Seðlabankinn lækkar stýrivexti í fyrsta sinn í tvö ár

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur lækkað vexti bank­ans um 0,25 pró­sent. Stýri­vextir höfðu áður staðið óbreyttir í um tvö ár. Flestir grein­ar­að­ilar spáðu því að stýri­vextir myndu hald­ast óbreytt­ir. Stýri­vextir á Íslandi lækka því úr sex pró­sent niður í 5,75 pró­sent.

Vext­irnir eru samt sem áður með þeim hæstu í hinum vest­ræna heimi. Seðla­banki Sví­þjóðar ákvað til að mynda að lækka sína stýri­vexti úr 0,25 pró­sent í 0 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar.

Í rök­stuðn­ingi Seðla­bank­ans fyrir lækk­un­inni segir að horfur séu á heldur minni hag­vexti en spáð var í ágúst. Áfram er gert ráð fyrir kröft­ugum vexti inn­lendrar eft­ir­spurnar og þrótt­miklum hag­vexti á næstu þremur árum. Bat­inn á vinnu­mark­aði heldur einnig áfram, þótt nokkuð hafi dregið úr vexti vinnu­afls­eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Í tikynn­ingu Seðla­bank­ans segir enn­frem­ur:

Verð­bólga hefur verið undir mark­miði í níu mán­uði sam­fleytt. Hún hefur minnkað enn frekar á haust­mán­uðum og skýrist hún að mestu leyti af hækkun hús­næð­is­verðs. Lítil alþjóð­leg verð­bólga og stöðugt gengi krónu stuðla að lít­illi verð­bólgu þrátt fyrir tölu­verðar launa­hækk­an­ir. Verð­bólgu­horfur til skemmri tíma eru af þessum sökum betri en í ágúst. Sam­kvæmt spá bank­ans eru líkur á að verð­bólga hjaðni frekar á næstu mán­uðum og verði við eða undir mark­miði fram yfir mitt næsta ár. Verð­bólgu­vænt­ingar hafa lækkað á und­an­förnum mán­uðum og nálg­ast nú verð­bólgu­mark­mið­ið.

Meiri þjóð­hags­legur sparn­aður og við­skipta­af­gangur en gert var ráð fyrir í fyrri spám hafa við­haldið veru­legu gjald­eyr­is­inn­streymi en gjald­eyr­is­við­skipti Seðla­bank­ans hafa lagst gegn óhóf­legri hækkun á gengi krón­unnar og dregið úr geng­is­sveifl­um.

Nafn­vextir Seðla­bank­ans hafa verið óbreyttir í tvö ár, en raun­vextir bank­ans hafa að und­an­förnu hækkað meira en búist var við sökum hrað­ari hjöðn­unar verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga og umfram það sem staða hag­sveifl­unnar og nær­horfur gefa til­efni til. Því eru for­sendur til að draga úr hækkun raun­vaxta.

Fram­vinda nafn­vaxta ræðst eins og alltaf af þróun eft­ir­spurnar og verð­bólgu. Verði launa­hækk­anir í kom­andi kjara­samn­ingum í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið gætu skap­ast for­sendur fyrir frek­ari lækkun nafn­vaxta. Miklar launa­hækk­anir og vöxtur eft­ir­spurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verð­stöð­ug­leika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný."

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None