Seðlabankinn lækkar stýrivexti í fyrsta sinn í tvö ár

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur lækkað vexti bank­ans um 0,25 pró­sent. Stýri­vextir höfðu áður staðið óbreyttir í um tvö ár. Flestir grein­ar­að­ilar spáðu því að stýri­vextir myndu hald­ast óbreytt­ir. Stýri­vextir á Íslandi lækka því úr sex pró­sent niður í 5,75 pró­sent.

Vext­irnir eru samt sem áður með þeim hæstu í hinum vest­ræna heimi. Seðla­banki Sví­þjóðar ákvað til að mynda að lækka sína stýri­vexti úr 0,25 pró­sent í 0 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar.

Í rök­stuðn­ingi Seðla­bank­ans fyrir lækk­un­inni segir að horfur séu á heldur minni hag­vexti en spáð var í ágúst. Áfram er gert ráð fyrir kröft­ugum vexti inn­lendrar eft­ir­spurnar og þrótt­miklum hag­vexti á næstu þremur árum. Bat­inn á vinnu­mark­aði heldur einnig áfram, þótt nokkuð hafi dregið úr vexti vinnu­afls­eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Í tikynn­ingu Seðla­bank­ans segir enn­frem­ur:

Verð­bólga hefur verið undir mark­miði í níu mán­uði sam­fleytt. Hún hefur minnkað enn frekar á haust­mán­uðum og skýrist hún að mestu leyti af hækkun hús­næð­is­verðs. Lítil alþjóð­leg verð­bólga og stöðugt gengi krónu stuðla að lít­illi verð­bólgu þrátt fyrir tölu­verðar launa­hækk­an­ir. Verð­bólgu­horfur til skemmri tíma eru af þessum sökum betri en í ágúst. Sam­kvæmt spá bank­ans eru líkur á að verð­bólga hjaðni frekar á næstu mán­uðum og verði við eða undir mark­miði fram yfir mitt næsta ár. Verð­bólgu­vænt­ingar hafa lækkað á und­an­förnum mán­uðum og nálg­ast nú verð­bólgu­mark­mið­ið.

Meiri þjóð­hags­legur sparn­aður og við­skipta­af­gangur en gert var ráð fyrir í fyrri spám hafa við­haldið veru­legu gjald­eyr­is­inn­streymi en gjald­eyr­is­við­skipti Seðla­bank­ans hafa lagst gegn óhóf­legri hækkun á gengi krón­unnar og dregið úr geng­is­sveifl­um.

Nafn­vextir Seðla­bank­ans hafa verið óbreyttir í tvö ár, en raun­vextir bank­ans hafa að und­an­förnu hækkað meira en búist var við sökum hrað­ari hjöðn­unar verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga og umfram það sem staða hag­sveifl­unnar og nær­horfur gefa til­efni til. Því eru for­sendur til að draga úr hækkun raun­vaxta.

Fram­vinda nafn­vaxta ræðst eins og alltaf af þróun eft­ir­spurnar og verð­bólgu. Verði launa­hækk­anir í kom­andi kjara­samn­ingum í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið gætu skap­ast for­sendur fyrir frek­ari lækkun nafn­vaxta. Miklar launa­hækk­anir og vöxtur eft­ir­spurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verð­stöð­ug­leika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný."

 

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None