Seðlabankinn lækkar stýrivexti í fyrsta sinn í tvö ár

mynd-með-seðlabanka.jpg
Auglýsing

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands hefur lækkað vexti bank­ans um 0,25 pró­sent. Stýri­vextir höfðu áður staðið óbreyttir í um tvö ár. Flestir grein­ar­að­ilar spáðu því að stýri­vextir myndu hald­ast óbreytt­ir. Stýri­vextir á Íslandi lækka því úr sex pró­sent niður í 5,75 pró­sent.

Vext­irnir eru samt sem áður með þeim hæstu í hinum vest­ræna heimi. Seðla­banki Sví­þjóðar ákvað til að mynda að lækka sína stýri­vexti úr 0,25 pró­sent í 0 pró­sent í lok síð­asta mán­að­ar.

Í rök­stuðn­ingi Seðla­bank­ans fyrir lækk­un­inni segir að horfur séu á heldur minni hag­vexti en spáð var í ágúst. Áfram er gert ráð fyrir kröft­ugum vexti inn­lendrar eft­ir­spurnar og þrótt­miklum hag­vexti á næstu þremur árum. Bat­inn á vinnu­mark­aði heldur einnig áfram, þótt nokkuð hafi dregið úr vexti vinnu­afls­eft­ir­spurn­ar.

Auglýsing

Í tikynn­ingu Seðla­bank­ans segir enn­frem­ur:

Verð­bólga hefur verið undir mark­miði í níu mán­uði sam­fleytt. Hún hefur minnkað enn frekar á haust­mán­uðum og skýrist hún að mestu leyti af hækkun hús­næð­is­verðs. Lítil alþjóð­leg verð­bólga og stöðugt gengi krónu stuðla að lít­illi verð­bólgu þrátt fyrir tölu­verðar launa­hækk­an­ir. Verð­bólgu­horfur til skemmri tíma eru af þessum sökum betri en í ágúst. Sam­kvæmt spá bank­ans eru líkur á að verð­bólga hjaðni frekar á næstu mán­uðum og verði við eða undir mark­miði fram yfir mitt næsta ár. Verð­bólgu­vænt­ingar hafa lækkað á und­an­förnum mán­uðum og nálg­ast nú verð­bólgu­mark­mið­ið.

Meiri þjóð­hags­legur sparn­aður og við­skipta­af­gangur en gert var ráð fyrir í fyrri spám hafa við­haldið veru­legu gjald­eyr­is­inn­streymi en gjald­eyr­is­við­skipti Seðla­bank­ans hafa lagst gegn óhóf­legri hækkun á gengi krón­unnar og dregið úr geng­is­sveifl­um.

Nafn­vextir Seðla­bank­ans hafa verið óbreyttir í tvö ár, en raun­vextir bank­ans hafa að und­an­förnu hækkað meira en búist var við sökum hrað­ari hjöðn­unar verð­bólgu og verð­bólgu­vænt­inga og umfram það sem staða hag­sveifl­unnar og nær­horfur gefa til­efni til. Því eru for­sendur til að draga úr hækkun raun­vaxta.

Fram­vinda nafn­vaxta ræðst eins og alltaf af þróun eft­ir­spurnar og verð­bólgu. Verði launa­hækk­anir í kom­andi kjara­samn­ingum í sam­ræmi við verð­bólgu­mark­mið gætu skap­ast for­sendur fyrir frek­ari lækkun nafn­vaxta. Miklar launa­hækk­anir og vöxtur eft­ir­spurnar gætu hins vegar grafið undan nýfengnum verð­stöð­ug­leika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný."

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None