögur um skil­yrði sem þrota­búið þarf að mæta til að und­an­þág­urnar verði veittar er ein­föld, það er ekki ein­ing um að semja við kröfu­hafa með þessum hætti innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Æðstu stjórn­endur Seðla­banka Íslands og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­mála­ráð­herra, eru sagðir vera hlynntir því að semja við þrota­búið um fram­leng­ingu á skulda­bréf­inu með ákveðnum breyt­ingum á fyr­ir­liggj­andi sam­komu­lagi. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra, og nán­ustu sam­starfs­menn hans eru sagðir algjör­lega á móti þess­ari nið­ur­stöðu.

 Sig­mundur Davíð and­stæður sér­lausnumSig­mundur Davíð lýsti raunar yfir and­stöðu við leng­ingu á gjald­dögum skulda­bréfa Lands­bank­ans í ræðu á Alþingi í maí síð­ast­liðn­um. Þar sagði hann meðal ann­ar­s:„Það að lengja í þessu bréfi og það á hærri vöxtum er hins vegar ekk­ert aug­ljós­lega góður kost­ur. Þegar ein­hver skuldar eitt­hvað sem hann getur ekki borgað leysir það ekki öll mál að hækka vext­ina og láta þá tikka í lengri tíma.

Það sem snýr hins vegar að stjórn­völdum í þessu máli er hvort for­svar­an­legt sé að veita und­an­þágu frá gjald­eyr­is­höft­unum bara fyrir þessa aðila á meðan aðrir verða áfram lok­aðir hér innan hafta. Það getur ekki verið for­svar­an­legt að veita und­an­þágu fyrir einn eða tvo til­tekna aðila til þess að sleppa út með gjald­eyri, jafn­vel nið­ur­greiddan gjald­eyri, gjald­eyri sem yrði þá nið­ur­greiddur af þeim sem eftir sætu í höftum og þar með talið íslenskum almenn­ingi, hugs­an­lega með var­an­legri skerð­ingu á raun­gengi krón­unnar sem þýðir ein­fald­lega lak­ari lífs­kjör í land­inu til fram­tíð­ar. Slík nið­ur­staða væri alltaf óásætt­an­leg og þar af leið­andi gætu stjórn­völd ekki heim­ilað und­an­þágu frá höft­unum sem leiddi til slík­s.“

 

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None