Washington Post setur Ólaf Ragnar á athyglisverðan lista

15247571896-249601b780-z.jpg
Auglýsing

Dag­blað­ið Was­hington Post birti á vef­síðu sinni í gær umfjöllun og lista yfir þá þjóð­ar­leið­toga sem lengst hafa setið á valda­stóli í heim­in­um. Umfjöll­unin birt­ist undir fyr­ir­sögn­inni: "The world leaders who just won't step down," eða Leið­togar heims­ins sem neita að stíga til hlið­ar.

Umfjöllun Was­hington Post hefst á upp­rifjun á nýlegum mót­mælum í Burk­ina Faso. Þar kröfð­ust mót­mæl­end­ur þess að for­seti lands­ins, Bla­ise Compa­oré, myndi láta af áformum sínum að bjóða sig aftur fram til emb­ættis for­seta, en hann hafði þá setið á valda­stóli í 27 ár. Mót­mælin skil­uðu sínu, því Compa­oré steig til hlið­ar.

Listi Washington Post. Listi Was­hington Post.

Auglýsing

Á toppi list­ans trónir for­seti Kamer­ún­, Paul Biya, með 14.361 dag á valda­stóli, en á list­an­um ­sitja helst þjóð­ar­leið­togar frá ríkjum Afr­íku og Asíu. Ólafur Ragnar Gríms­son, for­seti Íslands, situr í átj­ánda sæti list­ans með 6.664 daga í emb­ætti. Ólafur Ragnar er einn þriggja þjóð­ar­leið­toga frá Evr­ópu sem kom­ast á list­ann, hinir tveir eru Vla­dimir Pútín, for­seti Rúss­lands, og Alex­ander Lukashen­ko, for­seti Hvíta-Rúss­lands.

Í umfjöllun Was­hington Post seg­ir: "Það kann að koma vest­rænum les­endum spánskt fyrir sjón­ir, sem margir hverjir búa í ríkjum þar sem í gildi eru tak­mark­anir á fjölda kjör­tíma­bila eða þar sem flokkapóli­tík gerir einum stjórn­mála­manni erfitt um vik að halda um valdataumana lengi, en stað­reyndin er engu að síður sú víða um heim hafa þjóð­ar­leið­togar setið í emb­ætti í ára­tug­i."

"­Meg­in­regla valda­skipta er að stríða gegn þeirri hug­mynd að ein­hver einn þjóð­ar­leið­togi sé ómissandi."

Þá er vitnað til greinar sem Thomas E. Cron­in, pró­fessor í banda­rískri stjórn­sýslu og leið­toga­fræðum við háskól­ann í Colora­do, skrif­aði í Was­hington Post í jan­ú­ar, þar sem hann færði rök fyrir áfram­hald­andi tak­mörk­unum á fjölda kjör­tíma­bila í Banda­ríkj­un­um. Þar skrif­aði Cron­in: "Meg­in­regla valda­skipta er að stríða gegn þeirri hug­mynd að ein­hver einn þjóð­ar­leið­togi sé ómissand­i."

Í umfjöllun Was­hington Post er fjallað sér­stak­lega um Ólaf Ragn­ar. "Jafn­vel í óvenju­legu til­felli Íslands, sem er eitt félags­legra lýð­ræð­is­ríkja á list­an­um, hefur Ólafur Ragnar Gríms­son (sem gegnir emb­ætti sem er að megn­inu til form­legt en hefur að engu síður mik­il­vægt neit­un­ar­vald) verið gagn­rýndur fyrir að gegna emb­ætt­inu of leng­i."

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None