Washington Post setur Ólaf Ragnar á athyglisverðan lista

15247571896-249601b780-z.jpg
Auglýsing

Dag­blað­ið Was­hington Post birti á vef­síðu sinni í gær umfjöllun og lista yfir þá þjóð­ar­leið­toga sem lengst hafa setið á valda­stóli í heim­in­um. Umfjöll­unin birt­ist undir fyr­ir­sögn­inni: "The world leaders who just won't step down," eða Leið­togar heims­ins sem neita að stíga til hlið­ar.

Umfjöllun Was­hington Post hefst á upp­rifjun á nýlegum mót­mælum í Burk­ina Faso. Þar kröfð­ust mót­mæl­end­ur þess að for­seti lands­ins, Bla­ise Compa­oré, myndi láta af áformum sínum að bjóða sig aftur fram til emb­ættis for­seta, en hann hafði þá setið á valda­stóli í 27 ár. Mót­mælin skil­uðu sínu, því Compa­oré steig til hlið­ar.

Listi Washington Post. Listi Was­hington Post.

Auglýsing

Á toppi list­ans trónir for­seti Kamer­ún­, Paul Biya, með 14.361 dag á valda­stóli, en á list­an­um ­sitja helst þjóð­ar­leið­togar frá ríkjum Afr­íku og Asíu. Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, situr í átj­ánda sæti list­ans með 6.664 daga í emb­ætti. Ólafur Ragnar er einn þriggja þjóð­ar­leið­toga frá Evr­ópu sem kom­ast á list­ann, hinir tveir eru Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, og Alex­ander Lukashen­ko, for­seti Hvíta-Rúss­lands.

Í umfjöllun Was­hington Post seg­ir: "Það kann að koma vest­rænum les­endum spánskt fyrir sjón­ir, sem margir hverjir búa í ríkjum þar sem í gildi eru tak­mark­anir á fjölda kjör­tíma­bila eða þar sem flokkapóli­tík gerir einum stjórn­mála­manni erfitt um vik að halda um valdataumana lengi, en stað­reyndin er engu að síður sú víða um heim hafa þjóð­ar­leið­togar setið í emb­ætti í ára­tug­i."

"­Meg­in­regla valda­skipta er að stríða gegn þeirri hug­mynd að ein­hver einn þjóð­ar­leið­togi sé ómissandi."

Þá er vitnað til greinar sem Thomas E. Cron­in, pró­fessor í banda­rískri stjórn­sýslu og leið­toga­fræðum við háskól­ann í Colora­do, skrif­aði í Was­hington Post í jan­ú­ar, þar sem hann færði rök fyrir áfram­hald­andi tak­mörk­unum á fjölda kjör­tíma­bila í Banda­ríkj­un­um. Þar skrif­aði Cron­in: "Meg­in­regla valda­skipta er að stríða gegn þeirri hug­mynd að ein­hver einn þjóð­ar­leið­togi sé ómissand­i."

Í umfjöllun Was­hington Post er fjallað sér­stak­lega um Ólaf Ragn­ar. "Jafn­vel í óvenju­legu til­felli Íslands, sem er eitt félags­legra lýð­ræð­is­ríkja á list­an­um, hefur Ólafur Ragnar Gríms­son (sem gegnir emb­ætti sem er að megn­inu til form­legt en hefur að engu síður mik­il­vægt neit­un­ar­vald) verið gagn­rýndur fyrir að gegna emb­ætt­inu of leng­i."

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None